Kalli er kátari en hinir – Fimm aðrar krókódílamyndir

Kalli káti krókódíll kemur í bíó á föstudaginn. Af því tilefni datt okkur í hug að setja saman stuttan lista af krókódílamyndum, þó ekki séu þær allar jafn fjölskylduvænar og Kalli káti krókódíll og krókódílarnir ekki endilega jafn mannblendnir!

Kalli í baði.

Crocodile Dundee (1986 )

Michael J. „Crocodile“ Dundee er ástralskur krókódílaveiðimaður sem býr í óbyggðum Ástralíu og rekur þar safarí fyrirtæki ásamt vini sínum og uppfræðara, Walter Reilly. Eftir að hann lifir af krókódílaárás þá kemur blaðakona frá New York, Sue, til að taka viðtal við Mick og spyrja hann út í hvernig hann fór að því að lifa af árásina. Eftir að hann bjargar Sue frá krókódíl, þá býður hún honum í heimsókn til New York, svo Mick geti upplifað stórborg, en hann hefur aldrei þangað komið. Mick finnst menningin og lífið í New York mjög ólíkt því sem hann á að venjast og fer að renna hýru auga til Sue….

Paul Hogan sló í gegn í hlutverki krókódíla Dundee.

Rogue ( 2007 )

Bandarískur blaðamaður á ferð í óbyggðum Ástralíu rekst á mannætukrókódíl þar sem hann er fastur á eyju sem smátt og smátt flæðir að. Nú hefst barátta upp á líf og dauða.

Ófrýnileg skepna fær sér snæðing.

Lake Placid ( 1999 )

Hvað gerist þegar mannætukrókódíll byrjar að éta ferðamenn einn af öðrum í hinu fallega vatni Lake Placid? Hvað ef krókódíllinn er að reyna að koma sér fyrir í vatninu til frambúðar og búa sér þar heimili? Þegar maður er étinn lifandi af ókunnri skepnu, þá reynir vörður úr bænum og steingervafræðingur frá New York að finna út úr því hvaða skepna þetta er. Inn í þetta blandast sérvitur dýravinur með sérstakar mætur á krókódílum. Þetta rólega vatn er skyndilega orðið miðpunktur í mikilli leit að krókódíl sem étur lifandi dýr … og fólk! …

Hvar er maturinn minn?

Rampage

Í myndinni leikur Johnson hlutverk Davis Okoye, sem er sérfræðingur í prímötum. Hann er ekki mannblendinn, en hefur myndað sérstakt vináttusamband við George, hina gáfuðu górillu, sem hann hefur fóstrað frá fæðingu.  En þegar tilraun fer úrskeiðis og apinn breytist í gríðarstórt skrímsli, eru góð ráð dýr. Ekki bætir úr skák þegar uppgötvast að til eru fleiri slík stökkbreytt skrímsli.  Þegar ófreskjurnar taka á rás og strauja yfir Norður Ameríku, með tilheyrandi eyðileggingu og skelfingu, þá fer Okoye ásamt erfðafræðingi í það verkefni að búa til mótefni gegn þessum hrikalegu skepnum. Markmiðið er að koma í veg fyrir alheimsfaraldur sem stefnt getur heimsbyggðinni í voða, en einnig að bjarga hinum kæra vini sínum George.  …

Stökkbreyttur risakrókódíll!

Crawl ( 2019 )

Þegar öllum íbúum bæjarfélagsins Coral Lake á vesturströnd Flórída er skipað að yfirgefa bæinn þar sem fellibylur af allra stærstu gerð er við það að ganga yfir svæðið með tilheyrandi flóðum uppgötvar Haley Keller að faðir hennar, Dave, svarar ekki kalli. Þvert á ráðleggingar yfirvalda heldur hún því inn í bæinn, staðráðin í að finna föður sinn áður en það er of seint. Leit Haley að föður sínum ber árangur þegar hún kemur að honum slösuðum og rænulausum í kjallara húss síns. En þar með er björgunin rétt að byrja því nú þurfa þau feðgin að komast undan hinum gríðarþunga stormi og ekki síður kraftmikilli flóðbylgjunni sem hann ber með sér og á eftir að færa bæinn í kaf innan skamms. Og eins og þetta sé ekki nóg þá fylgir flóðbylgjunni urmull af svöngum krókódílum sem hefðu ekkert á móti því að hafa þau feðgin í matinn ……

Ekki væri nú gott að mæta þessum á sundi.