Náðu í appið
Apocalypse Now

Apocalypse Now (1979)

"The Horror. . . The Horror. . ."

2 klst 33 mín1979

Stríðið í Víetnam stendur sem hæst og bandaríski höfuðsmaðurinn Willard er sendur af Lucas undirofursta í verkefni, sem er háleynilegt, enginn á að vita að það hafi verið framkvæmt.

Rotten Tomatoes91%
Metacritic94
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:KynlífKynlífVímuefniVímuefniHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Stríðið í Víetnam stendur sem hæst og bandaríski höfuðsmaðurinn Willard er sendur af Lucas undirofursta í verkefni, sem er háleynilegt, enginn á að vita að það hafi verið framkvæmt. Verkefnið snýr að því að finna hinn dularfulla sérsveitarmann og undirofursta Walter Kurtz, en einkaher hans er kominn yfir landamærin til Kambódíu og stendur þar í skæruhernaði gegn Víet Cong og her Norður Víetnama. Bandaríski herinn heldur að Kurtz sé gjörsamlega búinn að missa vitið og Willard á að taka hann af lífi. Willard fer niður Nung ánni á bandarískum eftirlitsbát, og kemst á leiðinni að því að Kurtz er einn heiðraðasti foringinn í bandaríska hernum. Flokkur Willards hittir herforingjann og brimbrettagaurinn, undirofursta Kilgore, sem er yfirmaður þyrlusveitar bandaríska hersins í Víetnam, sem byrjar á því að útrýma bækistöð Víet Cong liða til að ryðja veginn svo Willard geti hafið för sína niður eftir Nung ánni. Á ferðinni eftir ánni lenda þeir svo í ýmsum atvikum og sumir áhafnarmeðlimir missa lífið. Willard, Lance og Chef ná svo loks á áfangastað, bækistöð sjálfs Walters Kurtz...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

American ZoetropeUS

Frægir textar

"Kilgore: I love the smell of napalm in the morning. You know, one time we had a hill bombed for twelve hours. When it was all over I walked up. We didn't find one of them, not one stinkin' body. The smell, you know that gasoline smell, the whole hill. It smelled like... victory."

Gagnrýni notenda (7)

★★★★★

Ég elska byrjunaratriði myndarinnar!! The End- The Doors...ég fékk alveg þvílíka gæsahúð=) Þessi mynd er samt ekki beinlínis fyrir viðkvæma,en langbesta 'stríðsmynd' sem ég he...

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með myndina, ég bjóst við meistara stykki . Myndin er er vel leikinn og vel gerð en alltof langdreginn en það er fínt að sjá hana einu sinni á leigu.

Þetta er ein af betri stríðsmyndum sem ég hef séð. Hún gat verið soldið langdreigin en það er eini smá ókosturinn sem ég fann við hana. Rosalega vel gerð og miðað við aldurinn sé...

Ef að kvikmyndaáhugamenn hafa ekki séð þessa mynd teljast þeir ekki kvikmyndaáhugamenn. Það er svona svipað einsog að fara á gæsaveiðar en án skotvopna. Þessi mynd er hrein snilld.

Þetta er ein sú besta mynd sem ég hef séð í langann tíma.

Ég er nú ekki allveg sammála þeim hérna fyrir ofan því ég varð fyrir vonbrigðum með þessa mynd því ég hélt að ég væri að fara að horfa á mynd sem færi hrein snillt en það er h...

★★★★★

Ein af þeim bestu ! Hræddur um að ég þyrfti nægan tíma og pláss til að koma öllu frá mér um þessa mynd til að do it justice. Veit engan veginn hvar á að byrja ......... algjört must s...