Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Happy Gilmore 1996

He doesn't play golf... he destroys it.

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 62% Critics
The Movies database einkunn 31
/100

Misheppnaður íshokkíleikmaður uppgötvar að hann er með kraftmestu golfsveiflu í sögu golfsins. Hann fer inn í P.G.A. meistaramótaröðina til að þéna peninga til að bjarga húsi ömmu sinnar. Ókosturinn við þetta er sá að hugsunarháttur hokkíleikmanns á illa við í P.G.A. mótaröðinni. Sérstaklega á hann illa við þann sem allir vilja að vinni keppnina.

Aðalleikarar


Snilld. eina orðið sem getur lýst myndinni. Mjög steikt en samt ekki. Adam Sendler í sýnu bestu mynd. Allir verða að sjá hana hvort sem þeir eru aðdáendur Adams eða ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ein besta og fynasta mynd Adam sandlers. Ef þú ert mikið fyrir að hlæja þá verðuru EKKI fyrir vonbrigðum þessi mynd sest í hausin mans og lyftir manni svo mikið upp þegar maður er eitthvað down.. Mynd sem maður sér Adam sandler uppá sitt besta og pirringin í honum sem er allveg ógleymanlega fyndin!.

Allavega gef ég henni 3 og hálfa svona grínmyndir fá ekki mikið betri einkanir (án efa snilld!).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Happy Gilmore er fyndnasta mynd Adam Sandlers! Happy er maður sem hefur haft áhuga á hokkí síðan hann var smábarn en hefur aldrei verið góður í því. Hann á heima hjá ömmu sinni en ríkisstjórnin tekur húsið því að amman hefur ekki borgað í mörg ár. Happy fattar þá að hann er snillingur í golfi og fer í golfkeppni til að reyna vinna húsið aftur. Adam Sandler er án efa einhver fyndnasti grínisti allra tíma og ég segi aftur að þetta er besta mynd hans. MEISTARAVERK!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Án efa besta mynd Sandlers til þessa, ég nýt þess að horfa á hana enda drepfyndin. Adam Sandler er Happy Gilmore, misheppnaður íshokkíleikmaður sem aldrei er valinn í liðið, allt frá æsku elskaði hann hokkí, hann kunni að vísu aldrei vel að skauta en var gífurlega skotfastur. Hann flutti til ömmu sinnar eftir að pabbi hans dó við að fá pökk í andlitið. Vinum hans finst gaman að reyna slá lengra golfkúlu lengra en tréð í garðinum hennar(um 10 metrar í fjarlægð´) og tekur sandler veðmáli um að hann geti slegið lengra en tréð, hann nær að slá yfir 400 metra og sér að það er hægt að græða smá pening á að skjóta langt, hann er svo plataður til að taka þátt í gólfmóti sem hann vinnur og þarmeð byrjar drepfyndin atburðarrás og atriði sem munu væntanlega aldrei sjást í golfi. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég gef þessar mynd hiklaust 4 stjörnur því Adam sandler fer á kostum í þessari mynd sem golfleikari. Hún er bæði góð og mjög fyndinn fynst mér
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn