Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Enn þann dag í dag er þessi mynd uppáhalds grínmyndin mín. Ótrúlega fyndin, skemmtileg og svo lík fyndin. Þarft ekki að vera Bill Murray fan til að sjá þessa að hafa gaman af þessari mynd. Myndin er um fífl sem er ótrúlega heppinn í óheppninni sinni.
Frábær grínmynd sem er gaman að sjá aftur og aftur, ég er búinn að sjá hana ansi oft og ég hef alltaf gaman af henni.
ÉG mæli með þessari mynd ef maður er hrifinn af góðri grínmynd.
Þegar Bill Murray er lélegur, þá er hann lélegur. Þegar Bill Murray er góður, þá er hann frábær. Þetta er ein af þeim myndum þar sem hann er frábær og get ég horft á hana aftur og aftur. Það liggur við að hún slái út Groundhog Day, sem er önnur snilldarmynd með Bill. Hérna leikur hann hálfgerðan einfelding, sem maður fær strax samúð með. Hann fer í heimsókn til bróðurs síns sem býr í Englandi, en bróðir hans hefur ekki tíma fyrir hann og sendir hann í raunveruleikaleikhús og þá fer að hitna í kolunum því hann flækist inn í plott sem er einum of raunverulegt fyrir hann. Þetta er snilldarmynd, með engum galla sem ég man eftir, þannig að ég verð að gefa henni fjórar stjörnur.
Ég veit ekki hvað fólki finnst gott við þessa mynd. Mér finnst hún ekki góð.
Bill Murray er einn af mínum uppáhaldsleikurunum og í þessari mynd fer hann alveg á kostum þegar hann leikur mann sem heldur að hann sé að taka þátt í leikriti en er í alvöru að leika upp á líf og dauða. Bill Murray er snilldar leikari sem hefur þennan eiginleika að geta alltaf látið mann hlæja!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Home Video
Kostaði
$20.000.000
Tekjur
$13.801.755
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
5. júní 1998
VHS:
30. nóvember 1998