Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Trois couleurs: Bleu 1993

Fannst ekki á veitum á Íslandi
98 MÍNFranska
Rotten tomatoes einkunn 98% Critics
The Movies database einkunn 87
/100

Myndin segir frá konu sem lifir af hörmulegt bílslys sem kostar eiginmann hennar og dóttur lífið. Í kölfarið tekur hún ákvörðun um að losa sig við allar veraldlegar tengingar og öðlast frelsi í algjöru sjálfstæði. Þau áform ganga hins vegar ekki sem skyldi.

Aðalleikarar


Pabbi minn á allar myndirnar í trois couleurs trilogíunni,en þessi var sú eina sem ég hef séð af þeim.Þetta er sería og hver mynd heitir einn litur:,eða one colour:,blár,hvítur og rauður sem eru einning lititirnir í Franska fánanum.Nú ætla ég að skrifa um fyrstu myndina One Colour:Blue,sem fjallar um frelsi sem er merki blái liturinn merkir.Kona ein lendir í bílslysi og maður hennar sem er mjög ríkt og frægt tónskáld og dóttir á leikskólaaldri deyja.Hún verður hálf þunglynd en reynir að bála tilfiningar sínar og reynir að hefja nýtt líf.Þessi mynd er einfaldlega listaverk.Hún er falleg,vel leikstýrð,mjög vel leikin og Julietta Binoche er alveg frábær í aðalhlutverkinu.Myndatakan er góð og eina tónlistin er klassísk og passar það mjög vel inní þess.Þessi er bara fyrir sanna kvikmynda elskendur því sumir eiga ekki eftir að skilja þessa eða finnast hún vera langdregin.Ég kvet kvikmyndir.is að hafa líka one colour: White og Red.Listrænt,fallegt,sorglegt og verðlaunað listaverk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórfenglegt listaverk og án efa ein af bestu kvikmyndum sögunnar. Frá því er ég sá Trois Couleurs Bleu fyrst, hefur hún verið ein af fjórum uppáhaldsmyndum mínum og horfi ég alltaf reglulega á breiðtjaldsútgáfu hennar á myndbandi. Leikstjóri myndarinnar, Krzysztof Kieslowski, er sömuleiðis uppáhaldskvikmyndagerðarmaður minn og mæli ég hiklaust með öllum myndum hans. Trois Couleurs Bleu er sú fyrsta af þremur, sem heitir eftir litum franska fánans, þ.e. „Þrír litir Blár“ á íslensku, en framhaldsmyndirnar nefnast „Þrír litir Hvítur“ og „Þrír litir Rauður“. Því miður varð þessi þrenna síðasta kvikmyndaafrek leikstjórans, en hann dó fyrir aldur fram fyrir nokkrum árum. Blái liturinn fjallar í þessu tilfelli um frelsið, sem franski fánaliturinn stendur fyrir, en þar segir frá sorgarferli ungrar konu, sem missir bæði barn sitt og eiginmann í bílslysi en kemst sjálf lífs af. Hún reynir að bæla niður tilfinningar sínar með því að slíta öll tengsl við fortíðina og einangra sig frá umheiminum, en án árangurs því hvarvetna birtist lífið henni í öllum margbreytileika þess. Smám saman rennur það svo upp fyrir henni, að flóttinn frá vandamálunum leysir þau ekki, heldur vinnur kærleikurinn einn á þeim, samkenndin með náunganum og frelsið til að láta hana í ljós í verki. Djúphugsað kvikmynaafrek með ríku kristnu táknmáli, gullfallegri myndatöku og stórfenglegri tónlist sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn