Náðu í appið
The Bone Collector

The Bone Collector (1999)

"Two cops on the trail of a brutal killer. They must see as one, they must act as one, they must think as one, before the next victim falls."

1 klst 58 mín1999

Myndin er ein morðráðgáta út í gegn.

Rotten Tomatoes30%
Metacritic45
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Myndin er ein morðráðgáta út í gegn. Raðmorðingi lætur að sér kveða í stórborginni New York og skilur eftir sig blóðuga slóð. Eftir slys í göngum, verður réttarmeinafræðingurinn Lincoln Rhyme alveg lamaður, þannig að hann getur aðeins hreyft höfuð sitt og einn fingur. Með því að styðja fingri á lyklaborð á tölvu þá getur hann stjórnað ýmsu í umhverfi sínu með hjálp hjúkrunarfræðings. En hann hræðist sífellt að fá slag sem gæti gert hann að grænmeti, og hann áætlar því "brottflutning", með hjálp vinar síns sem er læknir. Þetta breytist allt þegar hann fær ábendingu frá raðmorðingja sem er greinilega miðuð að réttarmeinarannsókninni. Málið endurvekur áhuga hans á lífinu. Klár, ung lögga, Amelia Donaghy, sem er þjökuð af sjálfsmorði föður síns og heldur að hún sé næst á dagskrá raðmorðingjans, er fljót að hugsa og bjargar vettvangi fyrsta glæpsins. Hann sér að hún hefur hæfileika á sviði réttarmeinafræða, og Rhyme fær hana inn í þá deild hjá lögreglunni, án þess að hún hafi sérstakan áhuga á því sjálf. Í gegnum talstöð þá verður hún augu hans og eyru á vettvangi.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Universal PicturesUS
Columbia PicturesUS
Martin Bregman ProductionsUS

Gagnrýni notenda (9)

Ég verð að viðurkenna það að ég hef séð betri myndir með Angelinu og Denzel en þetta er samt góð spennumynd Morðinn eru hrottaleg og söguþráðurinn mætti vera aðeins betri en an...

The Bone Collector fjallar um lögreglumanninn Lincon Rhymes (Denzel Washington) sem er lamaður frá mitti eftir lífshættulegt slys. Lincon er goðsögn innan lögreglunnar og mjög fær rannsókna...

Þessi kom mér nokkuð á óvart. Denzel Washington er alveg góður í myndinni, en hann er bara í rúminu alla myndina, það er það leiðinlega við hlutverkið hans. Angelina Jolie er allt í ...

★☆☆☆☆

Ekki eins góð mynd og vonir stóðu til.Það vantar meiri spennu í þessa mynd finnst mér hún er mjög hæg nánast allan tímann.Vondi kallinn í þessari mynd er nú sá hlægilegasti vondi ka...

"The Bone Collector" er nýjasta kvikmynd spennumyndaleikstjórans Phillip Noyce sem gerði m.a. myndirnar "Dead Calm", "Patriot Games" og "Clear and Present Danger". Í aðalhlutverkum eru óskarsver...

Sérlega spooky þriller sem ætti ad gleðja flesta aðdáendur góðra spennumynda. Þrátt fyrir frekar ólíklegt plott skemmtir myndin út í gegn og heldur manni oft á tíðum frekar óþægile...

The Bone Collector byrjar mjög vel en er of langdregin og kolfellur um sjálfa sig í hallærislegu uppgjörinu. Philip Noyce hefur gert margar ágætar myndir á ferli sínum (t.d. Dead Calm) en hé...

Þokkaleg spennumynd sem fjallar rannsókn nokkurra lögreglumanna á morðum sem framin eru í New York af manneskju sem þykist vera leigubílstjóri en skilar farþegum sínum aldrei á áfangast...