Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Bone Collector 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 28. janúar 2000

Two cops on the trail of a brutal killer. They must see as one, they must act as one, they must think as one, before the next victim falls.

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 29% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Myndin er ein morðráðgáta út í gegn. Raðmorðingi lætur að sér kveða í stórborginni New York og skilur eftir sig blóðuga slóð. Eftir slys í göngum, verður réttarmeinafræðingurinn Lincoln Rhyme alveg lamaður, þannig að hann getur aðeins hreyft höfuð sitt og einn fingur. Með því að styðja fingri á lyklaborð á tölvu þá getur hann stjórnað ýmsu... Lesa meira

Myndin er ein morðráðgáta út í gegn. Raðmorðingi lætur að sér kveða í stórborginni New York og skilur eftir sig blóðuga slóð. Eftir slys í göngum, verður réttarmeinafræðingurinn Lincoln Rhyme alveg lamaður, þannig að hann getur aðeins hreyft höfuð sitt og einn fingur. Með því að styðja fingri á lyklaborð á tölvu þá getur hann stjórnað ýmsu í umhverfi sínu með hjálp hjúkrunarfræðings. En hann hræðist sífellt að fá slag sem gæti gert hann að grænmeti, og hann áætlar því "brottflutning", með hjálp vinar síns sem er læknir. Þetta breytist allt þegar hann fær ábendingu frá raðmorðingja sem er greinilega miðuð að réttarmeinarannsókninni. Málið endurvekur áhuga hans á lífinu. Klár, ung lögga, Amelia Donaghy, sem er þjökuð af sjálfsmorði föður síns og heldur að hún sé næst á dagskrá raðmorðingjans, er fljót að hugsa og bjargar vettvangi fyrsta glæpsins. Hann sér að hún hefur hæfileika á sviði réttarmeinafræða, og Rhyme fær hana inn í þá deild hjá lögreglunni, án þess að hún hafi sérstakan áhuga á því sjálf. Í gegnum talstöð þá verður hún augu hans og eyru á vettvangi.... minna

Aðalleikarar


Ég verð að viðurkenna það að ég hef séð betri myndir með Angelinu og Denzel en þetta er samt góð spennumynd

Morðinn eru hrottaleg og söguþráðurinn mætti vera aðeins betri en annars er myndin mjög góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Bone Collector fjallar um lögreglumanninn Lincon Rhymes (Denzel Washington) sem er lamaður frá mitti eftir lífshættulegt slys. Lincon er goðsögn innan lögreglunnar og mjög fær rannsóknalögreglu maður.

Lincon er fengin til að rannsaka mál þegar að hrottalegur raðmorðingi fer á stjá, til liðs við sig velur hann nýliðann Amelia Donaghy (Angelina Jolie) sem verða augu hans og eyru út á götunni, en hann er einmitt rúmfastur, saman vinna þau að því að ná morðingjanum, en að hverju er morðinginn að vinna að.

The Bone Collector er mjög spennandi trillir með hágæða leik frá bæði Denzel og Jolie.

Hún heldur manni vel við efnið og mæli ég því eindregið með henni.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi kom mér nokkuð á óvart. Denzel Washington er alveg góður í myndinni, en hann er bara í rúminu alla myndina, það er það leiðinlega við hlutverkið hans. Angelina Jolie er allt í lagi í myndinni. Góð spennumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ekki eins góð mynd og vonir stóðu til.Það vantar meiri spennu í þessa mynd finnst mér hún er mjög hæg nánast allan tímann.Vondi kallinn í þessari mynd er nú sá hlægilegasti vondi kall sem sést hefur á hvítu tjaldi.Hann er svo ótrúgverður að annað eins hefur ekki sést.Lítið reynir á Denzelinn hann liggur bara í bælinu og tuðar.Þessi mynd er samt ekki alslæm á þokkalega spretti,hún sleppur fyrir horn........
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

"The Bone Collector" er nýjasta kvikmynd spennumyndaleikstjórans Phillip Noyce sem gerði m.a. myndirnar "Dead Calm", "Patriot Games" og "Clear and Present Danger". Í aðalhlutverkum eru óskarsverðlaunaleikararnir Denzel Washington og Angelina Jolie ásamt þeim Queen Latifah og Michael Rooker, en myndin fjallar um leitina að óhugnanlegum fjöldamorðingja og sver sig einkum í ætt við myndir eins og "Seven", "The Silence of the Lambs" og "Kiss the Girls". Denzel Washington leikur glæpasérfræðinginn Lyncoln Rhyme sem liggur nú algjörlega lamaður og hjálparvana eftir slys sem hann lenti í við rannsókn síðasta máls síns hjá lögreglunni. Hann er við það að gefast upp á lífinu sjálfu og hefur fengið loforð vinar síns, sem er læknir, um að hann hjálpi honum yfir móðuna miklu eftir örfáa daga. Á sama tíma rekst lögreglukonan Amelia Donaghy (Jolie) á illa farið lík manns inni í lestargöngum og uppgötvar á ummerkjunum, bæði á líkinu sjálfu og í kringum það, að hér er ekkert venjulegt mannslát á ferðinni. Svo fer að henni er skipað að fara til Lyncolns og sýna honum hvað hún fann í þeirri von að hann geti gefið lögreglunni einhverjar vísbendingar. Lyncoln fær fljótlega brennandi áhuga á málinu, tekur það að sér og krefst þess að hér eftir verði Amelia augu hans og eyru við rannsókn málsins og í stöðugu símasambandi við hann á meðan þau komast til botns í því. Í fyrstu er Ameliu ekkert sérlega vel við að taka þetta að sér, en verður auðvitað að gera það sem henni er sagt að gera. Þar með er hafin ein óvenjulegasta rannsókn sem sögur fara af á morðmáli sem á engan sinn líka! Þau Denzel Washington og Angelina Jolie fara hér bæði á kostum og skapa eftirminnilega karaktera eins og þau eru þekkt fyrir. Þau hafa líka bæði hlotið óskarinn fyrir innihaldsríka túlkun og eru hreint ógleymanleg bæði tvö. Þau eru grundvöllurinn í allri myndinni og gera hana sífellt spennandi með snilldarleik sínum. Hasarreið sem er hreint frábær allt frá upphafi til enda. Þó fannst mér endirinn furðulegur, en það kemur ekki að sök. Ég gef því "The Bone Collector" þrjár og hálfa stjörnu og mæli hreint eindregið með henni. Fantagóð kvikmynd sem allir ættu að sjá. Alls ekki missa af henni!! Pottþétt kvöldskemmtun sem er mun hiklaust halda þér í greipum spennunnar til hinstu stundar!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn