Náðu í appið
Mulan

Mulan (1998)

"The flower that blooms in adversity is the most rare and beautiful of all."

1 klst 28 mín1998

Baksviðið í Mulan er víðáttumikið og dularfullt landslagið í Kína, en sagan hefst þegar Húnakonungurinn Shan-Yu ræðast með her sinn yfir landamæri Kína.

Rotten Tomatoes91%
Metacritic72
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Söguþráður

Baksviðið í Mulan er víðáttumikið og dularfullt landslagið í Kína, en sagan hefst þegar Húnakonungurinn Shan-Yu ræðast með her sinn yfir landamæri Kína. Keisarinn ástsæli sendir þegar út boð um að einn úr hverri fjölskyldu verði að þjóna í hernum til að verjast innrásarliðinu, en það er sendiboðinn Chi Fu sem látinn er koma skilaboðum keisarans á framfæri. Á sama tíma og þetta gerist er Mulan, einkadóttir Fa hjónanna, að búa sig undir það í afskekktu þorpinu þar sem hún býr að hitta hjónabandsmiðlara þorpsins, en Mulan hefur lítinn áhuga á að ganga í það heilaga og fundur hennar með miðlaranum fer út um þúfur og hún er send heim til sín með skömm. Skyndilega kemur svo Chi Fu til þorpsins með boð keisarans og gefur faðir Mulan sig fram í herinn fyrir hönd fjölskyldu sinnar. Mulan er ekki ánægð með það og ákveður að fara í hans stað. Hún breytir útliti sínu, herklæðist og heldur af stað í skjóli myrkurs á hestinum sínum Khan til að ganga í herinn. Þetta óvenjulega háttalag Mulan verður hins vegar til þess að raska ró framliðinna forfeðra hennar og andar þeirra koma saman á neyðarfundi í bænahúsi fjölskyldunnar til að fjalla um þessa atlögu að fjölskylduheiðrinum. Einnig vaknar drekinn Mushu til lífsins og sér þetta ástand sem tilvalið tækifæri til að endurheimta stöðu sína sem verndari fjölskyldunnar. Þegar forfeðurnir ákveða að verndardreki verði sendur til að sækja Mulan og færa hana heim heldur Mushu af stað í skyndingu til að gera Mulan að hetju svo hann geti endurheimt fyrri stöðu sína og í för með honum slæst krybban Cri-Kee. Mushu sannfærir Mulan um að hann búi yfir mikilli visku, en háttalag hans kemur Mulan fljótlega í vandræði hjá herforingjanum Shang. Mulan tekur sér karlmannsnafn og reynir allt hvað hún getur til að líta karlmannlega út innan um hina hermennina, en fljótlega kemst hún upp á kant við nokkra félaga sína í hernum. Þrátt fyrir að heræfingarnar gangi allar á afturfótunum hjá Mulan neitar hún að gefast upp og ekki líður á löngu þar til skapfesta hennar og hugkvæmni ávinna henni virðingu Shangs og hinna hermannanna. Þegar keisaraherinn er tilbúinn til orrustu mætir hann her Húnakonungsins í snæviþöktu Tung-Shao fjallaskarðinu. Hermenn keisarans eiga þar við ofurefli að etja og horfurnar eru ekki góðar þegar Mulan tekur gífurlega áhættu og bjargar málunum með snarræði sínu og útsjónarsemi. Hún særist hins vegar og þegar verið er að gera að sárum hennar kemur í ljós hver hún í raun og veru er. Þrátt fyrir hetjudáðir hennar neyðist Shang til að vísa henni úr hernum og skilja hana eftir. Mulan kemst þá að því að Húnakonungurinn Shan-Yu og nokkrir manna hans hafa lifað orrustuna af og eru að undirbúa árás á keisaraborgina, og er hún staðráðin í að koma í veg fyrir þá ráðagerð. Hún leggur líf sitt í hættu þegar hún mætir Shan- Yu og reynir að bjarga lífi keisarans, en hún leggur bæði framtíð kínversku þjóðarinnar og fjölskylduheiðurinn að veði í baráttunni við Shan-Yu.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Tony Bancroft
Tony BancroftLeikstjóri

Aðrar myndir

Barry Cook
Barry CookLeikstjóri
Matt Damon
Matt DamonHandritshöfundur
Rita Hsiao
Rita HsiaoHandritshöfundur

Framleiðendur

Walt Disney Feature AnimationUS
Walt Disney PicturesUS

Gagnrýni notenda (8)

Hunchback + Hercules: Mulan

★★★★☆

Það er gaman að sjá aftur teiknimynd frá Disney þar sem alvarleikinn er mikill eftir að maður sá Hunchback of Notre Dame. Hercules fór í allt aðra átt með allt, og síðan kemur Mulan in...

Mulan er ein af mínum uppáhalds-disney-myndum. Hún fjallar um unga stelpu í Kína, á tíma Keisarans. Hún lifir í heimi þar sem hlutverk konunnar er að vera góð húsmóðir og halda heiðri...

Örugglega ein besta Disney-mynd til þessa. Bæði fyrir fullorðna, börn og unglinga, og hægt að horfa á hana aftur og aftur. Góð talsetning, og fín tónlist.

Mulan er nýjasta Disneyteiknimyndin í ár. Hún er mjög vel gerð, skemtileg, fyndin en ekki kannski eins epísk og Aladdín og The Lion King og auðgleymd en mikið fjör á meðan á henni stendu...

Þetta er frábær mynd og Laddi talar rosalega skemmtilega fyrir drekan Músjú.H ún skemmtir manni frá upphafi til enda.

Stelpur, þetta er mynd handa ykkur! Kvenhetja allra tíma, og hún er í KÍNA, þar sem allir (eða næstum) fyrirlitu konur og töldu þær eign. Mulan brýtur allar reglur og brýst inn í heim ka...

Stórgóð teiknimynd sem fjallar um stelpu sem gengur í herinn sem karlmaður. Eddie Murphy fer á kostum, en hann talar fyrir dreka sem að hjálpar Mulan. Ég get alveg mælt með þessari mynd. F...