Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er svona upp og ofan hjá honum Renny Harland vini mínum, sem að gerði meðal annars Die Hard2 og The long kiss goodnight, sem eru að mínu mati mjög góðar, en hinar myndir hans ekki eins sterkar. Þarna er tekið á glamúrnum sem að fylgir því að vera frægur ökumaður í USA og þurfa að keyra undir því álagi. Þetta passar allt get ég trúað, en set báða þumla niður með það að gamalreyndur ökumaður sem er hættur kemur aftur og brillerar með það að tína upp smámynt með dekkjunum, HVAÐ ÞÁ að menn skuli keyra í isandi stórborgarumferðinni að kvöldi til, og komast upp með það!!! Þeim yrði stungið inn og öll réttindi tekin af þeim. Svo skemmir ekki fyrir að maður fær að sjá hörkugóðar, illa gerðar tæknibrellur af bílunum í æsispennandi formúlu keppni. Vert er að taka fram að í kretitlistanum má sjá hvað (atvinnu)menn óku bílunum í raun og veru. Margir þeirra voru/eru einmitt í formúlu1 í dag.
Þetta er sennilega ein vanmetnasta mynd sem hefur komið út. Ég skora á fólk að láta gagnrýnendur ekki hafa áhrif á sig hér, vegna þess að hinn almenni áhorfandi mun sko verða sáttur. Hér fer Stallone með hlutverks gamalreynds kappakstursökumanns sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og útkoman er samkvæmt því óborganlegur hasar og spenna. Helst má finna myndinni það til vansa að meðleikarar Sly eru frekar af verri endanum og ná engan veginn að fylgja meistaranum sjálfum eftir.
Flestir sem hafa skrifað hér eru greinilega lítið sáttir við Driven. Ég verð nú aðeins að verja myndina þar sem mér fannst hún bara alls ekki svo slæm. Það verður samt að taka það fram að þetta er ekkert meistaraverk, enda er ég löngu hættur að búast við svoleiðis þegar ég fer á myndir með Sly sem aðalleikara. En sem meðalafþreying, þá finnst mér hún skila sínu vel.
Fyrir þá sem hafa eitthvað horft á Formulu 1 þá finnst mér að ekki sé hægt að setja út á auglýsingaflóðið og sætu stelpurnar. Þetta er hluti af GrandPrix heiminum og myndin hefði litið gervilega út án þess. Og þar sem myndin var tekinn upp að miklu leyti á alvöru mótum, þá eru verið að sýna hið rétta umhverfi.
Handritið er svosem ekkert merkilegt, og hefur vissar klisjur, en mér fannst samt ekki að það væri farið nákvæmlega eftir því sem við var að búast. Það var tildæmis enginn vondur eða góður í myndinni, heldur flest allir nokkuð mannlegir með sína kosti og galla. í ofanálag þá var Sly engin hetja í myndinni, heldur útbrunninn og þekktur fyrir það. Hann er vandræðalegur í að hjálpa nýliðanum og mér finnst hann sýna það vel að hann hafi nú ekki öll svörin á reiðu.
Að sjálfsögðu þá voru kappaksturs atriðin stórkostlega vel gerð, þó kannski á köflum svolítið ýkt. En allt í allt þá fannst mér Driven góð skemmtun, þar sem þessi heimur er sýndur frá mannlegu hliðinni. Að sjálfsögðu hefði margt mátt fara betur, en sem afþreying, þá er þetta hin besta mynd.
Ef þú hefur engan áhuga á formúlu 1 né neinum aksturíþróttum, þá gætirðu haft gaman að horfa á þessa mynd. En ef þú ert fallinn formúlu-fíkill rétt eins og ég, þá einfaldlega slepptu þessari. Skelfilega óraunhæf atriði og það er einfaldlega óþægilegt að horfa á Sylvester Stallone leika í dramatískum atriðum. Grey kallinn! Ég held að hann ætti að fara leggja leikaraskóna upp á hilluna og njóta lífsins með allar millurnar sínar og reyna forðast frekari niðurlægingar.
Hvað gerir maður ef maður rekur kappaksturslið og nýliðinn er að missa tökin á akstrinum, jú auðvitað kallar maður til gamla jaxlinn til að bjarga málunum. En í þessari er það Stallone nokkur, sem kannski er ekki svo vitlaust val í þetta hlutverk Þessi mynd kemur alls ekkert á óvart að neinu leiti enda kannski ekki við því að búast. Brellurnar í henni eru oftar en ekki klaufalega útfærðar, það mætti halda að tölvu unnar brellur væru nýjung þar sem þær eru notaðar við hvert tækifæri í þessari mynd. Myndin hefði að mínu viti verið betri ef þeir hefðu hreinlega hætt við þennan brellu eltingaleik. En hvað um það ef þú hefur gaman að kappakstri og öllu sem því fylgir þá gæti þessi mynd jafnvel fengið að rúlla á milli tímabila í formúlunni í tækinu þínu. En sjálfur myndi ég velja Days of thunder (1990) Þar sem fyrrum hjónakorn Tom Cruise og Nicole Kidman fara með aðalhluverk.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$94.000.000
Tekjur
$54.744.738
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
20. júlí 2001
VHS:
24. janúar 2002