Náðu í appið
Öllum leyfð

Jimmy Neutron: Boy Genius 2001

(Jimmy Neutron, Boy Genius)

Frumsýnd: 12. apríl 2002

He may be small, but he's got a big brain!

82 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Jimmy Neutron er ungur snillingur og er langtum snjallari en vinir hans, en þegar kemur að því að vera töffari, þá er hann ekki alveg jafn svalur og vinirnir. Dag einn, þegar foreldrar hans, og allir foreldrar í heimi, eru numdir brott af geimverum, þá verður hann leiðtogi barna heimsins, sem nú þurfa að bjarga foreldrunum.

Aðalleikarar


Ég bjóst við ágætri mynd en ég bjóst ekki við að hún væri algjör snilld en svo var hún það. Þetta er mynd sem fjallar um strák sem er vísindastrákur og heitir Jimmy Neutron. Þetta byrjar á að Jimmy ætlar að senda gervihnattarristavél til einhverra geimvera. Enn einn dag fá geimverurnar skilaboðin frá Jimmy. Og svo komast geimverurnar að þetta eru skilaboð frá jörðinni. Svo komast þær að því að það er mannfólk á jörðinni og kóngurinn sér að foreldrarnir eru ætir. Þá sendir hann herflot til að stela öllum foreldrum. Á meðan stálust Jimmy og vinirnir hans út til að fara í Rosaland þar sem allir krakkarnir eru. En þegar þeir eru búnir að fara í öll tækin fara þeir heim. Á leiðinn heim sjá þeir félagar stjörnuhrap og þeir óska sér að foreldrar væru ekki til. Næsta dag þegar Jimmy vaknar eru engir foreldrar og þá heldur hann að óskin þeirra hafi ræst. Fyrst er þetta rosa rosa fjör en svo næsta dag fara allir krakkarnir að sakna þeirra. En Jimmy hefur nokkuð á prjónunum og allir krakkarnir í bænum og Jimmy smíða geimflaugar úr Rosalandi og svo leggja þau af stað til að bjarga foreldrunum. Að lokum komast þau en lenda að sjálfsögðu í ýmsu en ég ætla ekki að eyðileggja spennuna fyrir ykkur. En ég mæli rosa mikið með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jimmy Neutron: Boy Genius er ein besta teiknimynd sem disney hefur gert síðan það byrjaði þetta er fyndin mynd sem maður verður að sjá. Hún fjallar um strák (jimmy) sem er svona vísinda strákur og er alltaf að finna eithvað nýtt upp. Hann á aðeins þrjá vini í öllum bænum og þeirra á meðal er einn þeirra vél hundur. Síðan nær hann sambandi við geimverur sem ráðast síðan á bæinn hans og stela öllum foreldrunum. Í fyrstu elska krakkarnir þetta en síðan fara þeir að sakna foreldranna. Tekur þá Jimmy til þess ráðs að byggja geimflaugar og allir í bekknum hans fara og reina að bjarga foreldrum sínum og gengur þá á ýmsu. Ég ætla ekki að segja ykkur hvernig þessi mynd endar og verðið þið þá að fara á hana í bíó eða að bíða eftir því að hún komi út á spól. Góð mynd fyrir unga sem aldna mæli með því að þig sjáið hana hvort sem þið eru með krakka eða ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég sá þessa mynd fyrir nokkrum dögum á svona spes forsýningu með íslensku tali. Þessi mynd kom nokkuð á óvart og maður hafði mjög gaman á henni. Hér segir frá Jimmy Neutron sem að er krakki sem hefur greind á við Albert Einstein. Þegar hann sendir myndband út í geiminn sem geimverur finna síðan þá komast geimverurnar að því að það er líf einhversstaðar þarna og þeir stefna þangað og ræna foreldrum barnanna. Í fyrstu hjá krökkunum þá fagna allir og gera allt vitlaust og halda að allt sé miklu betra heldur en þegar að foreldrar þeirra voru þarna, en krakkarnir komast svo að því að foreldraleysi er frekar mikill bömmer, og ákveða að gera eitthvað í málum sínum. Þessi mynd er nú ekki eins og Ice Age og Shrek en er samt mjög flott gerð og fyndin mynd sem ég mæli með að allir fari og sjái núna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er hægt að lýsa þessari mynd með fáum orðum. Snilld! algjör snilld, skemmtileg teiknimynd mjög ólík öðrum myndum. Persónurnar eru allt öðruvísi t.d. stærri hausar, mjög skondið - þetta er svona eins og í tölvuleik, flottar asnalegar teikningar einhvernvegin. Góð mynd fyrir fólk á öllum aldri. Ég mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn