Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Jájá...þetta er svosem bara ágætis mynd með ágætisleikurum með nokkuð skemmtilegt plott og maður verður stundum spenntur á köflum
en samt er þetta ekki frábær mynd. Hún fjallar um að það á ekki að messa við suma(þið sjáið bara myndinna,man ekkert hvað hún var um en ég man að hún væri ágætis skemmtun). ég hef ekkert meira að segja nema að þetta sé bara hin sæmilega föstudags mynd.
Þetta mynnir mann óneitanlega á myndina góðu Crhistine eftir Steven Spielberg, þar sem að bílljósin skella óvænt á fórnarlömbunum. Þarna er Páll Labbari í sínu skásta hlutverki á sínum ferli en það er nú bara af því að hann mátti vera svo hræddur allan tímann. Svo þurfti náttúrulega einhvern til að keyra bílinn. Það var greynilegt allan tímann að vörubílstjórinn geðveili var eitthvað reiður og ætlaði að ná fram hefndum. Leikstjórnin er svosem ekki flókin við svona verkefni, mundi ég ímynda mér, en john Dahl sleppur með skrekkinn hvað tilsögn til leikara varðar. Allt hitt er meistara vel gert. Hugmyndin er einföld en hún virkar vel þegar maður sér ekki vonda kallinn í eigin persónu. Endirinn er almennilegur og sígildur. Ég mæli svosem með þessari mynd.
Þessi mynd er alveg frábær að mínu mati !
Hún byrjar með því að Lewis (Paul Walker) er á leiðinni að sækja upp kærustuna sína þegar hann þarf að sækja upp bróðir sinn, Fuller, sem er nýsloppin úr fangelsi.Þeir kaupa sér svona talstöð í bílinn og nota hana til að gera at í flutningabílstjóra. Hann tekur gamninu mjög nærri sér og fyrr en líður er hafin æsispennandi eltinaleikur sem er út um allt fylkið.
Eftirminnileg setning:
Truckdriver: You really should get that fixed !
Lewis: Get what fixed ?!
Truckdriver: That broken taillight!
Þetta er ein af þessum myndum sem ég hafði ekki heyrt neitt um, bara leigði hana með nokkrum vinum mínum í gamni, hélt mjög góðri spennu, alveg ágætis plott. Fínasta skemmtun að mínu mati
Trylllir sem er á sínu striki en verður aldrei nógu spennandi fyrr en á endanum. Fyndin, Steve Zahn er sá eini sem heldur myndinni gangandi. Paul Walker er ekki nógu sannfærandi en Leele Sobieski er góð. Ágætis tryillir sem ætti að koma þér í gott skap.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$23.000.000
Tekjur
$36.642.838
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
2. nóvember 2001