Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hér fer Wahlberg með hlutverk söngvarans Chris sem syngur með coverbandi Steel Dragon. Eftir að bandið sem hann var í hendir honum út úr bandinu fær hann hringingu frá einum meðlima Steel Dragon um að koma til LA í söngprufu fyrir hljómsveitina, hljómsveitin ákveður að taka hann til liðs við sig og gera hann að stjörnu, en frægð og frami eru ekki eins ljúft og Chris ímyndaði sér.
Stórskemmtileg mynd og lífleg, og má segja að hverjum einasta rokkara sem leikur með bandi eigi þann draum um að spila með sinni uppáhaldssveit. Jennifer Aniston kemur vel frá sínu í hlutverki unnustu Chris og er hún afbragðs leikkona.
Tónlistin í myndinni er með eindæmum góð og má benda fólki á að leita uppi hljómsveit söngvarans sem syngur fyrir Wahlberg í myndinni, það er almennilegur barki sá.
Stórgóð skemmtun og einnig dramatísk með ídýfum.
Allir eiga sér drauma. Kannski gengur þú með þann draum í maganum að verða heimsfrægur leikari, dansari, söngvari. Verða frægur og ríkur og leggja heiminn að fótum þér. Það getur gerst ef lukkan er með þér.
Lukkan er með Ripper Owens, ungum töffara sem vinnur á daginn sem lagermaður, en dag einn kemur ótrúlegt tækifæri upp í hendurnar á honum. Hann fær að leysa af einn liðsmann í heví metal grúppunni Judas Priest. Hlutverk hans í grúppunni er heldur ekki neitt slor: hann fær að vera aðalsöngvarinn.
Aðalhlutverkið er höndum ungs manns sem hingað til hefur varla stigið feilspor á ferlinum, sem er reyndar ekki nema örfá ár. Það er enginn annar en Mark Wahlberg, sem sló svo rosalega í gegn í myndinni Boogie Nights. Eitt frægasta atriðið var lokaatriði myndarinnar þegar hann stóð upp við spegilinn og tók út á sér drjólann, og það var heldur enginn venjulegur drjóli. Náði næstum niður á gólf.
Hér er hann kominn í hlutverk heví metal poppara. Með annað stærsta hlutverkið fer Friends-beibið Jennifer Aniston, líka þekkt fyrir að vera gift Brad Pitt. Mark Wahlberg var í einni stærstu mynd sumarsins, Apaplánetunni, og í fyrra var hann í The Perfect Storm með George Clooney, sem er einn af framleiðendum þessarar myndar.
Myndin er góð, enda fór ég á hana í bíó í sal 1, annað en hinir sem skrifuðu um hana fyrir löngu. Handritið er frábært, leikstjóranum datt þessi söguþráður í hug þegar hann heyrðu um einhvern gaur þar sem svipað gerðist fyrir hann. Hún sýnir einfaldlega að maður á að lifa draumnum sínum því we all die young. Hún er í svipuðum dúr og Almost Famus, Rokk, partý, stelpur og tónleikaferðir. En það er meira vit í þessari og mér sýndist það vera sama leikkonan sem lék mömmu hans og sú sem lék í Almost Famus, ekki viss. Myndin er oft mjög fyndin og góður humor í henni og nokkrum sinnum er hún sorgleg og sumir hlutir í henni endurtaka sig. Mark tók þessari áskorun að leika í myndinni því vinir hans sögðu hann ekki geta leikið rokkstjörnu því hann væri rappari en í endin sjást miskök og fleira og maður sér Marky Mark rappa Vel.... c,)
Þessi mynd var fínasta afþreying en ekkert mikið meira en það enda kannski ekkert verið að reyna það. Wahlberg er fínn sem ungi söngvarinn en fer nú samt ekkert á kostum, og Aniston er bara einsog hún er. Sonur Bonhams heitins úr Led Zeppelin leikur trommarann í Steel Dragon og er gaman að því en svo fer Zakk Wylde á kostum sem gítarleikari bandsins (þessi ljóshærði) og fær að segja nokkra góða púnkta, og nær gítarleikur hans og eins sviðsframkoma að fleita bæði tónlist Steel Dragon og framkomu þeirra uppúr meðalmennsku. En já fínasta mynd sem er alveg þess virði að eyða 800 krónum í.
Rock Star fjallar um prentarasölumanninn Chris Cole (Mark Wahlberg) sem lifir algjörlega fyrir rokk. Uppáhaldsbandið hans er þungarokksbandið Steel Dragon. Reyndar heldur hann svo mikið upp á það að hann er aðalsöngvari annars bands sem spilar eingöngu lög eftir Steel Dragon og þau verða að vera nákvæmlega rétt. Félagar hans í bandinu fá á endanum svo mikla leið á þessu að þeir reka hann. En þá fær hann hringingu frá meðlimi Steel Dragon sem býður honum að gerast aðalsöngvari þeirra þar sem þeir eru búnir að reka hinn söngvarann (Jason Flemyng). Hann heldur því með kærustunni sinni Emily (Jennifer Aniston) til Los Angeles og verður umsvifalaust gífurlega vinsæll enda gæddur miklum náttúrulegum hæfileikum. En frægðin og peningarnir hafa sína galla og Chris verður á endanum að ákveða hvað hann vill gera við líf sitt.
Ég ætlaði í fyrstu að gefa þessari mynd þrjár stjörnur en ég ákvað að bíða aðeins með að skrifa þetta. Ástæðan fyrir þremur stjörnunum var sú að ég var ennþá í rokkvímu (þar sem ég álít að rokkið sé besta og merkasta uppfinning síðustu aldar). Eftir að víman fór af mér áttaði ég mig á að þessi mynd hefur marga galla. Í fyrsta lagi þá hefur maður séð þessa sögu ótal sinnum áður: Lúserinn fær drauma sína uppfyllta, draumarnir reynast ekki vera jafn skemmtilegir í alvörunni eins og þeir voru í hausnum á honum, samband hans við stelpuna sem hann er með fer allt í vaskinn og á endanum þarf hann að ákveða hvað hann vill gera við líf sitt. Og maður hefur séð hana vera betur gerða en þetta. Samkvæmt þessari mynd þá er það að vera rokkstjarna mjög einmanalegt starf sem er örugglega að vissu leiti rétt en það er ekki eingöngu það. Þessa mynd skortir dálitla gleði og oft í seinni hlutanum verður hún einfaldlega leiðinleg. En fyrri hlutinn er oft á tíðum mjög fyndinn. Eins og til dæmis þegar Chris hittir átrúnaðargoðið sitt, söngvara Steel Dragon Bobby Beers (Jason Flemyng). Óborganleg sena. Annars eru leikararnir nokkuð mistækir. Mark Wahlberg er allt í lagi en ekkert meira. Hann vantar dálítinn kraft í þetta hlutverk og er ekki nema rétt yfir meðallagi. Jennifer Aniston er oft fín í sínu hlutverki þó að það sé nú ekki mikið áreynsluhlutverk og ekki tekst henni ennþá að losna við skugga Friends. En bretinn Timothy Spall (Secrets & Lies) ber af sem umboðsmaður bandsins. Þreyttur og lífsreyndur rokkari sem hefur í rauninni sóað möguleikum sínum á því að vera hamingjusamur. Spall fer frábærlega með sitt hlutverk.
Ef þið viljið sjá almennilega mynd um kraftaverkið sem er rokk þá skuluð þið sjá Almost Famous. Hún hefur tíu sinnum meira skemmtanagildi en Rock Star og er samt sem áður mynd fyrir hugsandi fólk.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$57.000.000
Tekjur
$19.334.145
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
14. desember 2001