Ég verð bara að segja að þetta er leiðinlegasta mynd sem ég hef nokkurn tímann horft á. Þessi söguþráður er gjörsamlega óendanlega vitlaus og hefur engan tilgang. Lokatriðið í myndi...
The Postman (1997)
"It is 2013. War has crippled the Earth. Technology has been erased. Our only hope is an unlikely hero."
Myndin gerist árið 2013 og mannkynið hefur næstum því útrýmt sjálfu sér.
Bönnuð innan 16 ára
OfbeldiSöguþráður
Myndin gerist árið 2013 og mannkynið hefur næstum því útrýmt sjálfu sér. Eftir stríð sem eyddi ríkisstjórninni og nær öllum íbúum Bandaríkjanna, og hugsanlega öllum íbúum Jarðarinnar, þá reynir fólk eins og það getur að afla sér matar og verjast vopnuðum hópum misyndismanna sem vaða uppi með gripdeildum og ofbeldi. Einn slíkur hópur kallast Holnistar. Þessi hópur er stærri en aðrir og leiðtogi þeirra er Betlehem liðsforingi, en hann hefur sett sér það markmið að stjórna landinu. Hópurinn tekur flæking til fanga, og neyðir hann til að verða hluti af hópnum. Hann strýkur frá hópnum við fyrsta tækifæri og stekkur upp í jeppa með beinagrind í. Beinagrindin er klædd í búning póstburðarmanns og flækingurinn fer í búninginn til að hlýja sér. Hann finnur einnig póstburðarpoka og byrjar að bera gömul bréf út til fólks. Vonin sem hann sér í augum fólksins þegar hann kemur með bréfin breytir áætlunum hans og hann ákveður að hann verði að hjálpa til við að ráða niðurlögum Holnistanna.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur


Verðlaun
Tilnefnd árið 2000 til Razzie verðlauna sem versta mynd áratugarins. Kevin Costner og Myndin sjálf fengu ein af 5 Razzie verðlaunum myndarinnar árið 1998.
Gagnrýni notenda (8)
Þessi mynd er í eigu Keven Costner alveg frá a-z. Hann hefur væntanlega ákveðið að gera þessa til að sýna framá að hann geti alveg gert framtíðarmynd sem hefur dökka framtíð. Eftir...
ARRRRG! Takið nálina af mér! Eina tilvikið sem ég myndi horfa aftur á þessa mynd væri ef það væri vatnslaust og ég gæti ekki þvegið á mér hárið - já eða ef það væri rafmagn...
Þegar ég byrjaði að horfa á þessa mynd þá bjóst ég við einhverjum viðbjóði því að gagnrýnendur höfðu rakkað þessa mynd svo niður, en útkoman var hin ágætasta skemmtun. ...
Sorp af verstu gerð, þó má líta á þetta sem ágætis gamanmynd ef í það fer. A.m.k. hló ég dátt allan tímann sem ræman var á skjánum. Það eina sem er einhvers virði í ræmunni er ...
Einhvern tímann ákvað ég að taka þessa mynd sem gamla spólu sem fylgir þeirri nýju og og hugmyndin hjá okkur félögunum var að taka þá sem við vorum viss um að vera leiðinlegust ever....
Ein af allra leiðinlegustu kvikmyndum sem ég hef augum mínum litið um dagana. Hún er að öllu leyti misheppnuð, handritið lafþunnt, leikurinn hörmung og leikstjórnin afleit. Ég missti mikl...
Ég hef bara séð 2 góðar myndir með Kevin Costner þar að segja The untouchables og JFK en fyrir utan þær hef ég bara séð lélegar myndir með honum. Söguþráðurinn er klúður leikur...



























