Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Bandits 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. desember 2001

Two's Company, Three's A Crime.

123 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 60
/100

Tveir fangar, einn með persónutöfra en annar með sjúklega hræðslu við sjúkdóma, brjótast úr fangelsi og byrja strax að ræna banka. Þeir ræna bankastjórum, og eyða nóttinni með fjölskyldum þeirra, og fara svo með bankastjórunum um morguninn til að ræna bankana. Þeir nota frekar tregan félaga sinn sem ökumann og til að standa vörð, og þeir ná að... Lesa meira

Tveir fangar, einn með persónutöfra en annar með sjúklega hræðslu við sjúkdóma, brjótast úr fangelsi og byrja strax að ræna banka. Þeir ræna bankastjórum, og eyða nóttinni með fjölskyldum þeirra, og fara svo með bankastjórunum um morguninn til að ræna bankana. Þeir nota frekar tregan félaga sinn sem ökumann og til að standa vörð, og þeir ná að framkvæma nokkur rán, og verða þekktir sem The Sleepover Bandits, eða Gisti-ræningjarnir. Allt gengur vel þar til bankastjórarnir átta sig á að ræningjarnir eru ekki ofbeldisfullir og því er engin ógn af þeim. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Virkilega góð mynd. Bruce Willis, Billy Bob Thornton og Cate Blanchett eru virkilega góð og mynda mjög gott teymi. Myndin er vel skrifuð, húmor fínn, leikstjórn ágæt og svo er endirinn mjög góður og skemmtilegur. Fínasta mynd sem ég mæli með að þið sjáið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Barry Levinson hefur gert margar kvikmyndir. Margar þeirra hafa verið frábærar, Good Morning, Vietnam (1987), Rain Man (1988), Wag the Dog (1997) og margar hafa verið mjög lélegar, Toys (1992), Jimmy Hollywood (1994). Það er aldrei hægt að vita hvað maður á von á. Nýjasta myndin hans, Bandits, fellur í hvorugan flokkinn sem ég nefndi hér fyrir ofan, hún er hvorki alslæm né mjög góð. Levinson er hér vopnaður þekktum nöfnum í aðalhlutverkunum, Bruce Willis, Billy Bob Thornton og Cate Blanchett, það er í raun þau sem halda myndinni hans uppi. Söguþráðurinn er frekar þunnur og reynir oft á greind áhorfandans.


Bandits segir sögu tveggja bófa sem hafa báðir lélegar hárkollur, Joe (Bruce Willis) og Terry (Billy Bob Thornton), þeir eru víst farsælustu bankaræningjar í sögu Bandaríkjanna! Joe og Terry kynntust í fangelsi þegar Terry hélt sig vera að fá botnlangakast, eða svo segir Joe. Einn daginn er verið að vinna eitthvað í fangelsinu og stór sement bíll er fyrir utan. Joe notar auðvitað tækifærið og sest undir stýrið á meðan að Terry heldur athygli allra með að tala um hljóðin í hausnum á sér. Þeir ná svo að keyra burt í rólegheitunum. En þeim vantar peninga og það er bara ein leið til þess, ræna banka. Joe á þann draum að opna skemmtistað í Mexíkó og til þess þarf mikinn pening svo þeir fara að skipuleggja banka rán. Terry fær þá hugmynd að fara til bankastjóranna á kvöldin, gista hjá þeim og fara svo með þá(og fjölskyldu þeirra) snemma næsta morgun til að tæma alla peninga úr bankanum. Allt gengur vel þar til að Kate (Cate Blanchett) keyrir óvart á Terry. Kate er leið húsmóðir og finnst það hin fínasta hugmynd að vera gísl hjá “the sleepover banditst” einsog Joe og Terry hafa verið kallaðir í fréttunum. Hún fer að hjálpa þeim í ránunum og endar svo í að eiga í sambandi við fyrst Joe og svo Terry.


Einsog ég sagði áðan halda leikararnir myndinni uppi. Bruce Willis er pottþéttur einsog alltaf. Cate Blachett er mjög góð en Billy Bob er aðalparturinn. Persónan hans er alveg mögnuð. Terry er taugasjúklingur með mjólkurónæmi, suð í eyranu og hefur óstjórnalega fælni við fornhúsgögn(þetta seinasta á reyndar við Billy Bob líka, hann fær taugaáfall þegar hann fer inní hús sem inniheldur fornhúsgögn). Hann á líka heiðurinn af þeim fáu atriðum sem virka vel í myndinni. Ég hló mjög í einu atriðinu, þá var hann og Joe heima hjá fyrsta bankastjóranum. Þeir, bankastjórinn og fjölskylda hans sitja saman yfir kvöldverð, allir að bíða með spennu eftir að kvöldið líði og morguninn kemur. Kona bankastjórans getur ekki haldið tilfinningunum aftur og grætur og grætur á meðan er Terry að reyna að finna út hvað hún setti eiginlega í sósuna, sem er mjög góð(tómatur, börkur af sítrónu og fleira). Þegar hann fattar það loksins gefur hann henni það ráð að setja pínu sykur útí, svona til að taka aðeins súra bragðið.


Þetta er svo sem fín hugmynd að sögu en Levinson getur ekki alveg ákveðið hvernig kvikmynd sagan á að verða. Hann reynir að koma gríni, dramatík, satíra og svo spennu. Hann reynir líka um og of að gera myndina ‘öðruvísi’. Það eru ótal endurhvörf fram og aftur í tímann. Við eigum að hafa vitað endirinn í byrjuninni en svo er reynt að flippa aðeins til og breyta öllu sem við höfum heyrt og séð. Endirinn reynist vera mjög útreiknanlegur þó að Barry hafi hent öllu á skjáinn sem hefði getað sagt okkur annað. Áhorfandinn er kannski aðeins skemmt en gleymir því fljótt því Bandits skilur lítið sem ekkert eftir sér.sbs : 20/06/2002

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er alveg stórkemmtileg mynd,sérstaklega kemur Billy Bob skemmtilega á óvart í henni,ég vissi ekki að hann gæti verið svona skemmtilegur leikari,allavega veit ég það núna.

En plottið í myndinni er mjög gott.

Þessi mynd á alveg skilið að fá 3 stjörnur,ef ekki 3 og 1/2.

Hún missir þessa 1/2 vegna Bruce Willis,hann er ekki eins magnaður og hann hefur verið í fyrri myndum,en endilega kíkið á þessa mynd,ef ég mæli með henni,þá skuluð þið taka hana.

En þessi mynd er með magnaðann söguþráð sem gengur líka upp í endinn á myndinni,það er það sem gerir myndina skemmtilega.

Mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar eg tók Bandits út tækinu.

Hún var frekar sérstök og landregin. byrjunin var góð en þegar lengra var liðið á myndina hundleiddist mér. Bruce willis (die hard myndir,sixth sense,armageddon og fleiri) og billy bob thornton ná vel saman þar sem bruce willis er svali, stóri,sterki gaurinn og billy bob sem er litli nördalegi gaurinn. Ágætis afþreying en ég var sammt sem áður fyrir miklum vonbrigðum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég gerði mér ekki miklar vonir með þessa mynd og fór því með það hugarfar á myndina að reyna að hafa eitthvað gaman af henni.

Eins og svo oft áður í myndum með Bruce Willis, þá er annar leikari en hann sem heldur myndinni uppi og gerir myndina skemmtilega eða áhugaverða(sbr. Whole Nine Yards, Armageddon, 12 Monkeys). Bruce Willis selur manni miðann en annar sér um að skemmta manni. Hér er það Billy Bob Thornton sem fer á kostum, snilldarleikur hans hér varð til þess að hann var tilnefndur sem besti leikarinn í gamanmynd/söngvamynd á Golden Globe verðlaunahátíðinni í janúar 2002. Persónusköpun og túlkun hans er alveg frábær. Hann leikur Terry Lee sem þvælist með í stroki Joe Blake (Bruce Willis) úr fangelsi. Terry er haldinn öllum þeim fóbíum sem til eru, og telur sig haldinn ótrúlegustu sjúkdómum. Saman fara þeir að ræna banka og verða með tímanum vinsælir bankaræningar. Kate Wheeler (Cate Blanchett) slæst fljótlega í hópinn, en hún er á flótta undan leiðinlegu hjónabandi. Ágætis flétta verður úr þessu öllu saman og í endann þegar upp er staðið er hér um þrælskemmtilega afþreyingu að ræða, og þá er það ekki síst Billy Bob Thornton að þakka!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn