Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Solaris 2002

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 21. mars 2003

There are some places man is not ready to go

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 66% Critics
Rotten tomatoes einkunn 59% Audience
The Movies database einkunn 65
/100

Sorgbitni sálfræðingurinn Chris Kelvin, er sendur til að rannsaka einmanalega geimstöð sem er á braut um hina dularfullu plánetu Solaris, en áhafnarmeðlimir geimstöðvarinnar hafa verið að upplifa undarlega hluti - fá gesti og ástvini úr fortíð þeirra, sem geta ekki verið raunverulegir. Þegar Kelvin er kominn um borð þá mætir honum óútskýranlegur kraftur,... Lesa meira

Sorgbitni sálfræðingurinn Chris Kelvin, er sendur til að rannsaka einmanalega geimstöð sem er á braut um hina dularfullu plánetu Solaris, en áhafnarmeðlimir geimstöðvarinnar hafa verið að upplifa undarlega hluti - fá gesti og ástvini úr fortíð þeirra, sem geta ekki verið raunverulegir. Þegar Kelvin er kominn um borð þá mætir honum óútskýranlegur kraftur, sem gæti verið svarið við dýpstu draumum mannkyns og myrkustu martröðum. ... minna

Aðalleikarar


Ég fékk þessa mynd í láni og ég vissi ekkert hvernig hún yrði, aftan á hulstrinu stóð eitt af bestu vísindaskáldsskaps myndum ársins 2002. Ég skil ekki hvernig eitthver gæti sagt að þetta væri besta vísindaskáldsskaps mynd ársins 2002. Þessi mynd fjallar um mann sem er sálfræðingur og heitir Chris Kelvin(George Clooney) og er beðinn um að koma í geimstöð sem er fyrir utan plánetuna Solaris. Þegar hann vaknar á morgnanna þá er kærastan hans þar alltaf þótt að hann kom ekki með henni, svo fer hún einn daginn og svo um morgunnin þá er hún þarna aftur. Ég hætti meira segja að horfa á þessa mynd eftir svona hálftíma útaf því að hún var svo leiðinleg, aðalhlutverk eru: George Clooney(Ocean's Eleven) og Natascha McElhone(The Truman Show). Ég ráðlegg ykkur að sjá þessa mynd ekki, og ég skil ekki af hverju hún er með 6.4 í einkunn inná www.imdb.com, ég gef þessari mynd enga stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er örrugglega einn af þeim fáu sem virkilega líkar við þessa mynd. Þetta er góð vísindaskáldssaga en er reyndar meiri ástarsaga en virkar það bæði mjög vel. Mikið er um óskiljanlegar aðstæður og sðurningin hvað kemur oft fyrir í kollinum en það gerði myndina bara áhugaverðari. Hún var alls ekki langdregin. Fer líklega eftir fólki hvað það finnst um það. Mér fannst þessi mynd líkjast 2001 space odissey en hún er jafn góð því hún er alls ekki eins langdregin eins og 2001. Hún er nærrum jafn áhugaverð og 2001. Meira ekki hægt að segja. Þetta er mjög góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef ekki gert áður kvikmyndgagnrýni áður , en við þessa mynd varð ég að skrifa!

Ég frétti að þessi mynd hafi fengið góða dóma og væri þess verðug að sjá. En ég hef aldrei af öllum þeim kvikmyndum sem ég hef nennt að sjá séð aðra eins leiðinlega mynd. Ég hálfpíndi mig í gegnum hana og hélt að það kæmi einhver botn í þetta en ekkert gerðist! Ég mæli sko alls ekki með þessari mynd , horfið frekar á Ernest myndirnar , það væri eitthvað betra!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin segir frá Chris Kelvin (George Clooney) sem er sálfræðingur einhvern tímann í okkar nánustu framtíð. Chris er hálf niðurbrotinn maður eftir að þunglynd eiginkona hans, Rheya (Natascha McElhone) hafði framið sjálfsmorð. Stuttu síðar fær hann boð frá stjórnvöldum um að koma til geimstöðvarinnar sem svífur yfir plánetunni Solaris en þar hafa mjög undarlegir og dularfullir atburðir átt sér stað. Chris kemst að því að einungis tveir áhafnarmeðlimir eru ennþá á lífi, hinn taugaveiklaði Snow (Jeremy Davies) og hin ákveðna Dr. Helen Gordon (Viola Davis). Chris reynir að fá út úr þeim hvað hefur verið að gerast þarna en fær fá svör. Fyrstu nótt sína í geimstöðinni vaknar hann upp við það að hin látna eiginkona hans sefur við hliðina á honum. Hvernig komst hún þangað? Er hún tilbúningur plánetunnar? Og ef svo er, hvað vill plánetan eiginlega? Þrátt fyrir að Chris geri sér grein fyrir því að Rheya er ekki raunveruleg þá ber hann samt sömu tilfinningar til hennar eftir sem áður og einsetur sér að reyna að bjarga henni og koma henni aftur til Jarðar, í mikilli óþökk Gordon.

Það er engin spurning að Solaris er mjög metnaðarfull mynd. Sagan sjálf veltir upp mörgum spurningum um eðli mannsins og einnig lítur myndin mjög vel út og plánetan sjálf Solaris er magnþrungin. Verst að myndin skyldi einnig þurfa að vera svo hrútleiðinleg að ég hef sjaldan orðið vitni að öðru eins.

Það gerist eiginlega ekkert og það litla sem gerist hefði getað verið áhugavert ef að Soderbergh og félagar hefðu nennt að fylgja því eitthvað eftir. Í staðinn eru þær áhugaverðu hugmyndir sem annars eru til staðar í sögunni látnar hanga í lausu lofti og áhorfendur hálfpartinn dregnir á asnaeyrunum að niðurstöðu sem er frekar fyrisjáanleg. Svona dót var gert svo miklu miklu betur í meistaraverkinu 2001: A Space Odyssey. Hérna er þetta bara ekki að virka.

Af leikurunum er George Clooney sá eini sem tekst að halda haus í gegnum þetta. Leikur hans er með miklum ágætum og leitt að myndin sé jafn slök og hún er. McElhone gerir það sem hún getur en getur í rauninni lítið gert með frekar óskiljanlegan og illþolandi karakter. Jeremy Davies verður ansi pirrandi til lengdar með sína taugaveiklunartakta og persónan Gordon er bara enn ein stereótýpan fyrir svarta leikkonu að leika.

Soderbergh finnst mér vera afar mistækur leikstjóri. Hann hefur gert mjög góðar myndir eins og Traffic og Out of Sight, skítsæmilegar myndir eins og Erin Brockovich og Ocean's Eleven og síðan niður í hreint afleitar myndir eins og Solaris. Í rauninni er það mjög leitt að hún skuli vera svona slæm af því að hugmyndirnar sem koma fram í henni eru fínar og áhugaverðar en þetta er einfaldlega gjörsamlega líflaust batterí.

Það hefði verið forvitnilegt að sjá hvað orkuboltinn James Cameron hefði getað gert við myndina ef að hann hefði leikstýrt henni í stað þess að framleiða. Það hefði þá kannski verið örlítill lífsneisti með henni.

Þrátt fyrir þetta langar mig talsvert til þess að sjá upprunalegu myndina frá 1972. En forðist þessa útgáfu, hún er afleit.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sálfræðistúdía í útgeimi

Í Solaris er að finna geimfara, geimflaug, geimstöð og ókunna plánetu. Það væri því auðvelt að álykta að um geimmynd eða vísindaskáldskap væri að ræða. Svo er ekki. Hér er á ferðinni sálfræðistúdía. Mynd um ást, missi og hversu langt við erum reiðubúin að ganga til að endurheimta hamingjuna. Hvort við séum reiðubúin að lifa lífinu í lygi til að fanga hamingjuna á ný, sleppa við sorgina.

Solaris gerir kröfur til áhorfenda um að velta fyrir sér nokkrum spurningum um líf sitt og langanir. Fari menn að sjá hana með það fyrir augum er hún gefandi og veldur vangaveltum löngu eftir að gengið er út úr bíósalnum. Solaris er engan veginn fyrir alla. Ég sá tvo menn labba út á sýningunni sem ég var á. Ég varð ekki var við að þeir kæmu aftur inn.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

07.04.2020

Nýrri kvikmynd Baltasars frestað: „Það þýðir ekkert að tuða um þetta“

„Þegar við heyrum af eldgosum og veirum, þá erum við minnt á að við búum á stað sem kallast Jörð, sem er stærri og öflugri en við öll. Stundum eigum við til að gleyma þessu. Við teljum vírusa og fleira sl...

19.01.2017

Vildi sleppa sterkum persónum lausum

Kvikmyndin Rökkur, verður heimsfrumsýnd þann 4. febrúar næstkomandi á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð, eins og við sögðum frá hér á Kvikmyndir.is á dögunum. Rökkur er dramatískur sálfræðiþriller með hrollvekjandi ívafi og ein fyrsta ís...

10.04.2005

Clooney & Soderbergh enn og aftur

George Clooney og Steven Soderbergh hafa ákveðið að snúa bökum saman í fimmta sinn við myndina THE GOOD GERMAN. Clooney mun þar leika á móti Cate Blanchett og segir myndin frá blaðakonu sem stödd er í Þýskalandi rétt ef...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn