Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Bowling for Columbine 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. apríl 2003

Is America a nation of gun nuts? Or just nuts?

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 72
/100
Vann Óskarsverðlaunin sem besta heimildamynd í fullri lengd.

Bandaríkin eru þekkt fyrir það hve margir láta lífið af völdum skotvopna, miðað við það að vera vestræn þjóð sem ekki stendur í borgarastríði. Michael Moore fjallar á sinn húmoríska hátt um ræturnar að þessu blóðbaði. Hann kemst að því að auðvelt aðgengi, ofbeldisfull saga, ofbeldisfullt afþreyingarefni og jafnvel fátækt, nægja ekki til að... Lesa meira

Bandaríkin eru þekkt fyrir það hve margir láta lífið af völdum skotvopna, miðað við það að vera vestræn þjóð sem ekki stendur í borgarastríði. Michael Moore fjallar á sinn húmoríska hátt um ræturnar að þessu blóðbaði. Hann kemst að því að auðvelt aðgengi, ofbeldisfull saga, ofbeldisfullt afþreyingarefni og jafnvel fátækt, nægja ekki til að skýra þetta ofbeldi þegar aðrir menningarheimar sem búa við það sama, beita ekki jafnmiklu ofbeldi. Moore rannsakar málið og kafar djúpt til að leita svara. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Kraftmikil og áhrifarík mynd frá Michael Moore, sem færði okkur Fahrenheit 9/11. Mynd sem ætti að höfða til alls fólks sem hefur áhuga á hvað er að gerast í heiminum í dag. Michael Moore sýnir á mjög áhugaverðan og raunsæis hátt hversu brjáluð þjóð Bandaríkin er(Hversu klikkað er það ef við gætum fengið byssu í bankanum okkar og byssukúlur í 10-11?) og fer í gegnum atburði sem að settu svip sinn á Bandarísku þjóðina, eins og fjöldamorðin í Columbine Háskólanum þar sem 13 manns voru drepnir. Ógleymanleg mynd sem allir ættu að sjá. Og pottþétt með bestu heimildarmyndum sem hafa verið gerðar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Michael Moore er hérna mættur með enn eina heimildarmyndina og í þetta sinn tekur hann fyrir byssueign Bandaríkjamanna. Eins og allir vita þá eiga BNA menn fleiri byssur en nokkur önnur þjóð, til að mynda þá eru fleiri byssu í almanna eign en eru til í allri Evrópu og þá á eftir að telja upp skotvopnin sem að her og lögregla eiga. Þó svo að mörgum finnist það galli að kanar eigi svona mikið af vopnum þá er enginn sem að getur bannað þeim það því það er okkar réttur samkvæmt stjórnarskránni, en þar kemur skýrt fram að allir Bandaríkjamenn hafi rétt til að eiga og bera skotvopn sér til verndar. Það eru að vísu kannski aðeins of mörg morð framin í BNA en svona er lífið. Ég tek undir fyrir Michael Moore fyrir að taka þá áhættu sem að hann tekur því að hann er að miklu leyti að stofna lífi sínu í hættu með þessu. Bowling For Columbine er afar góð heimildarmynd og sýnir vel hve byssur hafa haft mikil áhrif á kanann en það gerir hann ekkert heimskan því að þeir hafa alist upp við byssur allt frá því að Bandaríkin voru stofnuð 1789. Ég á sjálfur 3 skammbyssur og er stoltur af því safni. Bowling For Columbine er eins og ég sagði mjög góð heimildarmynd og ég mæli alveg með henni en ekki ef það er ein leið fyrir fólk að auka hatur á okkur könum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bowling for Columbine er hreinasta snilld, þetta er heimildarmynd eftir Michael Moore eins og flestir vita. Þessi mynd var eiginlega fyrsta heimildarmynd eftir hann sem sló rækilega í gegn, hún fjallar um byssueignir í Bandaríkjunum. Í byrjun myndarinnar sýnir hann að ef maður býr til reikning inná einum banka í Norður Dakóta þá fær maður fría byssu. Mjög klikkað hjá þessu fólki að gefa hverjum sem er fría byssu ef þeir gera reikning inná bankanum þeirra. Svo var sýnt hvað voru drepnir árlega í Kanada með byssum, það voru rúmlega 60 á ári, en í Bandaríkjunum voru það rúmlega 11.000 á ári. Svo var sagt eina sögu um það að 6 ára strákur fann byssu hjá frænda sínum sem var að passa hann meðan mamma stráksins var í vinnuni. 6 ára gamli strákurinn tók þessa byssu í skólann og skaut 6 ára stelpu. Þetta er yngsti byssumorðinginn í sögu Bandaríkjana. Þessi mynd sýnir hvað Bandaríkjamenn eru heimskir, í sumum búðum eru seldar byssur þannig hver sem er gæti farið út í búð, keypt sér byssu og skotið einhvern. Ég þessari umfjöllun þrjár og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er örugglega besta heimildarmynd sem hefur verið gerð!! Micheal Moore er ótrúlega fyndinn í þessari mynd um vopnaburp kana. Eins og þið vitið er Micheal á móti amerísku ríkisstjórninni og öðrum amerískum stórfyrirtækjum. Í myndinni kom teiknimynd sem er frá gaurunum sem gerðu South Park sem var frekar fyndinn. Ef þið hafið áhuga á hemildarmyndum verðið þið að horfa á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ótrúlega góð grín og heimildamynd eftir Michael Moore. Hún fékk Óskarinn og fjallar um hvað ameríkanar nota mikið af byssum,hvað kvikmyndir hafa áhrif á lítil börn og margt fleira. Algjört meistaraverk og Moore talaði meðal annars við þungarokkarann Marylin Manson og fékk teiknimyndaklippu frá gaurunum sem gerðu South Park.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn