Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Village 2004

Frumsýnd: 6. ágúst 2004

Run. The truce is ending.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 44% Critics
The Movies database einkunn 44
/100

Í rólegu, einangruðu þorpi í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum, hafa þorpsbúar og verur sem búa í skóginum í kring, gert með sér samkomulag sem snýst um að þorpsbúar fara ekki inn í skóginn, og á móti þá fara verurnar ekki inn í bæinn. Samningurinn er haldinn í heiðri í mörg ár, en þegar Lucius Hunt sækir sér sjúkragögn til bæja hinum megin... Lesa meira

Í rólegu, einangruðu þorpi í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum, hafa þorpsbúar og verur sem búa í skóginum í kring, gert með sér samkomulag sem snýst um að þorpsbúar fara ekki inn í skóginn, og á móti þá fara verurnar ekki inn í bæinn. Samningurinn er haldinn í heiðri í mörg ár, en þegar Lucius Hunt sækir sér sjúkragögn til bæja hinum megin við skóginn, þá reynir á samkomulagið. Hræ af dýrum sem er búið að flá skinnið af, byrja að birtast í þorpinu, sem verður til þess að öldungar þorpsins fara að óttast um öryggi þorpsins, um samninginn, og ýmislegt annað.... minna

Aðalleikarar


Ég er mikill aðdáandi M. Night Shyamalan. Og fannst Sixth Sense og Signs með bestu myndum síðustu ára. En Unbreakable var undantekning þar. Fannst hún ekkert spes. En ég átti aldrei von á því að hann næði að toppa Unbreakable hvað varðar hræðilega mynd. Ég skil ekki hvað fólk sér í þessari mynd. Getur vel verið að það sé eitthvað plott við söguna sem ég er að missa af eða kannski hún sé flott gerð eða whatever, en ég var engann veginn að fíla þessa ræmu. Fannst hún svo innantóm, ekkert athyglisvert að gerast og bara heildarmyndin virkaði engan veginn. Þannig ég ráðlegg ykkur að halda ykkur frá henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessari mynd er líst sem spennumynd/hrollvekja....hmmmm....ég hef greinilega misst af einhverju þegar ég sá þessa mynd!!! Því þarna er sko engin hrollvekja eða spennumynd á ferð!!! Það einfaldlega gerist bara ekki neitt í þessari mynd nema fólk að tala saman.....einfaldlega leiðinlegasta mynd sem ég hef séð!! Ekkert sem heldur manni við efnið, ekki neitt því ekkert er að gerast!! Ef þú átt í erfiðleikum með svefn þá mæli ég með myndinni því þú sofnar úr leiðindum!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

M.Night Shyamalan er einn af betri leikstjórum nútímans Sixth sense og Unbreakable voru mjög góðar og Signs einnig góð en þó aðeins síðri enhinar tvær.

Villiage er virkilega vanmetin kvikmynd sem er skrítið því að spennan var mikil,leikurinn mjög góðurog mjög góð leikstjórn og endirinn var frábær.

Árið 2004 var mjög slappt kvikmynda ár eða allar góðu myndirnar komu hingað út í ár en þetta ár 2005 er mikið betra allavega er það mín skoðun.

Village er svo sannarlega ein besta mynd seinasta árs.

Fólk í smábæ um 1800 er virkilega hrætt við eitthvað í skóginum.

Ekki má neitt meira segja um söguþráðinn án þess að spilla.

Leikararnir voru frábærir þá má helst nefna Bryce Dallas Howard,Joaquin Phoenix og

Adrian brody í aðalhlutverkum.

Vanmetin en góð mynd sem ég get svo sannarlega mælt með.

Bíðum spennt eftir næstu mynd Shyamalans.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi kvikmynd er ein af leiðinlegustu myndum sem ég hef nokkur tíman séð , skil ekki hvernig það er hægt að gera svona óspennandi mynd og kalla hana svo hryllingsmynd!!!

Var búin að hlakka lengi til að sjá hana en hefði alveg eins getað sleppt því.

Skrifa ekki meira að sinni

Birgitta
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er að mínu mati lélegasta mynd eftir M. Night Shyamalan þótt ég hef bara séð tvær og það voru Signs og The Village. Það er ótrúlegt hvað hann getur gert mjög ólýkar myndir en samt í sama flokk eða draugaþriller þá er ég að meina með atriðum sem gerir mann hræddann eða mjög spenntan. Myndir hans eru mjög líkar myndinni The Others sem var mjög góð. Eins og ég sagði að það væri ótrúlegt hvað hann getur gert mismunandi myndir í sama flokk, The Sixth Sense(sálfræðiþriller), Signs(geimverumynd) og The Village gerist 1800 og eitthvað með Amish fólki. Það góða við Signs er að hún er allt öðruvísi geimverumynd, í flestum geimverumyndum þá sést altaf í geimverurnar eins og í Mars Attack og fleirum. En í Signs þá sést varla í geimverurnar það sést tvisvar í þær minnir mig og það sést samt oft í skuggan á þeim. Það er það sem gerir Signs góða og svona draugalega að maður sér ekki í geimverurnar en maður veit að þær eru þarna og maður sér bara í skuggan, það er það sem gerir mann spenntan og stundum hræddann. Gallinn við The Village er að það er alltof mikill skortur á draugalegum atriðum sem gerir mann hræddann, það var eitt atriði sem átti að gera mann hræddann snemma í myndinni en það tókst ekki vel á mig. Ég er ekki að segja að ég er að monta mig því að ég varð ekki hræddur á því atriði heldur varð ég fyrir miklum vonbrigðum útaf því að ég varð ekki hræddur(ég er mikið fyrir myndir sem eru með draugalegum atriðum. Þá er ég ekki að meina hryllings myndir með bregðu atriðum heldur draugalegum myndum eins og The Others og Signs og fleiri. Þessi mynd fjallr um fólk sem á heima á smábær sem bara 150 eiga heima á, og þessi bær er umkryngdur skógi sem má ekki fara inní annars koma skrýmsli og drepa mann. Það var gerður samningur fyrir löngu að enginn í bænum færi inní skógin og þá koma skrýmslin ekki í bæinn. ATH ég mun núna segja mikið af stórum punktum úr myndinni þannig að þeir sem hafa ekki séð þessa mynd og ætla að sjá hana HÆTTIÐI AÐ LESA NÚNA!! Annar gallinn við myndina er að hún er langdregin á pörtum inni á milli stóru atriðanna, þá er ég að tala um á milli atriðsins þegar skrýmslið var næstum því búið að komast inní húsið og rétt áður en að Ivy fer út í skóginn. Þá er ég ekki að segja að hún sé langdregin alla sá tíma á milli þessa atriða heldur á milli þessa atriða er hún langdregin á pörtum. Hún er líka mjög óvænt(þá er ekki að segja að það sé galli við hana að hún er óvænt) eins og þegar maður sá að skrýmslin voru ekki til í alvöru og þegar maður sá að hann Noah var í skrýmslabúningnum í skóginum, og þegar maður fattaði að þetta var árið 2004 allan tíman og afi þeirra keypri bara stóran garð fyrir löngu síðan. Aðalhlutverk eru: Bryce Dallas Howard(How The Grinch Stole Christmas), Joaqiun Phoenix(Gladiator), Adrien Brody(The Pianist) og Sigourney Weaver(Aliens), ég gef þessari mynd tvær og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.02.2023

Hin endanlega fórn

Samkynhneigt par og ættleidd dóttir þeirra eru í fríi í bústað. Fjórir vopnaðir einstaklingar ráðast inn í bústaðinn og taka fjölskylduna í gíslingu og fyrirskipa henni að fremja óhugsandi verknað, annars v...

19.11.2005

Fjórða 'hryllingsmyndin...'

Það er ótakmarkað hvað Weinstein-bræðurnir hjá Miramax fjárfesta í, en búið er að staðfesta framleiðslu á fjórðu Scary Movie myndinni. Búið er að nefna að myndin muni hræra eitthvað mikið í The Village og ver...

03.10.2015

McAvoy inn fyrir Phoenix í M. Night mynd

X-men leikarinn James McAvoy hefur tekið við hlutverki sem Joaquin Phoenix ætlaði upphaflega að leika í næstu mynd leikstjórans M. Night Shyamalan. Phoenix og Shyamalan höfðu ætlað sér að endurnýja kynnin, en þeir ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn