Náðu í appið
The Meaning of Life

The Meaning of Life (1983)

Monty Python's The Meaning of Life

1 klst 47 mín1983

Afhverju erum við hér á Jörðu, til hvers er þetta allt saman? Monty Python hópurinn reynir að svara mikilvægustu spurningunni sem mannfólkið spyr sig í...

Rotten Tomatoes86%
Metacritic72
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára

Hvar má horfa

Söguþráður

Afhverju erum við hér á Jörðu, til hvers er þetta allt saman? Monty Python hópurinn reynir að svara mikilvægustu spurningunni sem mannfólkið spyr sig í sífellu: hver er tilgangur lífsins? Hópurinn geri það með því að kanna hin ýmsu stig lífsins, og byrjar á fæðingunni. Læknirinn virðist meira upptekinn af tækjunum sínum en að taka á móti barninu eða annast móðurina. Rómversk kaþólsk hjón eiga fullt af börnum af því að "hver einasta sæðisfruma er heilög". Í kennsluhorninu, þá eru kaþólskir skólastrákar í dálítið sérstakri helgiathöfn og sömuleiðis fá óvenjulega kynfræðslu. Í stríðinu þá er árás hershöfðingjans trufluð þegar undirmenn hans vilja halda upp á afmælið hans, og fótur er bitinn af foringja af að því er virðist af afrísku tígrisdýri. Miðaldra hjón panta umræðuefnið "heimspeki" á veitingahúsi, og stuttu síðar hefst líffæragjöf, nema að líffæragjafinn er enn á lífi! Ævikvöldið er á veitingahúsi, þar sem óheyrilega feitur maður er að borða. Hann borðar nær endalaust, en ælir þess á milli í fötu og út um allt. Sláttumaðurinn slyngi, dauðinn sjálfur, er svo við lok myndarinnar að ná í fólk, og fólkið er mjög áhugasamt um þennan undarlega mann. En lífið hættir ekki þarna, nú er haldið til himna þar sem eru alltaf jól.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Celandine FilmsGB
The Monty Python PartnershipGB

Gagnrýni notenda (1)

★★★★★

Þetta er snilldar mynd sem er um ja allt nema tilgang lífsins. hún er algjört bull en mjög góð. hún fjallar nú ekki um neitt sérstakt og eru margir þættir lífs svo sem fæðing, dauði og...