The Meaning of Life
1983
(Monty Python's The Meaning of Life)
107 MÍNEnska
86% Critics 72
/100 Afhverju erum við hér á Jörðu, til hvers er þetta allt saman? Monty Python hópurinn reynir að svara mikilvægustu spurningunni sem mannfólkið spyr sig í sífellu: hver er tilgangur lífsins? Hópurinn geri það með því að kanna hin ýmsu stig lífsins, og byrjar á fæðingunni. Læknirinn virðist meira upptekinn af tækjunum sínum en að taka á móti barninu... Lesa meira
Afhverju erum við hér á Jörðu, til hvers er þetta allt saman? Monty Python hópurinn reynir að svara mikilvægustu spurningunni sem mannfólkið spyr sig í sífellu: hver er tilgangur lífsins? Hópurinn geri það með því að kanna hin ýmsu stig lífsins, og byrjar á fæðingunni. Læknirinn virðist meira upptekinn af tækjunum sínum en að taka á móti barninu eða annast móðurina. Rómversk kaþólsk hjón eiga fullt af börnum af því að "hver einasta sæðisfruma er heilög". Í kennsluhorninu, þá eru kaþólskir skólastrákar í dálítið sérstakri helgiathöfn og sömuleiðis fá óvenjulega kynfræðslu. Í stríðinu þá er árás hershöfðingjans trufluð þegar undirmenn hans vilja halda upp á afmælið hans, og fótur er bitinn af foringja af að því er virðist af afrísku tígrisdýri. Miðaldra hjón panta umræðuefnið "heimspeki" á veitingahúsi, og stuttu síðar hefst líffæragjöf, nema að líffæragjafinn er enn á lífi! Ævikvöldið er á veitingahúsi, þar sem óheyrilega feitur maður er að borða. Hann borðar nær endalaust, en ælir þess á milli í fötu og út um allt. Sláttumaðurinn slyngi, dauðinn sjálfur, er svo við lok myndarinnar að ná í fólk, og fólkið er mjög áhugasamt um þennan undarlega mann. En lífið hættir ekki þarna, nú er haldið til himna þar sem eru alltaf jól. ... minna