Náðu í appið
Monty Python and the Holy Grail

Monty Python and the Holy Grail (1974)

"You can do worse than see it. / And now! At Last! Another film completely different from some of the other films which aren't quite the same as this one is."

1 klst 31 mín1974

Myndin byrjar með því að Arthúr Bretakonungur er að leita sér að riddurum til að vera við hringborð sitt í kastalanum Camelot.

Rotten Tomatoes92%
Metacritic91
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Söguþráður

Myndin byrjar með því að Arthúr Bretakonungur er að leita sér að riddurum til að vera við hringborð sitt í kastalanum Camelot. Hann finnur ýmsa riddara, svo sem Sir Galahad hinn göfuglynda, Sir Lancelot hinn hugrakka, hinn hljóðláta Sir Bedevere, og Sir Robin hinn-ekki-eins-hugrakki-og-Lancelot. Þeir ferðast ekki á hestum, heldur þykjast gera það og láta þjóna sína lemja saman kókóshnetum til að búa til hljóð eins og þeir væru á hestum. Í gegnum háðsádeilur á ýmsa sögulega viðburði ( nornaveiðar, svarti dauði ) þá finna þeir Camolot, en eftir stuttan söng og dans, þá ákveða þeir að þeim langi alls ekki að fara þangað. Þegar þeir eru á leiðinni í burtu kemur Guð ( sem virðist vera í frekar fúlu skapi ) til þeirra úr skýjunum og segir þeim að fara að leita að hinu heilaga grali. Þeir taka vel í þetta og byrja að leita. Á ferð sinni þá hitta þeir margskonar áhugavert fólk og riddara. Flestar persónurnar deyja, sumar af völdum morðóðra kanínu ( sem þeim tekst að sigra með heilagri handsprengju ) og aðrir deyja þegar þeim tekst ekki að svara spurningu réttri sem riddari við dauðabrúna leggur fyrir þá, eða deyja á annan fáránlegan hátt. Í lokin þá eru aðeins Arthúr konungur og Sir Bedevere eftir og þeir koma að Arrrghhh kastala þar sem heilaga gralið er. Þar hitta þeir franska hermenn sem komu við sögu fyrr í myndinni, og komast því ekki inn í kastalann.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Python (Monty) PicturesGB
Michael White ProductionsGB
National Film Trustee CompanyGB

Gagnrýni notenda (17)

Þessi mynd er algjör snilld og eg gæti horft á hana hundrað sinnum og ekki orðið leiður á heni brandarar Terry Gillian og Terry Jones eru hreinn snilld John Cleese er snillingur.....SNILLD AL...

Þvílík mynd algjör SNILLD S-N-I-L-L-D. Þetta er fyndnasta mynd sem ég hef séð. Jhon Clesee er snillingur eins og allir hinir .Ef einhverjum finnst hún ekki góð þá er hann eitthvað skrí...

★★★★★

Maður horfir á Monty Phyton and the Holy Grail og er hlæjandi að henni í langan tíma þar á eftir.Og síðan þegar maður horfir á hana aftur þá er hún alveg jafn fyndin og maður hlær ja...

Ætla ekki að segja meira en að þetta er fyndnasta monthy python myndin og þar af leiðandi skemtilegasta mynd EVER.

★★★★★

Hrein og bein SNILLD út í gegn!!! Þetta er án efa einhver fyndnasta mynd sem gerð hefur verið og að mínu mati besta mynd Python gengisins. Sumir líta á hana sem ádeilu að einhverju tagi en...

Klassísk gamanmynd, svo Bresk að maður umbreytist í Breta. Svarti húmorinn og brjálæðið í myndinni er æðislegt. Monty Pithonarnir hætta nú aldrei. Graham Chapman (látinn) er frábær...

★★★★★

Frábær mynd í alla staði Þó að ég sé stór aðdáandi Monty Python og hafi séð flest sem hægt er að sjá með þeim þá er alltaf hægt að horfa á meistaraverkin aftur (Holy Grail o...

Bara snilld og algjört rugl. Það er skylda að horfa á þessa mynd! Come over here! I´ll gnaw your legs off!!

Þessi er alveg hriiiiiikalega fyndin, algjört möst!!! endirinn mjög svo öðruvísi, ég hélt að það væri einhver galli í spólunni.. og varð að spyrja aðra hvort hún endaði virkilega s...

Hreint og beint besta Monty Python myndin og einnig á topp tíu listanum mínum yfir bestu grínmyndirnar. Ef þú ert ekki búinn að sjá hana farðu beint út á leigu og sjáðu þessa einstöku ...

Ég er búin að horfa á Monty Python frá því að ég var smá strákur, eða frá því að ég sá Meaning of Life og The Flying Circus. The Holy Grail er langtum besta myndin sem þeir hafa ger...

★★★★★

Þvílík snilld sem þessi mynd er. Persónurnar eru frábærar og þá sérstaklega hinn ósigrandi svarti riddari. Ef þú vilt fá mynd sem er allgjörlega útúrsýrð og ótrúlega fyndin þá e...

Samsuða af hálfvitaskap sem að ætti að koma öllum í gott skap. Þetta er alveg ótrúlega fyndin mynd. Endaatriðið er mér ennþá í fersku minni enda endaði hún svo snögglega að maður ...