Náðu í appið
119
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Poltergeist 1982

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

It knows what scares you.

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 79
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist, tæknibrellur og hljóðbrellur.

Ung fjölskylda lifir venjulegu lífi í venjulegu hverfi þegar yngsta dóttirin í Freeling fjölskyldunni, Carol Anne, fer að tengjast við yfirnáttúruleg öfl í gegnum ótengda rás í sjónvarpinu. Ekki líður á löngu þar til þessi öfl berast inn í húsið og fara að færa til hluti. Í fyrstu virðast þessir draugar ekki vera óvinveittir, og leika ýmis brögð... Lesa meira

Ung fjölskylda lifir venjulegu lífi í venjulegu hverfi þegar yngsta dóttirin í Freeling fjölskyldunni, Carol Anne, fer að tengjast við yfirnáttúruleg öfl í gegnum ótengda rás í sjónvarpinu. Ekki líður á löngu þar til þessi öfl berast inn í húsið og fara að færa til hluti. Í fyrstu virðast þessir draugar ekki vera óvinveittir, og leika ýmis brögð sem fjölskyldan hefur jafnvel gaman af. En hlutirnir taka aðra og ógnvænlegri stefnu þegar reið tré og morðóðar dúkkur fara að gera fjölskyldunni lífið leitt, og að lokum er Carol Anne rænt, og hún hverfur inn í fataskápinn í herberginu sínu, sem virðist vera inngangurinn inn í myrkraveröld. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Ærsladraugar og óhugnaður
Poltergeist segir frá Freeling fjölskyldunni sem uppgvötar eitthvað yfirnáttúrulegt og óhreint á heimilinu. Yngsta barnið af þremur sogast inn í aðra vídd og foreldrarnir(Jobeth Williams og Craig T. Nelson) leita hjálpar hjá sérfræðingum. Virkilega óhugnaleg mynd og ekki er laust við að manni bregður(þeir sem hafa séð myndina vita hvað ég á við með: "Trúður"....hah!). Tæknibrellurnar eru mjög góðar miðað við aldurinn á myndinni og endirinn er ekki bara fullnægjandi heldur líka það óhugnalegasta við myndina. Poltergeist hrapar þó aðeins í gæðum vegna leiksins sem er verður að segjast ekki nógu góður. Persónurnar eru virkilega þunnar og engin þeirra náði neitt til mín. Hvort það er handritinu að kenna eða margföldum miscast er ekki auðvelt að sjá. Poltergeist fær frá mér 7/10 í einkunn fyrir að nýta sér mátt sinn til fullnustu en meira fær hún ekki út af áðurnefndum galla. En ef þú vilt láta hræða þig tékkaðu þá á þessari.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Poltergeist segir frá fimm manna fjölskyldu sem er býsna venjuleg,pabbinn Steve er fasteignasali,Diane er venjuleg húsmóðir,þau eiga búa í fallegu hverfi í ónefndum bæ ásamt þremur börnum en það sem er ekki svo venjulegt er að yngsta stelpan(mjög vel leikn af hinni krúttlegu Heather O´Rourke)hefur samband við ærsladrauga sem í fyrstu eru óskaðlegir og skemmtilegir færa húsgögn ofl. en svo eitt óveðurskvöld......

þið verðið horfa á hana ef þið viljið vita hvað gerist en varúð eitt atriði er svo viðurstyggilegt og það er óstæðan að ég er grænmetisæta.

Reyndar er ekki hægt að flokka poltergeist sem hrollvekju,spennumynd né ævintýri því að fyrsta klukkutímann(jafnvel lengur)er hún spennandi fjölskylduvænt ævintýri minnir svolítið á E.T(enda framleidd af Steven Speilberg)en svo breytist hún ógeðslega hryllingsmynd seinasta hlutann.

Myndin var góð fyrri hlutann en mér fannst hún versna mikið þegar hún breytist í miðurgeðslega hryllingsmynd.

Leikstjórn er bara fín en ekki meira en það,handritið hefði mátt lagfæra aðeins og bara mátt sleppa að gera hana að hryllingsmynd þarna í endann(eða þá gera það ekki eins ógeðslegt),leikurinn er ekki sérstaklega góður nema þá stendur Heather

O´Rourke sig frábærlega sérstaklega miðað við aldur.Poltergeist var nokkuð scary líka fyrsta tímann án þess að vera hræðileg og ofspennandi en enn og aftur þá fannst mér bara þetta hryllingsdæmi alls ekki virka.

Tæknibrellurnar eru heldur ekki góðar en það má fyrirgefa því mynd en yfir 20 ára gömul.Poltergeist eldist því miður ekki vel og hefði getað orðið mikilu betri en er samt þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hélt að ég væri að fara að horfa á eina af þessum klassísku hryllingsmyndum og var þess vegna með smá væntingar en já,nei.

Ég hreinlega gafst upp í kringum miðja mynd og mér finnst hreinlega flestar gömlu hryllingsmyndirnar ekki geta keppt við þær nýrri (þ.e.a.s. þær betri, nýrri) sökum tæknibrellna og annars. En þessi mynd er nánast ekkert scary og er eiginlega bara leiðinleg, fjallar um það þegar einhverjir ærsladraugar fara að níðast á týpískri amerískri fjölskyldu.

Látið þessa eiga sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.08.2023

Topp 10 hrollvekjur Erlings Óttars Thoroddsen leikstjóra Kulda

Kvikmyndir.is bað hrollvekjuleikstjórann Erling Óttar Thoroddsen sem sendir frá sér myndina Kulda nú í vikunni, að taka saman lista yfir uppáhalds hrollvekjurnar sínar. A Nightmare on Elm Street [movie id=897] Ég á...

21.04.2019

Draugarannsakandi látinn

Hinn þekkti rannsakandi yfirskilvitlegra atburða, Lorraine Warren, sem varð innblástur fyrir The Conjuring hrollvekjuseríuna, er látin 92 ára að aldri. Warren lést í svefni, og bar andlátið að með eðlilegum hæt...

28.08.2017

Leikstjóri Keðjusagarmorðingjans látinn

Tobe Hooper, leikstjóri hinnar goðsagnakenndu hrollvekju The Texas Chainsaw Massacre, eða Keðjusagarmorðinginn, er látinn, 74 ára að aldri. Hann lést í Sherman Oaks í Kaliforníu í Bandaríkjunum, að því er dánardómss...

Svipaðar myndir


Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn