Náðu í appið
Bönnuð innan Ekki við hæfi mjög ungra barna

The Hitchhiker's Guide to the Galaxy 2005

Justwatch

Frumsýnd: 4. maí 2005

Don't leave Earth without it.

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 60% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

Allir geta átt slæma daga. Þú vaknar of seint, þú rekur tærnar í, brennir ristaða brauðið … en fyrir mann að nafni Arthur Dent, þá er þetta miklu meira en bara slæmur dagur. Þegar hann kemst að því að vinur hans er í raun geimvera sem býr yfir vitneskju um yfirvofandi gereyðingu Jarðarinnar, þá er hann fluttur frá Jörðinni nokkrum sekúndum áður... Lesa meira

Allir geta átt slæma daga. Þú vaknar of seint, þú rekur tærnar í, brennir ristaða brauðið … en fyrir mann að nafni Arthur Dent, þá er þetta miklu meira en bara slæmur dagur. Þegar hann kemst að því að vinur hans er í raun geimvera sem býr yfir vitneskju um yfirvofandi gereyðingu Jarðarinnar, þá er hann fluttur frá Jörðinni nokkrum sekúndum áður en hún er sprengd til að rýma fyrir nýrri hraðbraut í geimnum. Og ef það er ekki nóg, þá er hann eftirlýstur af lögreglunni, og Earth II, klikkaðri rafrænni alfræðiorðabók, það er ekkert te að fá, og þunglynt vélmenni, leitin að tilgangi lífsins, og fleira og fleira, blandast í þetta mikla ævintýri. ... minna

Aðalleikarar

Ótrúlega fyndinn vísindaskáldskapur
The hitchhiker's guide to the galaxy er mynd byggð á bókaseríunni eftir Douglas Adams. Hún er byggð á handriti eftir rithöfundinn og nær því að fylgja söguræði bókarinnar vel og er mjög fyndin og skemmtileg.

Myndin fjallar um týpíska breska manninn Arthur Dent, sem er ógiftur og barnlaus og hvorki leiður né ánægður með lífið. Hann fær þær fréttir frá vini sínum Ford að jörðin sé að fara að eyðileggjast og að hann þurfi að yfirgefa hana með Ford á þumlinum. Ford segir Arthur líka að hann sjálfur sé utan úr geimnum og að þeir þurfi að nota bókina hitchhiker's guide to the galaxy til að átta sig á öllu í geiminum. Arthur veit ekkert hvað er að gerast en veit að hann á eftir að sakna stelpunnar sem að hann hitti í partíi hana Triciu en hún stakk hann af og fór til manns sem að notaði þá pick-up línu að hann væri á geimskipi.

Þeir Arthur og Ford leggja af stað í langt ferðalag um geiminn og kynnast þar alls konar fáranlegum persónum, m.a. vélmenninu Marvin sem að er alvarlega þunglyndur og snilldarlega talsettur af Alan Rickman. Arthur fær líka annað tækifæri í sínum ástarmálum og þarf að ákveða hvernig hann ætli að nýta sér það. Ferðalag félaganna um geiminn verður spennandi og er aldrei að vita hvernig það endar.

Myndin er mjög umdeild en að mínu mati mjög skemmtileg bresk gamanmynd. Leikararnir eru stórskemmtilegir og þá sérstaklega þeir sem eru í minni hlutverkum m.a. Bill Nighy og Alan Rickman. Húmorinn nær vissulega ekki til allra en skemmtilegt söngatriði og fáranlegur geimhúmor kom mér oft til að hlæja. Tækniatriðin eru vel gerð og líður manni alveg eins og myndin sé í geimnum. Þessa mynd mæli ég með fyrir þá sem hafa gaman af breskum gamanmyndum og aðeins steiktum húmor.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er bara svo leiðinleg!!! Ófyndin, illa leikin, lélegar tæknibrellur og ég get haldið áfram í allan dag!!! Þetta er bara svo mikið rugl og ég bara skil ekki afhverju sumu fólki fynnst þetta fyndið!!! Þetta er svo ófyndið að ég gæti dáið!!! Ég mæli eindregið ekki með þessari mynd!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The hitchhikers guide to the galaxy er steikt en/og ofmetin kvikmynd. Hún er frekar illa gerð og tæknibrellurnar eru ekki mjög góðar nema þegar persóna Martin Freemans hittir persónu Bill Nighys og þeir skoða jörð tvö og svo þegar það var verið að sprengja upp jörðina(1). Leikstjórn Garth Jennings var langt frá því að vera góð og hann stóð sig ekki mjög vel. Leikurinn var hræðilegur en þó höfum við leikara á borð við John Malkovitch,Alan Rickman og Bill Nighy. Handritið var skít sæmilegt.Myndin er mjög steikt og hefur atriði á borð við mýs sem stjórna heiminum eru að taka heilann úr aðalpersónunni ofl. fáranlegt og það er það skársta við þessa frekar slöppu kvikmynd. Maður nokkur(skítsama hvað hann heitir)(Martin Freeman) sem býr í litlu húsi í Bretlandi kemst af því að vinur hans(Mos Def) er geimvera og segir honum frá því að jörðin sé að tortímast eftir nokkrar mínútur og þeir húkka far hjá einu af geimskipinu sem er að tortíma jörðinni og þar fara þeir í geiminn og lenda í ævintýrum. Ég hef ekki lesið bókina og ég held að maður þurfi að vera búinn að gera það til að skilja og hafa gaman af myndinni og mér finnst hún vera ofmetin,illa leikin og illa gerð og frekar klisjukennd en þó ekki of mikið.

Margir hafa örugglega gaman af Hitchhikers guide to the galaxy en ég var ekki einn af þeim og finnst þetta vera hálfgerð tímasóun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég get ekki verið sammála flestum með The Hitchhiker's guide to the galaxy en mér finnst hún ekki nógu góð. Að vísu hef ég ekki lesið bókina og veit ekki hvort að það hafi eitthvað að segja. Söguþráðurinn gengur í stuttu máli út á það að jörðinni er útrýmt af geimverum í þeim tilgangi að leggja...umferðar....eitthvað...á nákvæmlega þá sporbraut og svo fer öll myndin í það að rekja ferðalag Arthur Dent's(Martin Freeman...er það ekki?) um vetrarbrautina en hann bjargaðist einmitt á síðustu stundu. Það er alveg hreint böns af skemmtilegum hugmyndum í þessari mynd, sumum hægt að hlæja að, öðrum ekki en flest allt er þetta athyglisvert. Það er bara synd og skömm hvað myndin er sjúskuð og stefnir bara andskotann ekki neitt. Svo finnst mér alveg hræðilegt hvað mynd eins og þessi sem lofar svo góðu í upphafi þynnist alltaf meira og meira og ég var eiginlega svikinn og það þýðir ekkert annað en að THHSGTTG sé mynd til að sjá bara einu sinni. Þ.e.a.s. fyrir mig. En alslæm er hún engan veginn og fyrir utan skemmtilegu hugmyndanna sem ég minntist áðan á eru helstu kostirnir leikararnir sem eru flest öll fín og lífga upp á myndina(Alan Rickman er alveg frábær sem þunglynda vélmennið). Semsagt, þokkaleg tveggja störnu afþreying en ekkert meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Guð... minn... góður!!!

besta mynd sem ég hef séð lengi

pabbi var búin að mæla með bókinni og þegar ég frétti af myndinni ákvað ég að lesa hana. og svo næstu.og næstu, þar til ég var búin með þær allar

svo fórum við pabbi á frumsýninguna og hún var svo frábær að ég fór á hana aftur daginn eftir. ég var háð. ég las bækurnar aftur og er núna að lesa þær í 3ja skiptið. ég náði í myndina ólöglega þar til hún kom út þannig ég gat keypt mér hana.

en myndin er bara snilld. hún fær 18 & 1/2 þumla upp. það er æðislegt að þó svo myndin sé ótrúlega ólík bókinni, þá séu sömu brandararnir og sami húmorinn. þættirnir voru góðir líka, en það var pínu skrítið að hafa Ford hvítan (sá myndina fyrst). ég mæli 100% með henni. og það er mikið sagt, ef þið þekkið mig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn