Náðu í appið
Amistad

Amistad (1997)

"Freedom is not given. It is our right at birth. But there are some moments when it must be taken."

2 klst 32 mín1997

Amistad fjallar um uppreisn sem gerð var sumarið 1839 um borð í spænska skipinu La Amistad, sem flutti þræla frá Sierra Leone á vesturströnd Afríku, vestur um haf til Ameríku.

Rotten Tomatoes78%
Metacritic64
Deila:
Amistad - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Streymi
Netflix

Söguþráður

Amistad fjallar um uppreisn sem gerð var sumarið 1839 um borð í spænska skipinu La Amistad, sem flutti þræla frá Sierra Leone á vesturströnd Afríku, vestur um haf til Ameríku. Undan ströndum Kúbu brutu 53 hlekkjaðir þrælar sér leið úr lestum skipsins, náðu í vopn, tóku völd um borð í skipinu og endurheimtu þannig frelsi sitt. Undir stjórn þrælsins sem Spánverjar kölluðu Cinque ætluðu þeir sér að snúa skipinu til Afríku. Afríkumennina brast þekkingu á úthafssiglingu og því þurftu þeir að reiða sig á aðstoð þeirra tveggja skipverja sem eftir lifðu. En hvítingjarnir reyndust ekki traustsins verðir. Á tveggja mánaða hrakningum á sjó bar þá óafvitandi langt upp með austurströnd Bandaríkjanna allt þar til bandaríski flotinn náði til þeirra, færði í land og ákærði fyrir morð og sjórán. Þótt enn væru þá liðlega 20 ár uns afstaðan til þrælahalds skipti Bandaríkjamönnum í stríðandi fylkingar vakti málið mikla athygli í Bandaríkjunum. Í fyrstu voru það aðeins þeir sem börðust fyrir afnámi þrælahalds sem tóku málstað þrælanna. Theodore Joadson og Lewis Tappan eru slíkir baráttumenn en eini lögfræðingurinn, sem þeir geta fengið til liðs við sig, er ungur og lítilsmetinn sérfræðingur í eignarrétti, Roger Baldwin. En þegar fram vindur sögunni kemur í ljós hve djúpt ágreiningurinn um þrælahald ristir hjá Bandaríkjamönnum. Martin van Buren, forseti Bandaríkjanna, er að sækjast eftir endurkjöri og í því skyni að styggja ekki plantekrueigendur í Suðurríkjunum og spænsk yfirvöld beitir hann sér fyrir því að úrskurði undirréttar er skotið fyrir sjálfan Hæstarétt Bandaríkjanna. Þá berst þrælum liðsinni úr annarri átt því fyrrverandi forseti landsins, John Quincy Adams, tekur að sér að vera málsvari þeirra fyrir Hæstarétti.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

DreamWorks PicturesUS
HBO FilmsUS

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna. Anthony Hopkins fyrir bestan leik í aukahlutverki, bestu búningar, besta tónlist - John Williams, og besta kvikmyndataka.

Gagnrýni notenda (2)

Amistad var fyrsta kvikmyndin sem meistari Steven Spielberg, gerði fyrir DreamWorks-kvikmyndafyrirtækið, og skartaði hún valinkunnum hópi úrvalsleikara í aðalhlutverkunum eins og óskarsverð...

Síðan Spielberg sendi frá sér meistaraverkin Schindler's List og Jurassic Park árið 1993 hefur honum ekki tekist að fylgja eftir orðspori sínu. The Lost World var bara léleg og Saving Privat...