Náðu í appið
142
Bönnuð innan 7 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Pink Panther 2006

(The Birth of the Pink Panther)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 3. mars 2006

He wasn't born to greatness... but he just might stumble across it. / The Pink Panther diamond is missing.... And the world's greatest detective is solving the case one mistake at a time.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 21% Critics
The Movies database einkunn 38
/100

Þegar þjálfari fransks fótboltaliðs er drepinn með eitraðri pílu á vellinum, í lok leiksins, og stór og rándýr hringur með Bleika pardusnum, bleikum demanti, hverfur, þá ræður hinn metnaðarfulli lögreglustjóri Dreyfus versta rannsóknarlögreglumanninn í lögregluliðinu, Jacques Clouseau, í málið. Markmið hans er að rugla fjölmiðla í ríminu, á meðan... Lesa meira

Þegar þjálfari fransks fótboltaliðs er drepinn með eitraðri pílu á vellinum, í lok leiksins, og stór og rándýr hringur með Bleika pardusnum, bleikum demanti, hverfur, þá ræður hinn metnaðarfulli lögreglustjóri Dreyfus versta rannsóknarlögreglumanninn í lögregluliðinu, Jacques Clouseau, í málið. Markmið hans er að rugla fjölmiðla í ríminu, á meðan hann notar bestu menn sína til að elta morðingjann og þjófinn. Hann ræður Gendarme Gilbert Ponton til að vinna með Clouseau og segja sér frá framvindu rannsóknarinnar. Þegar Clouseau er útnefndur til æðstu orðu Frakklands þá ákveður Dreyfus að niðurlægja Clouseau og láta hann hætta með málið. En Clouseau er nú þegar búinn að ráða gátuna. ... minna

Aðalleikarar


Alls ekki eins og gömlu myndirnar. Myndin er með mjög ýkt atriði og mjög lélegan húmor. Það er mjög leiðinlegt að horfa á hana því hún er svo mikið í nútímanum eða reyndar mikið breyst í Hip-Hop og hvernig væri að lita hárið svart á Steve Martin sem leikur Sellers Jacques Clouseau (smá pæling). Ég er nýbúinn að lesa umfjöllunina frá Tómas Valgeirsson og spyr sömu spurningu Til hvers að endurgera Pink Panther mér fannst gömlu myndirnar frábærar en lýst ekkert á þessa. 1 stjarna fyrir hláturinn hehe.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ok, þetta verður að stoppa. Þetta endurgerða kjaftæði er farið til fjandans, og alltaf er hver endurgerðin verri(þó Hills Have Eyes var góð). Pink Panther er engin undantekning þar. Horfði rétt á 20 mín af myndinni og var þegar kominn með ógeð á henni. Steve Martin og allt hitt gengið er alveg hræðilegt og finnst mér það skandall að þeim hafi dottið það í hug að endurgera þessa mynd, því hún er skömm fyrir Pink Panther seríuna. Ekki vera sóa tíma í þessa mynd, leigið frekar gömlu myndirnar ef þið viljið sjá alvöru Pink Panther mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er til háborinnar skammar Peter Sellers er sá eini sem getur leikið Cluoseau, og verð ég að segja að Steve Martin var alveg ömurlegur í þessari mynd. Síðann er reynt að gera þetta eithvað smá spennandi með því að troða Beyoncé Knowles í þessa mynd hún er hot og góð söng kona en það er all sem hún er góð söng kona hún er ekki leikari þó ég hafi fílað hana í austin powers þá var þetta bara algjör mistök og vona ég að þetta verði bara einu sinni reynt en aldrei aftur það á bara loka bókinni á pinkt panther því að gömlu myndirnar munu alltaf lifa takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Pink panther er endurgerð af samnefndri klassískri gamanmynda seríu sem var með Peter Sellers í aðalhlutverki. Þessi er endurgerð af fyrstu myndinni,sem ég sá þegar ég var 8 ára og man ekkert eftir henni svo að ég get ekki borið þær saman en ég held að hún sé betri. Steve Martin leikur persónu Sellers Jacques Clouseau sem er lögga í bæ í Frakklandi og er sömuleiðis bæjarfíflið. Þegar heimsfrægi fótbolta þjálfarinn Yves Gluant(Jason Stathah) er myrtur á miðjum,risastórum fótboltaleik og demantur sem var á fingri hans,pink panther/bleiki pardusinn og er einnig frægasti demantur heims er horfinn þá ræður yfirmaður lögreglunnar Dreyfus(Kevin Kline),Clouseau sem rannsóknarlögreglu vitandi um að Clouseuu á eftir að klúðra málinu svo að Franska lögreglan geti rannsakað málið á meðan öll athyglin er beind á Clouseau og þá getur Dreyfus unnið heiður orðu fyrir störf sín. ink panther átti að vera ein aðal sumarmynd 2005 en það var mikil seinkun og hún kom fyrst seinustu helgi til Íslands var búin að vera nokkrar vikur í Bandaríkjunum og grætt mjög mikið opnunarhelgina. Þessi kvikmynd er aðeins gerð til þess að græða á og gengur bara út á rosalega ófyndinn húmor og rosalega lélegt handrit. Myndin er þó sæmilega gerð miðað við að vera ný gamanmynd og leikstjórnin er ekkert mjög góð. Steve Martin kom á óvart en er samt ekkert mjög góður og Jean Reno var fínn í hlutverki aðstoðarmanns Clouseau. Heimsfræga og vinsæla söngkonan Beyonce Knowels leikur eitt aðalhlutverkið sem heimsfræg og (humm) vinsæl söngkona og leikur hennar er ekkert að hrópa húrra fyrir. Emily Mortimer er alveg hræðileg sem ritarinn Nicole og Kevin Kline var ekkert meira en ágætur. Clive Owen átti upphaflega að leika James Bond og þess vegna er hann í þannig hlutverki hér og stendur sig vel. Það voru hræðilega mistök að Owen fékk ekki hlutverk Bonds,hann er fullkominn og mundi smell passa í því hlutverki. Tónlistin var ekki góð fyrir utan sjálft theme lagið. Mig langaði ekki mikið til að sjá þessa kvikmynd,hefði frekar viljað sjá Match point eða Syriana en skítabíóin á ömurlegu Akureyri sýna sjaldan gæða myndir á sama tíma og í Reykjavík og vinur minn lokkaði mig með sér. Húmorinn í byrjun var sá sami og í trailernum og var næstum EKKERT fyndinn. Pink panther er hálf tilgangslaus mynd en þó sæmileg afþreying fyrir aðdáendur gamanmynd en ég er ekki einn af þeim.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já, ég brá mér á The Pink Panther með svosem engar væntingar, hvorki góðar né slæmar en ég vildi nú samt kíkja á hana til að sjá hvernig Steve nokkur Martin tækist að endurvekja þennan vitgranna franska rannsóknarlögreglumann. Mér fannst myndin þokkaleg en ekkert mjög fyndin enda hlæ ég aðallega þegar um svartan húmor er að ræða og í þessu tilviki er um að ræða algjöran fíflagang þó að hann dragi myndina ekkert neitt mjög mikið niður og Steve á hrós skilið fyrir frammistöðu sína og hann sannar það að hann er sniðinn í hlutverkið og nær Peter Sellers alveg ótrúlega vel(ég ítreka það að ég hló ekki mikið að Steve, mér fannst hann bara þéttur í hlutverkinu). Annars eru Jean Reno og Kevin Kline alveg ótrúlega daufir hér og það var varla að maður tæki eftir þeim. Jason Statham sá ágætis leikari er illa valinn í sitt hlutverk því hann er bara í byrjun myndarinnar og segir varla orð og hefði hann fengið stærra hlutverk þá hefði það glatt mig. Hvað get ég sagt meira? Tja....ég var ekkert yfir mig hrifinn af þessari mynd en hún hélt samt athygli minni mest allan tímann og ég vil alls ekki kalla hana tímaeyðslu. Ég treysti mér ómögulega til að fara yfir tveimur stjörnum í einkunn en fyrir þá sem hafa sakleysislegri húmor heldur en ég(eins og fólkið í salnum á minni sýningu)ættu sennilega að veltast um af hlátri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.02.2021

Christopher Plummer látinn

Kanadíski stórleik­ar­inn Christoph­er Plum­mer er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést í morgun á heimili sínu í Connecticut í Bandaríkjunum en það var fjölskylda hans sem tilkynnti andlátið og sagði hann hafa kvatt heiminn friðsamlega. Le...

08.03.2010

Áhorf vikunnar (1.-7. mars)

Áhorfið kemur degi of seint þessa vikuna og aðstandendur síðunnar biðjast velvirðingar á því. Vonandi þýðir það bara að þið hafið enn fleiri myndir til að segja frá. Munið að þið skrifið niður hvaða myndir þið...

07.02.2010

Áhorf vikunnar (1-7. febrúar)

Með allar þessar verðlaunaafhendingar og -tilnefningar í gangi getur maður ekki annað gert en að glápa og glápa og glápa svo maður geri sér grein fyrir því hvaða myndir það eru sem allir eru alltaf að tala um. Verst...

Svipaðar myndir


Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn