Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Psycho 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 5. mars 1999

They'll see, they'll know and they'll say.

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 41% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Marion Crane stelur fullt af peningum frá manni sem yfirmaður hennar í vinnunni á í viðskiptum við. Þegar hún er á leiðinni að hitta kærasta sinn, þá stoppar hún í gömlu móteli, sem rekið er af hinum dálítið sérkennilega Norman Bates. Hún er myrt þegar hún fer í sturtu á mótelinu. Systir hennar, kærasti og einkaspæjari, byrja að leita að henni,... Lesa meira

Marion Crane stelur fullt af peningum frá manni sem yfirmaður hennar í vinnunni á í viðskiptum við. Þegar hún er á leiðinni að hitta kærasta sinn, þá stoppar hún í gömlu móteli, sem rekið er af hinum dálítið sérkennilega Norman Bates. Hún er myrt þegar hún fer í sturtu á mótelinu. Systir hennar, kærasti og einkaspæjari, byrja að leita að henni, og áhorfendur fá að kynnast meiru af Norman Bates. ... minna

Aðalleikarar


Hundleiðinleg endurgerð á þegar klassískri mynd. Nánast nota sama söguþráðinn úr gömlu myndinni, nema með mun verri niðurstöðu. Segi ekki meir um þessa mynd, því það þarf ekki að segja meir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Flott! Loksins hefur tekist að gera ágæta endurgerð og ekki af léttustu myndinni. Psycho eftir Alfred gamla er eitt mesta snilldarverk allra tíma og aldrei hægt að gera hana betri. Þessi mynd er talsvert öðruvísi(aðeins kómískari) en samt góð. Leikarar eru góðir, og gaman að endurskoða þessa eftir að hafa séð Mortensen í L.O.T.R. Vince Vaughn er einna sístur, enda seint hægt að túlka Norman Bates á sama hátt og Perkins gerði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Spennumyndin óviðjafnanlega "Psycho" sem meistarinn Alfred Hitchcock gerði árið 1960 er jafnan talin eitt af merkustu og bestu kvikmyndaverkum sögunnar, mynd sem ruddi brautina fyrir spennumyndir framtíðarinnar. Leikstjórinn Gus Van Sant (Good Will Hunting) endurgerði þessa mögnuðu kvikmynd árið 1998 og fór þá óvenjulegu leið að líkja eftir handbragði Hitchcocks í einu og öllu og notar m.a. sama handrit og sömu sjónarhorn. Með aðalhlutverkin í útgáfu Gus Van Sant fara þau Vince Vaughn, Anne Heche, Julianne Moore, Viggo Mortensen og William H. Macy og feta þar með í fótspor Anthony Perkins, Janet Leigh, Veru Miles, John Gavin og óskarsverðlaunaleikarans Martin Balsam og tekst mun síður upp í túlkun sinni á persónum fyrri myndarinnar. Sagan er alltaf jafngóð og er óbreytt að mestu leyti frá meistaraverki Hitchcock og lýsir því þegar ung kona, Marion Crane (Heche), fær hið gullna tækifæri til að stela miklum peningum og ákveður hún að nýta það. Því næst leggur hún á flótta í bíl sínum til móts við unnusta sinn sem býr í öðru fylki. Hún á hins vegar aldrei eftir að komast á áfangastað því þreyta verður þess valdandi að hún ákveður að gista í Bates-vegamótelinu sem hinn dularfulli Norman Bates (Vaughn) rekur ásamt móður sinni. Þegar Marion kemur ekki fram hefur unnusti hennar, Sam (Mortensen), og systir hennar, Lila (Moore), mikla leit að henni. Leitin leiðir þau von bráðar að Bates-mótelinu og ekki líður á löngu uns þau er farið að gruna að Norman Bates hafi heldur betur óhreint mjöl í pokahorninu. Til að hjálpa sér að upplýsa málið ræður Lila síðan einkaspæjarann Milton Arbogast (Macy) í þjónustu sína. Það á eftir að koma á daginn að Norman Bates er ekki með öllum mjalla og furðulegt samband hans við móður sína á sinn þátt í því. Í ljós kemur einnig að móðirin sjálf er ekki öll þar sem hún er séð og áður en yfir lýkur komast þau öll að hinum skelfilegu staðreyndum þessa furðulega máls. Þessi mynd reynir að líkja í einu og öllu eftir fyrri myndinni og er það mesti galli og eyðileggur framtak leikstjórans Gus Van Sant að líkja eftir meistaraverki Alfred Hitchcock. Hann hefði mun frekar átt að vinna myndin að sínum hætti frekar en að endurgera hina myndina ramma fyrir ramma. Það tekst einfaldlega ekki og gerir það að verkum að manni finnst maður vera að horfa á fyrri myndina í lit, gallinn er bara sá að stórleikararnir eru ekki til staðar og fer það endanlega með heildarmyndina. Ég verð að geta þess að mér fannst leikararnir bjarga myndinni frá algjöru hruni og fannst mér t.d. Vince Vaughn, Julianne Moore og William H. Macy skila sínu mjög vel, en Anne Heche er engin Janet Leigh og er sviplaus í hinu stóra en þó smáa titilhlutverki. Ég get því ekki annað en að fella dóm minn. Hann er sá að þessi mynd er hæsta máta tveggja stjarna virði. Ef þið viljið sjá framúrskarandi og frumlega spennumynd hvet ég ykkur til að kynna ykkur töfra Alfred Hitchcock, meistara kvikmyndasögunnar og þeirra Perkins, Leigh og Balsam í hinni fertugu og ógleymanlegu fyrirmynd þessarar hörmulegu og innihaldslausu endurgerðar sem sannar í eitt skipti fyrir öll að það er ekki hægt að endurgera meistaraverk og gera þau frumlegri en þau voru fyrr á árum. Það er þegar búið að skapa meistaraverkið sem verður ávallt einstakt. Stjörnurnar tvær fá leikararnir sem gera sitt besta til að bjarga þessu fyrir horn, en allt kemur fyrir ekki!! Alls ekki eyða tíma í þessa kvikmynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frekar leiðinleg mynd. Hún er ekkert spennandi og frekar illa leikin nema þá kannski Vince Vaughn sem leikur Norman Bates. Hann er það eina sem gerir það að verkum að ég gef myndinni eina og hálfa stjörnu. Lokaatriðið var líka gott. En samt finnst mér endirinn asnalegur. Alls ekki 650 kr. virði og ég mæli frekar með gömlu myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ansi góð mynd. Samt eru leikararnir ekki nógu góðir, en Vincent Vaughn er mjög góður sem Norman Bates. Þótt að þessi mynd eigi að gerast 1998 er allt mjög gamaldags. Ég hef ekki séð fyrri myndina en ég held að þessi sé nokkuð betri. Endirinn gæti verið betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.03.2021

„Hef ekki tapað hæfileikanum til að gleyma mér yfir mynd“

Fjölmiðlakonan og bíósérfræðingurinn Sigríður Pétursdóttir hefur farið yfir víðan völl. Hún hefur lengi starfað sem dagskrárgerðarmaður og hefur að mestu unnið fyrir RÚV, í útvarpi og sjónvarpi, meðal annars fyrir þættin...

20.04.2020

Vel tekið í Hvítan, hvítan dag vestanhafs

Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur, hefur vakið athygli í Bandaríkjunum þrátt fyrir lokun kvikmyndahúsa en hún var frumsýnd þar um helgina. Vegna þessara fordæmalausu aðstæðna fór dreifingaraðil...

22.02.2020

Verstu framhaldsmyndir allra tíma

Breska blaðið The Independent hefur birt á vef sínum nýjan lista yfir 27 verstu framhaldsmyndir allra tíma, og kennir þar ýmissa slæmra grasa. Blaðið segir að listinn sé tekinn saman í tilefni af væntanlegu framhaldi kvikmyndarinnar PS ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn