Náðu í appið
Öllum leyfð

The Mighty 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 15. janúar 1999

Courage comes in all sizes.

100 MÍNEnska
Tilnefnd til tveggja Golden Globe verðlauna. Sting og Trevor Jones fyrir lagið The Mighthy, og Sharon Stone fyrir leik í aukahlutverki. Kieran Culkin einnig tilnefndur fyrir leik á Young Artist Award.

Saga um vináttusamband á milli ungs drengs sem er með Morquio heilkennið, og eldri drengs sem lagður er í einelti vegna stærðar sinnar. Myndin er unnin upp ú skáldsgögunni Freak the Mighty, og fjallar um uppbyggingu trausts og vinskapar. Kevin er klókur strákur og hálpar Maxwell að læra að lesa. Í staðinn þá vill Kevin að Maxwell fari með hann á staði... Lesa meira

Saga um vináttusamband á milli ungs drengs sem er með Morquio heilkennið, og eldri drengs sem lagður er í einelti vegna stærðar sinnar. Myndin er unnin upp ú skáldsgögunni Freak the Mighty, og fjallar um uppbyggingu trausts og vinskapar. Kevin er klókur strákur og hálpar Maxwell að læra að lesa. Í staðinn þá vill Kevin að Maxwell fari með hann á staði sem hann má ekki fara á. Verandi báðir hálf utangarðs í bænum, þá átta þeir Kevin og Maxwell sig á því að þeir eru líkir um margt, þar á meðal að þeir eru "viðundur" og ekkert geti stöðvað þá í að gera það sem þeir vilja gera. ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er ein af bestu myndum sem ég hef séð um ævina. Hún er hreint og beint frábær út í gegn. Hún fjallar í stuttu máli um 2 stráka. Annar er líkamlega bæklaður en hins vegar ofur-gáfaður og hinn er frekar heimskur en hins vegar stór og sterkur. Saman hjálpast þeir að í lífinu og skólanum með smá hjálp frá Arthúri konungi og co. Ungu leikararnir standa sig frábærlega í sínum hlutverkum og ekki eru þeir eldri síðri. Þar sem ég fór á þessa mynd bara með það í huga að sjá uppáhaldsleikkonuna mína hana Gillian Anderson varð ég ekki fyrir vonbrigðum hvorki með hana né myndina yfirleitt. Leikstjórn og bara allt annað í myndinni er líka pottþétt dæmi. Allir ættu að sjá þessa mynd því hún er eifaldlega ein sú flottasta...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Besta kvikmynd sem ég hef séð í langan tíma. Það er erfitt að taka söguþráðinn saman í stuttu máli en í aðalatriðum fjallar myndin um vinskap tveggja skóladrengja sem sameina krafta sína gegn öllu illu í lífi þeirra. Leikararnir standa sig allir óaðfinnanlega og sagan er svo sterkt að ég trúi ekki að nokkur maður geti horft á þessa mynd án þess að hún nái að snerta hann. Sharon Stone er mjög traust sem móðir annars drengsins en það var líka æðilsegt að sjá Gillian Anderson í hlutverki sem er eins langt frá Scully úr X-Files eins og hægt er að hugsa sér. Hjá mér fær þessi fjórar stjörnur, hún á ekki skilið neitt minna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn