Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Knight and Day 2010

(Night and Day, Wichita, Trouble Man, Untitled James Mangold Project, All New Enemies)

Frumsýnd: 9. júlí 2010

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

June Havens lendir í slagtogi með leyniþjónustumanni sem hefur komist að þeim bitra sannleika að hann muni líklega ekki lifa af sitt síðasta verkefni. Þeirra markmið er þó það að reyna að halda lífi og þau uppgötva að það eina sem þau geta stólað á er hvort annað.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Kemur á óvart
Roy Miller (Tom Cruise) er njósnari sem er með það verkefni að vernda grip sem gæti breytt öllum heiminum. Hann hefur verið ákærður af fyrrverandi félaga sínum að hann sé svikari og má þessvegna treystu engum. Á leið sinni hittir hann June Havens (Cameron Diaz) sem reynist vera miklu nothæfari en við fyrstu sýn, þó að hún sé nú ekki alveg sjálfbjarga. Með spænskan vopnaframleiðanda og CIA á eftir sér þarf hann að halda lífi á meðan hann reynir að redda málunum og bjarga stúlkunni. Nær Roy Miller að bjarga deginum? Eða fer þetta allt í vaskinn?

Mig grunar fastlega að þú sért ekki búin(n) að sjá þessa mynd, hún er búin að vera undir radarnum vegna öllu hype-inu sem kom frá Inception. Ef þú ert nú þegar búin(n) að fara á Inception tvisvar og ofhugsa hana, þá mæli ég fastlega með að þú kíkir á Knight And Day. Tom Cruise sýnir snilldar leik, enda með snilldar karakter. Hann er loksins að sýna sínar sönnu hliðar, eftir allar þessar semí myndir eins og Valkyrie og MI-3. Þó svo að söguþráðurinn gæti bendi á að þetta sé bara ein önnur hasar myndin þá er hún það alls ekki. Flestir sáu The A-Team og væri alveg hægt að bera þær 2 saman. Þær eru hvorki frumlegar, né raunverlegar, og eiginlega bara heilalaus skemmtun. En það er það sem gerir þær báðar alveg yndislegar. Þær eru heilalaus skemmtun, þær eru ótrúlega fyndnar og þær eru óeðlilega óraunverulegar. Þetta er allt sem sumar-myndir eiga að vera með, skara (The Oscars) tímabilið byrjar strax á eftir þessu (engar áhyggjur). En það sem hélt Knight And Day fyrir ofan allar hinar heilalausu hasar myndirnar, þá er ég að tala um myndir eins og Transformers, var húmorinn og þá meina ég aðalega Tom Cruise, hann lék núna síðast í Tropic Thunder og stal senunni þar líka. Þannig að ef þér líkaði við Tom Cruise í Tropic Thunder, þá muntu elska hann í Knight And Day. Sérstaklega þar sem hann er á skjánum 90% af tímanum.

Handritið var ekkert svaðalega frumlegt, þó að það hafi tekið nýja sýn með því að einbeita meira á „gelluna“ í myndinni. En plottið er eins þunnt og vatnið í krananum, en samt sem áður sniðugt. Þú veist alveg hvernig þetta endar en hún breytir aðeins til í „hvernig það gerist“ hlutanum, samt ekkert svakalega. Mér finnst samt sem áður óskiljanlegt hvernig hann James Mangold nær að láta annað hvert skot vera alveg uppí andlitinu á karakterunum. Ég er ekki bara að tala um close-up skotin sem við könnumst öll við, heldur eru þetta über close-up skot, andlit...andlit!...ANDLIT!. Ég get nú ekki sett mikið annað útá kvikmyndatökuna.

Hinsvegar þá ætti maður alls ekki að búast við slæmri mynd frá James Mangold (meiraðsegja nafnið segir þér staðreyndina, man-gold!) en frá honum hafa komið myndir eins og Walk The Line og 3:10 to Yuma, báðar alveg stórkostlegar sérstaklega Walk The Line. Þó svo að tónlistin hafi nú alls ekki verið jafn góð og í Walk The Line, held að það sé líka ekki mögulega hægt, þá var hún nú alls ekki slæm heldur. Hún hélt uppi spennunni og gerði bara það sem hún átti að gera, alveg eins og Cameron Diaz. Ekkert svo slæm, en ekkert frábær heldur. Samt sem áður voru Cruise og Diaz mjög gott skjápar, sérstaklega þar sem ég efa ekki að Cruise sé svona klikkaður í raun og veru og Cameron svona taugavikluð. Persónusköpunin var nú í algjöru lágmarki, koma smá svona brot inná milli, en þessi litlu brot segja reyndar ágætlega mikið. Allir aukakarakterar voru voðalega úturkú, ég skil nú ekki ennþá afhverju þessi kelling var látin leika CIA stjórann, alveg glötuð og gerir þennan auka karakter ennþá leiðinlegari. En það bjargast reyndar allt um leið og Tom Cruise kemur á skjáinn. Ég er búinn að tala um hann alltof mikið, en hann er bara virkilega það góður.

Knight And day býður uppá frábæra skemmtun og persónulega finnst mér að allir ættu að drífa sig í eitt stykki laugardagsbíó áður en sumarið verður búið og horfa Cruise missa sig í geðveikinni, allavega til að drepa tímann þangað til að The Expandebles kemur.

Einkunn : 7.2
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tom Cruise is back!
June Havens lendir í slagtogi með leyniþjónustumanni sem hefur komist að þeim bitra sannleika að hann muni líklega ekki lifa af sitt síðasta verkefni.
Þeirra markmið er þó það að reyna að halda lífi og þau uppgötva að það eina sem þau geta stólað á er hvort annað. Það er söguþráður Knight and Day með Tom Cruise og Cameron Diaz.

Á þessum 110 mínútum fer myndin með mann út um allt. Karibíska hafið, Austurríki: Alpana, Spán og nokkra staði dreifða um heiminn. Hasarinn í myndinni er rosalega yfirdrifinn sem er virkilega skemmtilegt og fyndið. Að mínu mati er Tom Cruise stærsti kostur ,,Knight and Day''. Hann er stórskemmtilegur og hrikalega fyndinn og hefur ekki verið svona svalur síðan... ég veit ekki hvenær en hann er virkilega góður í þessari mynd og sýnir enn og aftur að hann er meisari í hasar. Cameron Diaz er líka fín, en ekki meira en það. Manni líkar við hana og hún er konfekt fyrir augað.

Myndin er ekki stútfull af hasar en það hefði verið mjög fínt fyrir þessa mynd að setja aðeins meira hasar í hana svo hún myndi ekki missa damp á milli hasaratriða sem gerist af og til. Sérstaklega í seinni helmingnum, vegna þess að Tom Cruise er farinn stóran hluta af tímanum. Basically, öll atriði með Tom Cruise eru solid, ekki meistaraverk en samt solid. Með öðrum leikara en Cruise hefði þessi mynd getað lækkað mikið í einkunn. Svo eru líka Paul Dano og Peter Sarsgaard, sem gera ekki mikið og Dano fær mjög tilgangslaust hlutverk sem er ekki krefjandi á neinn hátt, sem er leiðinlegt því að hann er mjög fínn leikari.

Fín mynd með ýktum hasar (+), fínum leikurum, GEÐVEIKUM Tom Cruise og nokkur leiðinleg atriði með Cameron Diaz solo.

7/10
Nær rétt svo 7-unni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Meinlaus vídeómynd
Knight and Day er heiftarlega gölluð en þó skrambi saklaus afþreyingarmynd sem sýnir tvær stórstjörnur vinna fyrir kaupi sínu með því að hlaupa á milli staða og daðra við hvort annað inn á milli. Höfum við séð þessa mynd áður? Já eiginlega. Það koma fyrir fáeinar snjallar senur sem gefa myndinni afar ferskan tón. Slíkar senur tíðkast einungis þegar ræman þykist vera einhvers konar njósnamynd í Bond-stíl sem sýnd er frá sjónarhorni (Bond)gellunnar sem flækist óvart með. Þessi stefna virðist koma og fara því á öðrum stundum breytist þessi mynd í býsna formúlubundna rómantíska gamanmynd... já, með byssum.

Það sem þessi mynd græðir stig fyrir að mínu mati er flæði hennar og Tom Cruise sjálfur, sem hefur ekki verið svona hress síðan... ég veit ekki hvenær. Sumar senurnar með honum eru svo skemmtilega hallærislegar (viljandi gert auðvitað, eða það vona ég) að stundum er eins og hann sé sjálfur að koma með spoof á Mission: Impossible-ímyndina sem við öll þekkjum. Myndin dalar eiginlega í hvert sinn sem Cruise er ekki á skjánum, sem gefur strax til kynna að Cameron Diaz er ekki alveg að gera sig í sínu hlutverki. Stelpukrúttið fær helling til að gera en persóna hennar er alls ekki nógu áhugaverð til að við nennum að fylgja henni út alla myndina. Þannig séð er hún aðalpersóna myndarinnar, en þó svo að mér líki við þá hugmynd að sjá njósnamynd í Bond-stíl sem eltir (Bond)gelluna, þá þýðir það ekki að hún virki hér. Diaz hefur sín augnablik en því meira sem hún skrækir og heldur áfram að láta eins og ofvirkur bjáni því meira pirrandi verður hún. Ég er heldur ekki sáttur við það hvernig stórfínum leikurum eins og Peter Sarsgaard og Paul Dano er hent í suddalega tvívíð hlutverk sem bjóða upp á nákvæmlega ekki neitt.

Ég skil reyndar ekki hvað James Mangold var að gera hérna. Ekki það að myndin sé einhver sori, langt frá því. Hún er samt eitthvað svo dæmigerð og ég bjóst ekki við slíku frá þessum manni. Hann hefur sýnt að hann kunni að gera drama (Girl, Interrupted, Walk the Line), hasar (3:10 To Yuma) og spennu (Identity) en það virðist ekkert af því vera til staðar í Knight and Day - ekki einu sinni sjarmi. Hverjum kosti fylgir a.m.k. einn galli. Skjáparið stendur sig þokkalega og myndar góða kemistríu en samt nær maður aldrei að halda með því. Handritið er stundum snjallt en oft hroðalega þurrt. Hasarinn er síðan ágætur fyrir utan það að hann er ekkert sérlega spennandi og mörg skotin í eltingarleikjunum eru eyðilögð af illa útfærðum bluescreen-skotum.

Titill myndarinnar fer einnig rosalega í mig. Hann er bara ógrípandi og satt að segja ljótur. Hann á sér heldur ekkert merkilegt samhengi við myndina sjálfa. Jú jú, það er ein persóna í myndinni sem heitir Knight, en hvað með það?? Þótt að önnur persona í myndinni hefði heitið Day þá er þetta samt aumur leikur að orðum. Einhvern veginn líður mér eins og framleiðendum gat ekki staðið meir á sama um heitið svo lengi sem Cruise og Diaz myndu skila einhverjum seðlum inn fyrir þá.

Þetta er samt ein af þessum myndum sem maður fer á til að hafa það fínt. Hún skilar sínu mátulega ef maður slekkur á heilanum út lengdina og reynir að hafa húmor fyrir því sem er gert grín að. Cruise mætti endilega gera eitthvað meira svona flippað. Hann tók jákvætt skref með Tropic Thunder og núna er maður smám saman að byrja að finna fyrir því að gaurinn hafi húmor. Miðað við hvað hann hefur skapað sér umdeilda ímynd á undanförnum árum (Oprah, Vísindakirkjan auðvitað o.s.frv.) veitir honum ekki af því að vera á bandi meirihlutans með því að gera eitthvað svona léttara. Vel gert, nafni.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.10.2020

Hví hleypur Tom Cruise frá sjálfum sér?

Skemmtikrafturinn og Íslandsvinurinn Tom Cruise (Legend) er óneitanlega, samkvæmt öllum mælikvörðum, einstök og á sama tíma hin furðulegasta mannvera. Umdeildur, drífandi, faglegur, flippaður - óhugnanlegur; í hópi á meðal ...

01.10.2012

Knight and Day til Bollywood

Rómantíska gaman-spennumyndin Knight and Day verður endurgerð sem Bollywood mynd þar sem þau Hrithik Roshan og Katrina Kaif fara í föt þeirra Tom Cruise og Cameron Diaz sem léku aðalhlutverkið í frummyndinni. Knight and Day var frumsý...

15.12.2013

Umfjöllun: Prisoners (2013)

"The Dovers" fjölskyldan er í matarboði hjá "The Birches" fjölskyldunni  þegar dætur þeirra hverfa. Þegar stelpurnar  finnast ekki er lögreglan fengin í málið. Það ætlar að reynast erfitt að finna þær og þegar þ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn