Náðu í appið
The Adventures of Tintin: The Secret of the Unicorn

The Adventures of Tintin: The Secret of the Unicorn (2011)

"This year, discover how far adventure will take you."

1 klst 47 mín2011

Myndin fjallar um hinn unga og ákafa blaðamann Tinna sem gerir nánast hvað sem er fyrir góða frétt.

Rotten Tomatoes75%
Metacritic68
Deila:
7 áraBönnuð innan 7 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Söguþráður

Myndin fjallar um hinn unga og ákafa blaðamann Tinna sem gerir nánast hvað sem er fyrir góða frétt. Ákefð Tinna kemur honum oftar en ekki í ýmis vandræði og það stefnir svo sannarlega í slíkt þegar hann fer að grennslast fyrir um skipið goðsagnakennda, Einhyrninginn. Tinni uppgötvar vísbendingar eins og honum einum er lagið og í framhaldinu kynnist hann hinum skrautlega og skapstóra Kolbeini kaptein. Í ljós kemur að forfaðir Kolbeins, Rögnvaldur rauði, var skipstjóri Einhyrningsins þar til skipinu var sökkt á mjög dularfullan máta. Ákveða þeir félagar að komast til botns í málinu, enda hermir sagan að fjársjóður einn mikill hafi fylgt Einhyrningnum niður á hafsbotn. Með í för slást tvíburarnir og leynilöggurnar léttgeggjuðu Skapti og Skafti, sem gera að sjálfsögðu hvert axarskaftið á fætur öðru. Vandamálið er að okkar menn eru ekki þeir einu sem leita fjársjóðsins.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Paramount PicturesUS
Columbia PicturesUS
Hemisphere Media CapitalUS
Nickelodeon MoviesUS
Amblin EntertainmentUS
WingNut FilmsNZ

Gagnrýni notenda (2)

Greinilegt að allir unnu heimavinnu sína

Ég mana alla sem kalla sig kvikmyndaaðdáendur að segja að þessi mynd líti ekki yndislega vel út einungis út frá nöfnunum sem koma að henni. Fyrir mig er þetta eins aðlaðandi hlaðborð ...

Spielberg skilur Tinna fullkomlega

Ég efast um að það hafi oft komið mynd með eins mikið af öflugu fólki á bak við myndavélina og The Adventures Of Tintin. Ekki nóg með það að Spielberg sé að leikstýra myndinni, hel...