Náðu í appið
The Hit List

The Hit List (2011)

"Who's on your list?"

1 klst 30 mín2011

Allan Campell (Cole Hauser) hefur átt ömurlegan dag.

Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Söguþráður

Allan Campell (Cole Hauser) hefur átt ömurlegan dag. Kærastan segir hann hafa fjarlægst sig, yfirmaðurinn ákveður að veita honum ekki stöðuhækkunina sem hann telur sig eiga rétt á. Hann ákveður fullur trega að setjast niður við barborðið og drekkja sorgum sínum. Búinn að bleyta vel upp í sér ákveður hann að vingast við undarlegan en áhugaverðan mann sem kallar sig Jonas (Cuba Gooding Jr.) Jonas segist vera atvinnumorðingi og biður Allan að skrifa niður fimm nöfn á þeim sem hann vildi helst að dæju. Í bríaríi tekur Allan boðinu. Líkin fara að hrannast upp og rannsóknarlögreglumaðurinn Neil McKay (Jonathan LaPaglia) rennur fljótt á slóðina. Allan heldur fram sakleysi sínu en honum er erfitt að trúa, það eina sem fórnarlömbin eiga sameiginlegt er hann. Þar sem hann einn veit hver stendur fyrir morðunum verður hann að reyna að stoppa Jonas, áður en allt er um seinan.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Chad Law
Chad LawHandritshöfundurf. 1979
Evan Law
Evan LawHandritshöfundurf. 1981

Framleiðendur

North by Northwest Entertainment