Náðu í appið
War Horse

War Horse (2011)

"Separated By War. Tested By Battle. Bound By Friendship."

2 klst 26 mín2011

Hinn ungi Albert og fjölskylda hans eru leiguliðar í Devon-héraði í Englandi árið 1915.

Rotten Tomatoes74%
Metacritic72
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Hvar má horfa

Söguþráður

Hinn ungi Albert og fjölskylda hans eru leiguliðar í Devon-héraði í Englandi árið 1915. Dag einn verður Albert vitni að því er hryssa kastar fallegu folaldi. Albert verður samstundis svo hugfanginn af folaldinu að faðir hans ákveður að kaupa það þrátt fyrir afar takmörkuð fjárráð. Með tímanum myndast afar sterkt og náið samband á milli Alberts og hestsins sem hann ákveður að gefa heitið Joey. En þetta eru erfiðir tímar og þegar uppskeran bregst neyðist faðir Alberts til að selja Joey til bresku riddaraliðssveitarinnar svo hann geti greitt leiguna af landinu sem hann hefur til umráða, því annars verður fjölskyldan öll borin út. Við þetta á Albert afar erfitt með að sætta sig og þótt hann sé allt of ungur til að mega fara á stórhættulegar vígstöðvarnar einsetur hann sér að fara samt, freista þess að finna Joey og taka hann með sér aftur heim. Þar með hefst ævintýri sem er jafnfallegt og það er viðburðaríkt og spennandi.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

DreamWorks PicturesUS
Reliance EntertainmentIN
Amblin EntertainmentUS
The Kennedy/Marshall CompanyUS

Verðlaun

🏆

War Horse var tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta mynd ársins, fimm BAFTA-verðlauna og tveggja Golden Globe-verðlauna.