Náðu í appið
Under Siege

Under Siege (1992)

"In 1992 a battleship's been sabotaged by nuclear pirates out to steal its warheads. Now, surrounded by terrorists, a lone man stands with a deadly plan of attack."

1 klst 42 mín1992

Myndin gerist um borð í bandaríska herskipinu USS Missouri, sem er um það bil að verða tekið úr umferð, stuttlega eftir að George Bush Bandaríkjaforseti heimsækir það.

Rotten Tomatoes83%
Metacritic58
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára

Söguþráður

Myndin gerist um borð í bandaríska herskipinu USS Missouri, sem er um það bil að verða tekið úr umferð, stuttlega eftir að George Bush Bandaríkjaforseti heimsækir það. Þegar Bush fer af skipinu, ræðst hópur hryðjuverkamanna um borð og yfirbugar áhöfnina, undir því yfirskini að þeir ætli að halda afmælisveislu fyrir skipstjórann, Adams. Foringi hryðjuverkahópsins er Strannix, ósáttur fyrrum leyniþjónustumaður, og hægri hönd hans, hinn klikkaði Krill. Hryðjuverkamennirnir áætla að stela kjarnaoddum úr skipinu, fara með þá í stolinn norður kóreskan kafbát, og selja þá til lands í Mið Austurlöndum. Til allrar óhamingju fyrir Strannix, þá gerði hann ekki ráð fyrir matreiðslumanninum á skipinu, Casey Ryback, sem er margverðlaunaður sérsveitarmaður, Navy SEAL, sem vegna smá hneykslismáls, er að ljúka tuttugu ára þjónustu sinni í hernum í rólegheitum í eldhúsinu á skipinu Missouri. Nú neyðist Ryback til að fara aftur í fremstu víglínu, ásamt konu sem stökk upp úr afmælisköku skipstjórans.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Regency EnterprisesUS
Warner Bros. PicturesUS
Alcor FilmsUS
Arnon Milchan Productions
Le Studio Canal+FR

Gagnrýni notenda (3)

Örugglega skásta Steven Seagal myndin. Fjallar um kokk(Seagal) sem vinnur á herbát að elda. Þegar bátnum er rænt af hermanni einum(Busy) og félaga hans(Lee Jones), þá kemur það í hendur ...

Under Siege er örugglega besta hasarmynd sem Steven Seagal hefur leikið í. Þó svo að myndir hans byggjast oftast á hversu margar hendur hann brítur þá nær þessi mynd að gera það gott. T...

Hryðjuverkamenn sölsa undir sig bandarískt herskip til að komast yfir kjarnorkuvopn þess og sigla til móts við kafbát til að koma þeim undan, en eiga á leiðinni í höggi við skipskokkinn...