Samkvæmt fréttum í The Hollywood Reporter þá er framleiðslufyrirtækið Lucasfilm byrjað að undirbúa sérstaka Star-Wars hliðarkvikmynd um Stjörnustríðsmanninn Obi-Wan Kenobi.
Allt er þetta þó á frumstigi, og óvíst hvort að Ewan McGregor, sem lék Kenobi í þremur Star Wars myndum, The Phantom Menace, Attack of the Clones og Revenge of the Sith. , bregði sér aftur í skikkjuna. Alec Guinness lék Kenobi í fyrstu þremur myndunum.
Hvorki er handrit til staðar, né hafa leikarar verið ráðnir, og allsendis óvíst er hvort að sagan myndi gerast áður en fyrrnefndar þrjár Stjörnustríðsmyndir gerast, eða einhversstaðar á tímabilinu á milli Revenge of the Sith og Star Wars.
Eina sem vitað er með nokkurri vissu er að Óskarstilnefndi Billy Elliot og The Hours leikstjórinn Stephen Daldry hafi átt í viðræðum um að taka að sér verkefnið.
Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist.