Óskarsverðlaunatilnefningar á fimmtudaginn

Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða tilkynntar næstkomandi fimmtudag, 22. janúar en Óskarsverðlaunahátíðin fer fram 22.febrúar næstkomandi. Menn hafa verið að velta vöngum yfir því hvaða myndir verða tilnefndar og nokkrar spár hafa þegar verið birtar.

Almennt er talið að myndirnar The Dark Knight, Slumdog Millionaire, The Curious Case of Benjamin Button, Frost/Nixon, Milk, The Wrestler, Changeling og WALL·E muni verða eftirtektarverðar á komandi hátíð. Kvikmyndahúsin á Íslandi hafa verið að búast við þessu lengi, enda verða flestar þessara mynda frumsýndar í febrúarmánuði.

Við munum tilkynna listann yfir tilnefndar myndir á Kvikmyndir.is strax og hann verður birtur.

Smelltu hér til að lesa skemmtilega spá fyrir tilnefningarnar