Risafrumsýningarhelgi hjá Guardians of the Galaxy Vol. 2

Engin mynd í íslenskum bíóhúsum stóðst Marvel ofurhetjumyndinni Guardians of the Galaxy Vol 2 snúning nú um helgina, en greiddur aðgangaseyrir á myndina, sem er ný á lista, nam rúmum 16,6 milljónum króna. Myndin er enda bráðskemmtileg, og það kæmi ekki á óvart ef aðdáendur fyrri myndarinnar hafi fjölmennt í bíó.

Tekjur næst vinsælustu myndar helgarinnar, Stubbur stjóri, námu til samanburðar um 4,8 milljónum króna, en myndin er á sinni annarri viku á lista, og var á toppnum í síðustu viku. Þriðja vinsælasta myndin þessa vikuna er annar smellur og fyrrum toppmynd, Fast and the Furious 8. 

Þrjár aðrar nýjar myndir eru á íslenska bíóaðsóknarlistanum þessa vikuna. The Circle, með Tom Hanks og Emma Watson fór beint í sjötta sæti listans, danska verðlaunamyndin Land of Mine fór beint í 15. sætið og þýska myndin Eisheimat settist í 23. sætið eftir sýningar helgarinnar.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: