The Hurt Locker með flest verðlaun

Stærstu verðlaunahátíðir heims eru flestar á þessum árstíma, og því er tilvalið að kíkja í tilefni af því á þær myndir sem eru að raða sér inn á þær og athuga hver er að fá flestar tilnefningar og verðlaun.

Úr þessari könnun verður til sennilega eini listinn í heiminum í dag sem skartar ekki Avatar á toppnum, en hér situr stríðsmyndin The Hurt Locker stolt og keik, bæði með flestar tilnefningar og flest verðlaun.

Það skal tekið fram að í þessari lauslegu könnun á enn eftir að afhenda og tilkynna um sigurvegara í mörgum tilvikum auk þess sem Óskarsakademían á enn eftir að tilkynna um tilnefningar, þannig að þetta er að engu leyti opinber eða endanlegur listi, heldur eingöngu áhugaverð athugun:

(Mynd – Tilnefningar – Verðlaun)

  1. The Hurt Locker9951
  2. Precious89 41
  3. Up in the Air84 34
  4. Inglourious Basterds79 38
  5. Up 51 19
  6. An Education50 11
  7. Avatar41 14
  8. District 933 8
  9. Nine33 4
  10. A Single Man29 8