Topp 10 hrollvekjur Erlings Óttars Thoroddsen leikstjóra Kulda

Kvikmyndir.is bað hrollvekjuleikstjórann Erling Óttar Thoroddsen sem sendir frá sér myndina Kulda nú í vikunni, að taka saman lista yfir uppáhalds hrollvekjurnar sínar.

A Nightmare on Elm Street

A Nightmare on Elm Street (1984)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 94%
The Movie db einkunn7/10

Í Álmstræti, eða Elm Street, hrellir hinn klófingraði morðingi Freddy Krueger, Nancy Thompson og vini hennar, þau Tina Gray, Rod Lane og Glen Lantz, í draumum þeirra. Nancy þarf að hugsa hratt, því Freddy ræðst á hvert fórnarlambið á fætur öðru. Þegar hann er búinn að ná ...

Ég átti erfitt með að tálga valið niður í tíu myndir, en upprunalega „A Nightmare on Elm Street“ á líklegast alltaf eftir að tróna efst á persónulega listanum mínum. Ég var dauðhræddur við Freddy Krueger sem strákur en eftir því sem ég varð eldri öðlaðist ég meiri og meiri virðingu fyrir hugmyndaflugi og sköpunargleði Wes Craven í þessari mynd.

Profondo Rosso

Deep Red (1975)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 93%
The Movie db einkunn5/10

Myndin segir frá tónlistarkennara sem verður vitni af því að kona er myrt. Hann reynir að bjarga henni en án árangurs. Þegar hann fer að reyna að grafast fyrir um málið kemst hann að því að konan var miðill og ýmislegt dularfullt fer að koma í ljós....

Ég átti smá ítalskt hryllingsmynda tímabil sem unglingur, sem var á svipuðum tíma og DVD markaðurinn var að sækja í sig veðrið. Dario Argento var í miklu uppáhaldi þá og er enn þann dag í dag. Ég gæti eflaust skipt þessari út fyrir nokkrar aðrar af hans myndum (Suspiria og Phenomena voru þær fyrstu sem ég sá og dýrkaði), en Profondo Rosso inniheldur svo margt af því sem gerði hann sérstakan á þessum tíma. Ótrúleg kvikmyndataka, rosalegar morðsenur og flottasta Goblin sándtrakkið.

The Thing

The Thing (1982)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 85%
The Movie db einkunn8/10

Vísindamenn á Suðurheimskautinu eiga í höggi við geimveru sem getur skipt um form, og getur brugðist sér í líki fólksins sem hún drepur. Bandarískur vísindaleiðangur til Suðurheimskautsins er truflaður af hópi trylltra Norðmanna sem elta og skjóta hund. Þyrlan sem eltir hundana ...

Það er smá þema á þessum lista að einn titill ákveðins leikstjóra þarf að standa fyrir stóran hluta ferilskránnar. Halloween á að sjálfsögðu líka heima hérna, og sömuleiðis In the Mouth of Madness, og fleiri til. En það er eitthvað sérstakt við The Thing sem gerir hana tímalausa. Svo er ég líka svolítið veikur fyrir sci-fi / horror blöndunni. Ég hef örugglega séð þessa oftast í bíó af öllum myndunum á listanum, og það er alltaf jafn skemmtileg upplifun.

Alien

Alien (1979)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.5
Rotten tomatoes einkunn 93%
The Movie db einkunn7/10

Áhöfn námuvinnslugeimskipsins Nostromo, vaknar eftir djúpsvefn, og fer að rannsaka undarlegt neyðarkall frá nálægri plánetu. Á meðan á rannsókninni stendur, þá uppgötva þau að neyðarkallið var í raun viðvörun, en ekki neyðarkall. Þau lenda á plánetunni og finna stórt ...

Talandi um sci-fi horror, þá er ekki hægt að gera svona lista nema að setja Alien á hann. Framhaldið eftir James Cameron var uppáhaldsmyndin mín í mörg ár þegar ég var yngri, en smekkurinn er aðeins búinn að færast nær fyrstu myndinni á síðustu árum. Hún er bara svo ótrúlega fallega gerð, einföld og óhugnaleg. Rétt eins og geimveran sjálf. Og tónlistin eftir Jerry Goldsmith er í miklu uppáhaldi. Reyndar eiga flestar myndirnar hérna það sameiginlegt að vera með rosalega tónlist. Sigourney Weaver er einn mesti töffari kvikmyndasögunnar og ef ég væri ekki með ofnæmi og ætti kött, þá myndi ég nefna hann Jonesy.

Scream

Scream (1996)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 77%
The Movie db einkunn4/10

Einu ári eftir dauða móður Sidney Prescott, þá finnast tveir nemendur ristir á hol. Þegar fjöldamorðingi fer á kreik, þá fer Sidney að gruna að dauði móður hennar og hin tvö nýlegu dauðsföll, tengist með einhverjum hætti. Enginn er öruggur, nú þegar morðinginn byrjar að...

Var valin besta myndin á MTV verðlaunahátíðinni og Naomi Campbell var valin besta leikkonan á sömu hátíð.

Wes Craven fær þann heiður að vera eini leikstjórinn með tvær myndir á þessum lista. Ég sá Scream þegar ég var 12 ára og ákvað þar og þá að ég ætlaði líka að búa til bíómyndir. Scream virkaði líka eins og alfræðiorðabók á mig, þar sem ég gerði það að takmarki mínu að finna allar myndirnar sem hún reffaði og sjá þær. Sem betur fer var ég orðinn nettengdur þarna í kringum 1996-7 og ég fann allar Scream-aðdáenda síðurnar sem krufðu hana til beins og mergjar og bjó til langan lista af myndum til að sjá sem ég fór svo í gegnum næstu árin…

The Innocents

The Innocents (1961)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 95%
The Movie db einkunn5/10

Í Englandi, á Viktoríutímanum, ræður frændi hinnar munaðarlausu frænku sinnar Flora og frænda síns Miles, fröken Giddens til að ala börnin upp á heimili sínu. Fljótlega eftir að börnin koma þá fer Giddens að trúa því að andar fyrrum ríkisstjórafrúar, Fröken Jessen og ...

Ein sú besta og flottasta hrollvekja sem gerð hefur verið. Nær ennþá að vekja upp gæsahúð þótt hún sé rúmlega sextíu ára gömul. Og þó svo myndin gerist fyrir enn-lengra-síðan, þá er hún svo nútímaleg í því hvernig hún tekur á efninu, sérstaklega á lokamínútunum. Enda var Truman Capote einn af þeim sem skrifaði handritið eftir sögu Henry James. Deborah Kerr er mögnuð og myndatakan engri lík.

Dressed to Kill

Dressed to Kill (1980)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 83%
The Movie db einkunn2/10

Á meðan Kate Miller, miðaldra kynferðislega ófullnægð húsmóðir í New York, er í sturtu þá lætur hún sig dreyma kynferðisfantasíu um að sér sé nauðgað á meðan eiginmaður hennar stendur við vaskinn að raka sig. Seinna þennan sama dag, eftir að hafa kvartað við ...

Brian De Palma er í miklu uppáhaldi hjá mér og þó svo Dressed to Kill sé á mörkunum að vera „hryllingsmynd“, þá hefur hann svo gaman af því að nýta sér tungumál hrollvekjunnar í þessu yfirdrifna ástarbréfi til Hitchcock að ég held að hún sleppi. Ef fólki gefst tækifæri á að sjá þessa mynd — eða einhverja af bestu myndum De Palma — í bíó, þá mæli ég eindregið með því. Þessar myndir eru gerðar fyrir hvíta tjaldið og það er auðveldara að missa sig í stílbrögðunum í þannig umhverfi.

Don’t Look Now

Don't Look Now (1973)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
The Movie db einkunn7/10

Hörkuþriller um hjón sem ferðast til Feneyja. Þau eru í sárum eftir sviplegt dauðsfall dóttur þeirra. Í Feneyjum hitta þau tvær rosknar systur. Önnur þeirra er miðill með skilaboð að handan....

Vann BAFTA verðlaun fyrir kvikmyndatöku.

Önnur mynd sem er líka hvað þekktust fyrir ákveðin stílbrögð, en hún gæti ekki verið ólíkari formalismanum sem De Palma var að vinna í. Nicolas Roeg er töluvert meira abstrakt og expressjónískur. Klippingin í þessari mynd er mögnuð og það er erfitt að lýsa hughrifunum sem hún skapar. Ég var mjög mikið að hugsa um þessa mynd þegar ég gerði Rökkur, ekki bara um rauðu regnkápuna, heldur líka um þá pælingu að sjá fyrir eigin dauða en gera sér ekki almennilega grein fyrir því. Eða jafnvel halda áfram ótrauður í áttina að honum.

Poltergeist

Poltergeist (1982)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 88%
The Movie db einkunn3/10

Ung fjölskylda lifir venjulegu lífi í venjulegu hverfi þegar yngsta dóttirin í Freeling fjölskyldunni, Carol Anne, fer að tengjast við yfirnáttúruleg öfl í gegnum ótengda rás í sjónvarpinu. Ekki líður á löngu þar til þessi öfl berast inn í húsið og fara að færa til ...

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist, tæknibrellur og hljóðbrellur.

Ein af þeim myndum sem ég get horft á endalaust og fæ aldrei leið á. Samstarf Tobe Hooper og Steven Spielberg hljómar eins og eitthvað sem ætti ekki að virka en það áttu sér stað einhverjir miklir töfrar. Fullkomin 80s hrollvekja hvað mig varðar, með mikinn húmor og stórt hjarta. Það er ekki oft sem hægt er að kallar hryllingsmyndir „crowd pleasers“, en Poltergeist er það svo sannarlega.

The Shining

The Shining (1980)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.4
Rotten tomatoes einkunn 83%
The Movie db einkunn5/10

Maður, sonur hans og eiginkona ráða sig til vetrardvalar sem húsverði á einangrað hótel þar sem Danny, sonurinn, fer að sjá óhugnanlega hluti úr atburðum sem gerðust á hótelinu í fortíðinni, en hann býr yfir yfirnáttúrulegri náðargáfu sem þekkt er sem "The Shining". ...

Stanley Kubrick tilnefndur fyrir leikstjórn, myndin fyrir besta mynd, og fyrir bestu tónlist á Academy of Science Fiction, Fantasy

Ég get ekki sleppt The Shining, held að það teljist lögbrot. Ég verð líka að setja eina Stephen King mynd á listann, þó svo hann sé ekki mjög hrifinn af þessari aðlögun. The Shining er fullkomið dæmi um hvernig hægt er að skrúfa upp tón og andrúmsloft í yfirþyrmandi óhugnalegar hæðir. Það er einhver mjög skringileg ónotatilfinning sem situr í manni alveg frá fyrsta ramma, jafnvel þó svo ekkert augljóslega ógnvekjandi sé að gerast. Stanley Kubrick var ansi góður í að gera bíómyndir, það verður ekki tekið frá honum.

Nokkrar „honorable mentions“ myndir…

Texas Chain Saw Massacre, Twin Peaks Fire Walk With Me, Seven, Silence of the Lambs, It Follows, Event Horizon, Cure, Rosemary’s Baby, The Exorcist