Náðu í appið
70
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Scream 1996

(Scream 1)

Justwatch

Make Your Last Breath Count.

111 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 65
/100
Var valin besta myndin á MTV verðlaunahátíðinni og Naomi Campbell var valin besta leikkonan á sömu hátíð.

Einu ári eftir dauða móður Sidney Prescott, þá finnast tveir nemendur ristir á hol. Þegar fjöldamorðingi fer á kreik, þá fer Sidney að gruna að dauði móður hennar og hin tvö nýlegu dauðsföll, tengist með einhverjum hætti. Enginn er öruggur, nú þegar morðinginn byrjar að slátra hverjum manninum á fætur öðrum. Og allir eru grunaðir.

Aðalleikarar

Leikstjórn


Scream er sú mynd sem kveikti áhuga minn á hrillingsmyndum fyrir um 8 árum síðan. Ég held að það séu mjög fáir sem hafa ekki séð þessa mynd, og ef svo er ætti þeir að skammast sín, nei segi svona, en endilag taka myndina.


Ég man eftir því hvað allir voru spenntir fyrir þessari mynd, og hvað kom mikið af svona unglingahrollvekjum síðan eftir Scream.


Ég tók mér scream núna þetta kvöldið, því ég hef ekki séð hana í mörg ár, og var ég ekki fyrir neinum vondbrigðum. Alveg jafn góð og mér mynnti. Byrjunnar atriðið er náturlega bara algjör snild, og hefur algjörlega náð að koma sér á blað kvikmyndasögurnar. Ótrúlega frægt og bara rosalega gott atriði. Svo að sjálfsögðu endaatriðið sem er algjör gullmoli.


Myndin er lauslega um Sidney sem er ung stúlka sem misti´móðir sína. En móðir hennar var drepin á mjög dularfullan hátt. Einn daginn er stelpa í skólanum hennar drepin á mjög hrottalega hátt. Morðinginn hringir í fórnalömbin sín og spyr þær auðveldar spurningar um hrillingsmyndir, og ef þú getur vitlaus þá því miður, ertu dauð/ur.


Fyndin og skemmtileg, drápsatriðin skemmtileg, og mismunandi, algjörlega kick ass góð afþreiging.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Scream er nokkuð góð en hrollvekja er hún ekki fyrir fimmaura. Hún er miklu frekar gamanmynd krydduð með hrottafengnu ofbeldi. Neve Campbell kemur með fína takta eins og oftast og það að karakter hennar sé aðalsögupersónan er mikill plús því fyrir utan hana og Skeet Ulrich(sem leikur kærasta hennar og er fínn) þá eru allir leikararnir í myndinni eitthvað svo litlausir og þreytandi(nema náttúrulega Drew Barrymore en hún leikur bara í byrjunaratriðinu þannig að hún telst varla með). Hvað svo sem öðrum finnst þá fannst mér ég vera að horfa á hálf grunna mynd þó að ég geti fullyrt það að ég fékk það bætt upp með flottri umgjörð og krassandi endi. Tónlistin er mjög vel valin og dauðu punktarnir eru afskaplega fáir þannig að manni leiðist aldrei. Að lokum vil ég ráða fólki frá því að búast við hrollvekju þegar það horfir á Scream því að þó hún snúist um morð og blóðútshellingar er hún einfaldlega alltof létt og saklaus til að verðskulda hrollvekjustimpilinn. Samt góð og fær tvær og hálfa stjörnu fyrir áðurnefnda kosti. En ég taldi líka upp galla þannig að.......
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ein besta unglingahrollvekja allra tíma,hún er jafnvel betri en Halloween.

Málið með Scream er það hún er eiginlega að gera grín að raðmorðingja myndum svo sem Halloween og when a stranger calls.þetta er hinsvegar ekki gamanmynd þótt að hún er nokkuð skemmtileg á köflum.Spoiler viðvörun.

Myndin segir frá því að unglingsstúlka nokkur Casey(Drew Barrymore) er alein heima hjá sér að bíða eftir kærastanum sínum og fær ógnvekjandi símtöl frá morðóðum geðsjúklingi(sem við sjáum ekki í og vitum ekki hver er)sem þvingar hana að fara í spurnigaleik um hryllingsmyndir annars þá deyr kærastinn hennar og hún sjálf.

Og þetta endar með skelfingu.

Strax eftir morðið nánar tiltekið eftir slátrunina erum við stödd hjá aðalpersónu myndarinnar Sidney Presscott(Neve Campbell)sem hittir kærastan sinn Billy Loomis(Skeet Ulrich)(nafnið Loomis er stolið/tekið frá aðalpersónuna Halloween myndanna dr.Loomis)sem klifrar upp rósarunna til að koma leynilega inn um glugga til að hitta kærustuna.

Þetta atriði minnir heilmikið á atriði úr Nightmare on Elmstreet sem var gerð af leikstjóra Scream Wes Graven þegar Johny Depp klifrar upp rósarunna til að komast til kærustunnar.Ulrich hefur hugsanlega verið ráðinn í þetta hlutverk því að hann er nánast eins og Depp í Nightmare...

Daginn eftir þegar Sidney kemur í skólann er allt fullt að fjölmiðlum út af morðinu.

Myndin er svöl og spennandi og heill hellingur af minnisstæðum og flottum atriðum.Og atriðið með Drew Barrymore er lönguorðið þekkt.

Persónurnar eru skemmtilegar og þá má helst nefna löggustrákinn Dewey(David Arquette) og systur hans Tatum(Rose McGowan sem er besta vinkona Sidney

,kærasta hennar Stu(Matthew Lillard)og svo bestavin hans og kærasta Sidney Billy(Ulrich),hryllingsmyndanördinn Randy(Jamie Kennedy)og svo má ekki gleyma fjölmiðlatíkinni Gale Wethers(Courteny Cox) en hins vegar er Sidney(Campbell) virkilega leiðinlegur karakter).

Handritið eftir Kevin Williamson(faculity,i know what you did....)er skemmtilegt og frumlegt og Wes Graven stendur sig virkilega vel en búingarnir eru hrikalega ljótir og hallærislegir.

Mynd sem allir unglingar verða að sjá.3 og hálf stjarna.












Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góður spennutryllir eftir Wes Craven sem gerði hina frægu Nightmare on Elm street. Drew Barrymore er drepinn á byrjunnunni af brjáluðum morðingja sem er obsessed af hryllingsmyndum. En morðinginn er að drepa unglingana í bænum og þeir þurfa að varast þessum brjálæðing.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Wes Craven ætti að halda sig við Nightmare on Elm street en gerði þessa mynd samt alveg ágætlega. Drew Barrymore deyr á byrjununni og það atriði gæti verið eitt frægasta hryllingsmyndaatriði og hefur oft verið gert grín af. En hvað með það morðingi er í bænum og er að myrða flesta unglinga í bænum. Það mætti gera hljóðin í myndinni aðeins betur því splatter hljóðin eru mjög illa gerð. Samt er þetta ágætur spennutryllir og svoleiðis aðdáendur ættu að sjá þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.01.2024

Foreldrarnir fóru fjórtán sinnum í bíó

Þegar Top Gun: Maverick var frumsýnd í bíó var grínast með það á Twitter, nú X, að foreldrar Glen Powell, annars aðalleikara rómantísku gamanmyndarinnar Anyone but You, sem komin er í bíó á Íslandi, hefðu sé...

28.08.2023

Topp 10 hrollvekjur Erlings Óttars Thoroddsen leikstjóra Kulda

Kvikmyndir.is bað hrollvekjuleikstjórann Erling Óttar Thoroddsen sem sendir frá sér myndina Kulda nú í vikunni, að taka saman lista yfir uppáhalds hrollvekjurnar sínar. A Nightmare on Elm Street [movie id=897] Ég á...

22.03.2023

Ofurhetja beint á toppinn

Skemmtilega ofurhetjan Shazam í kvikmyndinni Shazam! Fury of the Gods gerði sér lítið fyrir og ruddi toppmynd síðustu viku, hrollvekjunni Scream 6, niður í annað sæti íslenska bíóaðsóknarlistans á sinni fyrstu viku á...

Svipaðar myndir


Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn