Náðu í appið
Scream

Scream (2022)

"It's Always Someone You Know"

1 klst 54 mín2022

Tuttugu og fimm árum eftir að hrottaleg morðalda skók hinn annars rólega smábæ Woodsboro, þá hefur nýr morðingi sett upp Ghostface grímuna.

Rotten Tomatoes76%
Metacritic60
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Tuttugu og fimm árum eftir að hrottaleg morðalda skók hinn annars rólega smábæ Woodsboro, þá hefur nýr morðingi sett upp Ghostface grímuna. Hann ræðst á hóp unglinga og myrk leyndarmál koma upp á yfirborðið. Til að leysa málið snýr Sidney Prescott aftur til bæjarins.

Aðalleikarar

Vissir þú?

David Arquette, sem er vottaður listmálari úr skóla landslagsmálarans Bob Ross, kenndi nokkrum meðleikurum sínum hvernig ætti að mála eins og Ross, í tökuhléum.
Á frumsýningardegi myndarinnar, þann 14. janúar 2022, eru liðin 25 ár og 25 dagar síðan fyrsta myndin var frumsýnd, sem var 20. desember 1996.
Þetta er fyrsta Scream myndin sem ekki er leikstýrt af Wes Craven. Hann lést úr krabbameini í ágúst árið 2015.
David Arquettte sagðist vera yfir sig spenntur að safna aftur hinu alræmda yfirvararskeggi, fyrir hlutverk Dewey Riley.
Persóna Dylan Minnette er að öllum líkindum kölluð Wes til minningar um Wes Craven, leikstjóra hinna Scream myndanna.
Dylan Minette fæddist níu dögum eftir að fyrsta Scream myndin var frumsýnd í desember 1996.
David Arquette og Jenna Ortega léku saman í kvikmyndinni Saving Flora áður en þau léku í Scream.
Í Scream frá 1996 segir Deway við Sidney: \"Mér finnst þú líkjast ungri Meg Ryan.\" Jack Quaid, sonur Meg Ryan og Dennis Quaid, leikur stórt hlutverk í nýju myndinni.

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Paramount PicturesUS
Project X EntertainmentUS
Radio SilenceUS
Spyglass Media GroupUS