Úr kvikmyndinni A Trip to the Moon (1902)
Í ljósi þess að rómantíska gamanmyndin Fly Me to the Moon lendir í kvikmyndahúsum bráðlega, er vert að skoða hvaða fleiri bíómyndir eru í boði þar sem sjálft tunglið er í brennidepli.
Athugaðu hversu margar þú hefur séð.
Nokkur ár eru liðin síðan Ted Striker bjargaði á hetjulegan hátt ótal mannslífum með því að forða flugslysi flugs 209, eftir að flugáhöfnin fékk matareitrun. Nú vinnur hann sem prufuflugmaður fyrir tunglflaug, en lendir óvart inni á geðdeild eftir að prufu tunglflaugin ...
Í Apollo 13 endurskapar leikstjórinn Ron Howard af mikilli nákvæmni mistök sem áttu sér stað í þriðju tunglferð geimferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA, og björgun geimfaranna þriggja sem voru um borð í tunglflauginni. Árið er 1970 og aðeins níu mánuðir eru liðnir frá því...
Tilnefnd til níu Óskarsverðlauna, en hlaut 2. Fyrir klippingu og hljóð.
Myndin gerist á tunglinu árið 2087. Eftir að vinsæll næturklúbbur Pluto Nash er brenndur til grunna fara Pluto og félagar hans að leita að vísbendingum um allt Tunglið um hver standi á bakvið voðaverkið. Pluto, ásamt þeim Bruno og Dina, fara á skuggalegt mótel sem er leynilegur ...
Geimfarinn Sam Bell hefur eytt þremur árum í geimstöð á tunglinu án nokkurs félagsskapar, þar sem hann fylgist með að steinefnavinnsla sem framkvæmd er af risastórum vélum, gangi eðlilega fyrir sig. Smám saman fer einveran að taka sinn toll á Sam, sem á engin bein samskipti við ...
Innan um hvítmáluð grindverk, vel snyrta garða og reisuleg úthverfahús leynist eitt svart hús í dauðum gróðri í kring. Þar býr hinn óyndislegi Gru en það sem nágrannarnir vita ekki er að undir húsinu er risastór leynihellir. Þar stjórnar Gru heilum her af skósveinum og hyggur...
Rétt fyrir ósigur Þýskalands í síðari heimsstyrjöldinni ákváðu nasistar að senda sýnishorn af sjálfum sér til tunglsins. Þar skyldi safnað kröftum og vopnastyrk til að geta síðar meir gert nýja árás á restina af mannkyninu eins og fyrri ráðagerð, sú sem klikkaði, ...
Myndin gerist 20 árum eftir atburði fyrstu myndarinnar, metsölumyndarinnar Independence Day, og segir frá því þegar geimverurnar koma aftur til að ná yfirráðum hér á jörðu, af enn meira afli en síðast, en Jarðarbúar hafa notað tæknina sem þeir kynntust í fyrstu myndinni til ...
Sannsöguleg mynd um líf geimfarans Neil Armstrong sem fyrstur steig fæti á tunglið, en myndin gerist í aðdraganda geimferðarinnar, 1961 -1969. Fjallað er um fórnirnar sem þurfti að færa í þessari hættulegustu ferð í sögu geimferðanna....
Fékk Óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur og Golden Globe fyrir bestu tónlist sem Justin Hurwitz samdi. Tilnefnd til sjö BAFTA-verðlauna og fernra Óskarsverðlauna.
Geimfarinn Roy McBride ferðast út að ystu mörkum sólkerfisins í leit að föður sínum sem hvarf í samskonar ferð nokkrum árum fyrr en gæti samt enn verið á lífi. Um leið reynir Roy að leysa ógnvekjandi gátu sem snertir framtíð alls lífs á Jörðu....
Dularfullt afl ýtir tunglinu af braut um Jörðu sem skapar stórhættu fyrir alla íbúa hennar. Aðeins nokkrar vikur eru þar til áreksturinn mun eiga sér stað og heimurinn er á barmi tortímingar. NASA stjórnandinn og fyrrum geimfarinn Jo Fowler er sannfærð um að hún viti hvernig hægt...