Watchmen heldur toppsætinu á Íslandi

Í BÍÓ
Stórmyndin Watchmen heldur toppsætinu yfir vinsælustu myndirnar á Íslandi í dag, en hún hefur nú þenað tæpar 12 milljónir. Race to Witch Mountain kemur ný inn í 2.sætið með tæpar 2 millur í kassanum, en mikið af nýjum myndum voru frumsýndar um helgina. Duplicity (1,2 millur) og Killshot (650 þúsund) koma nýjar inn í 4. og 6.sætið. Barnamyndin Blái fíllinn kemur einnig ný inn í 8.sætið. Arn: The Knight Templar gekk ekki nógu vel, kemst ekki inn á topp 10, en hún kemur ný inn í 13.sæti listans.

Á DVD
Mikil umröðun er á listanum að þessu sinni. Pride and Glory, Wild Child, Twilight, Madagascar: Escape 2 Africa, The House Bunny og Ghost Town koma allar nýjar inn á topp 20.

Smelltu hér til að skoða vinsælustu myndirnar á Íslandi og í Bandaríkjunum í dag!