SpennaRómantíkSpennutryllirVestri
Leikstjórn Sam Raimi
Leikarar: Sharon Stone, Gene Hackman, Russell Crowe, Leonardo DiCaprio, Tobin Bell, Roberts Blossom, Kevin Conway, Keith David, Timo Mugele, Mark Boone Jr., Lance Henriksen, Pat Hingle, Gary Sinise, Mark Boone Junior, Olivia Burnette, Fay Masterson, Raynor Scheine, Woody Strode, Jerry Swindall, Scott Spiegel, Sven-Ole Thorsen, Lennie Loftin
Ellen, óþekkt byssukona, kemur ríðandi inn í lítinn, sóðalegan og þunglyndislegan bæ úti á sléttunni, sem býr yfir leyndarmáli, sem er einnig ástæða þess að byssukonan er komin. Stuttu eftir að hún kemur í bæinn, er prestinum í bænum, Cort, hent í gegnum kráardyrnar um leið og bæjarbúar eru að skrá sig í skotkeppni. Í boði eru há peningaverðlaun og eina reglan er sú að maður eigi að fylgja reglunum sem upphafsmaður keppninnar, Herod, setti. Herod er einnig aðalmaðurinn í bænum og stjórnar þar öllu. Svo virðist sem hann hafi sett upp þessa skotkeppni til að presturinn ( sem var eitt sinn útlagi í liði með Herod ) þurfi að taka aftur fram byssubeltið og keppa. Cort hinsvegar harðneitar að nota byssu aftur og drepa fólk, en Herod, sem veit að Cort er besti byssumaðurinn í bænum, er staðráðinn í að fá hann til að skipta um skoðun, jafnvel þó að það kosti það að einhver láti lífið.
SpennaGamanGlæpa
Leikstjórn Luc Besson
Leikarar: Robert De Niro, Michelle Pfeiffer, Robert Wise, Dianna Agron, John D'Leo, David Belle, Domenick Lombardozzi, Joseph Perrino, Vincent Pastore, Paul Borghese, Kresh Novakovic, Dominic Chianese, Greg Antonacci
Mafíuforingi og fjölskylda hans eru flutt til rólegs bæjar í Frakklandi í vitnavernd, eftir að hafa gefið yfirvöldum upplýsingar um mafíuna. Þrátt fyrir að leyniþjónustumaðurinn Stansfield geri sitt besta til að láta þau halda sig á mottunni, þá er erfitt fyrir þau Fred Manzoni, eiginkonu hans Maggie og börn þeirra þau Belle og Warren, að snúa aftur til fyrri hátta og koma upp um sig með því að leysa málin með sínum eigin aðferðum, sem verður til þess að fyrrum félagar þeirra í mafíunni komast á snoðir um felustað þeirra. Ringulreið upphefst og nú þarf að jafna metin.
Útgefin: 5. desember 2013
GamanSpennutryllir
Leikstjórn Richard Ayoade
Leikarar: Jesse Eisenberg, Mia Wasikowska, Jean-Pierre Sentier, Fergie, Noah Taylor, James Fox, Keith Denny, Cathy Moriarty, Nathalie Cox, Gemma Chan, Gabrielle Downey, Craig Roberts, Susan Blommaert, Roy H. Wagner, Tim Key, Sally Hawkins, Chris O'Dowd, Joanna Finata, Scott Andrew Ressler
Simon er uppburðarlítill maður, og það fer lítið fyrir honum. Enginn tekur sérstaklega eftir honum í vinnunni, móðir hans fyrirlítur hann, og konan sem hann elskar virðir hann ekki viðlits. Hann sér enga von um að geta breytt þessu til betri vegar. Þá kemur til sögunnar nýr samstarfsfélagi, James, sem veldur róti á líf Simons. James er bæði nákvæmlega eins í úliti og Simon, en á sama tíma er hann algjör andstæða hans, sjálfsöruggur, hefur persónutöfra og á gott með að laða að sér konur. Simon til mikils hryllings, þá byrjar James smátt og smátt að yfirtaka líf hans.
Útgefin: 10. júlí 2014
RómantíkDramaStríð
Leikstjórn Lasse Hallström
Leikarar: Amanda Seyfried, Channing Tatum, Richard Jenkins, Henry Thomas, D.J. Cotrona, Cullen Moss, Gavin McCulley, Jose Lucena Jr., Keith Robinson, Scott Porter, David Andrews, Mary Rachel Dudley, Luke Benward, Jessica Lucas, William Howard
Savannah Curtis er ung hugsjónamanneskja sem í vorfríi frá skólanum sínum kynnist hermanninum John Tyree, sem þá er sjálfur í tímabundnu fríi frá herskyldu sinni. John fellur fyrir Curtis og hefst með þeim ástarsamband. Þegar hann er svo kallaður aftur í herinn ákveða þau að skiptast á bréfum til að viðhalda ástinni. Þegar hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnanna í New York eiga sér stað er John svo sendur til Mið-Austurlanda og þá verða bréfaskriftir eina leiðin fyrir John og Savönnuh að eiga samskipti. John er sífellt sendur í hættulegri verkefni og það eina sem heldur honum gangandi í gegnum þau eru bréfin sem hann fær frá Savönnuh. Brátt þarf hann samt að fara að spyrja sig hversu lengi hún getur beðið eftir honum...
Útgefin: 5. ágúst 2010
GlæpaHeimildarmynd
Leikstjórn Ryan White
Leikarar: Carl Koppelman, Cathy Terkanian, Bryan Fuller, Chris Haverdink, Jon Smith, Todd Workman, Bonnie Hellman
Þrautseig móðir leysir hina flóknu ráðgátu um hvarf dóttur sem hún gaf til ættleiðingar árið 1989.
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Takashi Yamazaki
Leikarar: Ryunosuke Kamiki, Minami Hamabe, Yuki Yamada, Munetaka Aoki, Hidetaka Yoshioka, Sakura Ando, Kuranosuke Sasaki
Risaófreskjan Godzilla, sem sækir líf sitt og kraft í ofurmátt kjarnorkusprengjunnar, birtist í Japan á eftirstríðsárunum, þegar þjóðfélagið er í sárum, og lemur landið enn lengra niður í svartnættið.
GamanRómantíkSöngleikur
Leikstjórn Peter Sullivan
Leikarar: Britt Robertson, Chad Michael Murray, Marla Sokoloff, Marc Anthony Samuel, Colt Prattes, Hector David Jr., Maxwell Caulfield, Michael Grossi, Beth Broderick, Maria Canals-Barrera, Meredith Thomas, Rivkah Reyes, Michael Gaglio
Brodway dansari setur upp Jólarevíu eingöngu með karlkyns leikurum til að bjarga næturklúbbi foreldra sinna - og hittir í leiðinni mann sem kann allar réttu hreyfingarnar.
DramaFjölskyldaÍþróttir
Leikstjórn Ellen Perry
Leikarar: Damian Lewis, Bob Hoskins, Rebekah Staton, Perry Eggleton, Kieran Wallbanks, Stephen Roberts, Alice Krige, Brandon Robinson, Jane March, Kristian Kiehling, Kenny Dalglish
Munaðarlaus drengur ferðast um þvera Evrópu til að komast á úrslitaleik í Meistaradeildinni í fótbolta í Istanbul í Tyrklandi árið 2005.
HeimildarmyndÆviágripTeiknað
Leikstjórn Benjamin Rednour, Benjamin Ree
Leynilegt líf ungs World of Warcraft spilara tekur á sig nýja mynd þegar vinir hans á netinu hafa samband við fjölskylduna eftir dauða hans. Í ljós kom að hann hafði leikið stórt hlutverk í samfélagi á netinu á meðan fjölskyldan hélt hann væri einmana og einangraður.
Heimildarmynd
Leikstjórn Jeff Zimbalist
Leikarar: Angela Nikolau, Ivan Beerkus
Tveir ofurhugar láta reyna á mörk ástar og trausts með því að klífa ólöglega eina af hæstu byggingum heims til að fremja þar fimleikaæfingar.
HeimildarmyndÆviágripÍþróttir
Leikstjórn Micah Brown
Leikarar: Connor Stalions, Tony Paul, Kelly Stalions, Brock Stalions, Nicole Auerbach, Isaiah Hole, Zachary Couzens
Í þessari heimildarmynd ræðir Connor Stalions í fyrsta sinn ásakanir sem tengjast stuldi á fótboltaskilti Michican Wolverines.
GamanÆvintýriFjölskyldaTónlistTeiknað
Leikstjórn Harve Foster, Wilfred Jackson
Sögumaðurinn Uncle Remus segir ungum dreng sögur um svikahrappinn Br´er Rabbit, sem snýr á Br´Fox og hinn treggáfaða Br´er Bear.
SpennaDramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Garth Pillsbury, Harrison Page
Leikarar: Lulu Wilson, Kevin James, Nancy Kulp, Robert Maillet, Amanda Brugel, Isaiah Rockcliffe, Ryan McDonald, John D. Hickman
Ferð unglingsstúlku í sumarbústað með föður sínum fer verulega úrskeiðis þegar hópur fanga ónáðar þau svo um munar.
RómantíkDrama
Leikstjórn Michael Sucsy
Leikarar: Rachel McAdams, Channing Tatum, Sam Neill, Scott Speedman, Jessica Lange, Tatiana Maslany, Lucas Bryant, Dillon Casey, Philipp Enders, Joey Klein, Joe Cobden, Stefano Dionisi, Shannon Barnett, Lindsay Ames, Jessica McNamee, Sarah Carter, Rachel Skarsten
Þau Leo og Paige eru ung og nýgift hjón sem sjá vart sólina hvort fyrir öðru. Kvöld eitt þegar þau eru á heimleið í mikilli hálku ekur stór vöruflutningabíll aftan á bíl þeirra með þeim afleiðingum að flytja þarf þau á sjúkrahús. Leo jafnar sig á slysinu á tiltölulega stuttum tíma en öðru máli gegnir um Paige sem vaknar upp gjörsamlega minnislaus um síðustu fimm árin í lífi sínu. Þar með man hún hvorki eftir Leo né hjónabandi þeirra. Þrátt fyrir að læknar telji að Paige eigi eftir að fá minnið aftur lætur það bíða eftir sér og það versta er að um leið hefur Paige algjörlega gleymt ástinni sem hún bar til Leos. Þess í stað upplifir hún tilveruna þannig að hún sé enn í sambandi við fyrrverandi kærasta sinn, þann sem hún var með áður en hún hitti Leo. Við þessum sérstöku aðstæðum þarf Leo að bregðast og ákveður að það eina sem hann getur gert er að vinna ástir Paige að nýju ... og þar með í annað sinn.
Útgefin: 19. júlí 2012
GamanRómantíkTónlist
Leikstjórn Stelana Kliris
Leikarar: Harry Connick Jr., Agni Scott, Ali Fumiko Whitney, Clarence Smith, Athina Roditou, Lea Maleni, Angeliki Filipidou, Tony Demetriou
Eftir misheppnaða endurkomuplötu, flýr rokkstjarnan John Allman til fallegrar Miðjarðarhafseyju, en kemst þá að því að heimili hans þar, efst á kletti, er alræmdur staður sem fólk flykkist að og þar á meðal gömul kærasta.
Gaman
Leikstjórn David Kyle
Leikarar: David Williams, Paul Rudd, Steve Carell, Jemaine Clement, Eric Jackson, Zach Galifianakis, Lucy Punch, Josh Flitter, David Walliams, Ron Livingston, Kristen Schaal, P.J. Byrne, Andrea Savage, Nick Kroll, Randall Park, Chris O'Dowd, Jeff Dunham, Patrick Fischler, Rick Overton, Eric Winzenried, Nicole LaLiberte, Alex Borstein
Þegar hann uppgötvar að yfirmenn hans í vinnunni halda matarboð sérstaklega fyrir heimska gesti, þá er það aðeins spurning um tíma hvenær honum verður sjálfum boðið. Um leið kynnist hann öðrum manni sem yrði kjörinn gestur í boðið.
Útgefin: 17. febrúar 2011
Gaman
Leikstjórn John Landis
Leikarar: Dan Aykroyd, Eddie Murphy, Ralph Bellamy, Don Ameche, Richard D. Fisher Jr., Denholm Elliott, Paul Gleason, Jamie Lee Curtis, Jim Newell, Frank Oz, Jim Belushi, Al Franken, Tom Davis, Maurice Woods, Jim Gallagher, Anthony DiSabatino, Bonnie Behrend, Sunnie Merrill, Mary St. John, Bonnie Tremena, David Schwartz, Tom Degidon, Alan Dellay
Louis Winthorpe er athafnamaður sem vinnur fyrir verðbréfafyrirtækið Duke og Duke sem bræðurnir Mortimer og Randolph Duke reka. Þeir þræta gjarnan um hin ólíklegustu og ómerkilegustu mál, og það nýjasta er hvort að það sé umhverfið eða genin sem ákvarða um hversu vel mönnum gengur í lífinu. Þegar Winthorpe rekst á bragðarefinn Billy Ray Valentine úti á götu, og heldur fyrir misskilning að hann sé að reyna að ræna sig, þá lætur hann handtaka hann. Þegar hann sér hve ólíkir menn þeir tveir eru, þá ákveða bræðurnir að veðja um hvað myndi gerast ef Winthorpe myndi missa vinnuna, heimili sitt og virðingu allra í kringum sig, og hvað myndi gerast í staðinn ef Valentine fengi starf Winthorpe. Þeir láta því handtaka Winthorpe og láta hann líta illa út gagnvart kærustunni. Nú þarf hann að reiða sig á vændiskonu sem var ráðin til að eyðileggja mannorð hans.
SpennutryllirVestriÆvintýri
Leikstjórn Ron Howard
Leikarar: Cate Blanchett, Robert Wise, Tommy Lee Jones, Evan Rachel Wood, Jenna Boyd, Aaron Eckhart, Val Kilmer, Eric Schweig, Steve Reevis, Jay Tavare, Ray McKinnon, Tracy Reed, Chi McBride, Elisabeth Moss, Clint Howard, Jean L. Speak, Margaret Cho, Jean L. Speak, Simon Baker
Myndin gerist á 19. öldinni í Mexíkó. Faðir kemur heim til að vera með uppkominni dóttur sinni, Maggie. Dóttur Maggie er rænt, og feðginin þurfa nú að hjálpast að við að ná henni aftur.