Náðu í appið
118
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Jumanji 1995

It's a jungle in there!

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
The Movies database einkunn 39
/100
Kirstein Dunst fékk verðlaun sem besta nýja unga leikkonan á Young Artist Awards

Myndin fjallar um dularfullt spil sem heitir Jumanji og býr yfir yfirnáttúrulegum kröftum. Þeir sem leika leikinn þurfa að vera undir það búnir að mæta hættum sem eru ekki af þessum heimi. Hér þýðir ekkert hálfkák og þrautirnar eru margar. Hér má ekki slá slöku við. Þeir sem leika þurfa að klára leikinn þótt það taki 26 ár eins og hjá söguhetjunni... Lesa meira

Myndin fjallar um dularfullt spil sem heitir Jumanji og býr yfir yfirnáttúrulegum kröftum. Þeir sem leika leikinn þurfa að vera undir það búnir að mæta hættum sem eru ekki af þessum heimi. Hér þýðir ekkert hálfkák og þrautirnar eru margar. Hér má ekki slá slöku við. Þeir sem leika þurfa að klára leikinn þótt það taki 26 ár eins og hjá söguhetjunni Alan Parrish. Myndin hefst árið 1969, þegar Parrish er 12 ára. En þar sem honum tókst ekki að ljúka leiknum verður hann fórnarlamb Jumanji-spilsins. Hann innilokast í heimi handan þessa heims og þarf að berjast gegn allskyns hættum og ógnum sem leynast í frumskógi einum sem uppfullur er af allskonar hindrunum sem hetjan þarf að yfirstíga. En 26 árum síðar uppgötvast hið dularfulla og ógurlega spila Jumanji af annarri söguhetju, Judy. Judy ásamt bróður sínum, Peter, kasta Jumanji- spilateningunum og opnast þeim þá ný vídd sem skilur að þennan heim frá sérstökum frumskógarheimi sem búinn er að vera heimkynni Alans. Alan hefur að vísu elst um 26 ár en er feginn að fá hina óvæntu liðshjálp. Gamla kærasta Alans mun líka skerast í leikinn og til samans leggja þau til atlögu við bandbrjálaða apa, ljón, nashyrninga, fíla og fleiri ógurleg og vígaleg dýr.... minna

Aðalleikarar


Myndin fjallar um Alan Parish. Einn dag þegar skólafélagar hans hafa barið hann í klessu, fer hann að heyra einhver einkennileg hljóð úr fjarska. Og því lengra sem hann fer, því sterkara verður hljóðið fyrir hann. Þegar hann er loksins kominn að byggingasvæðinu þar sem spilið er staðsett, ákveður hann að grafa spilið út og fara með það heim til sín. Og fær hann vinkonu sína Söru til að spila með sér Jumanji. Þau skoða reglur spilsins og leikmennina og finnst þetta mjög svalt. En þau verða hissa þegar leikmennirnir fara sjálfkrafa á byrjunarreit. Þau byrja leikinn og þegar Parish fær fimm les hann textann: In the jungle you must wait, until the dice reads five or eight. Og sér Sara Alan sjúgast inn í spilið sér til skelfingar. 26 ár líða og nýir íbúar eru komnir í íbúðina, kona og 2 krakkar. Þegar krakkarnir heyra sömu hljóð og Alan heyrði, verður áhuginn rosalegur. Þau finna Jumanji og byrja spila. Í gegnum þann tíma fá þau brjálaða apa og risa moskítóflugur. En þegar strákurinn fær 8, fá þau ljón og mann sem er álíka hairy og górilla. Þegar maðurinn bjargar þeim frá ljóninu sem þakklæti fyrir að komast úr leiknum, ákveður hann að finna foreldra sína. Þegar hann svo loksins finnur þau, sér hann að þau eru dáin. Og komast krakkarnir að því að þetta er Alan Parish. Þegar þau sýna honum Jumanji spilið, fríkar hann út fyrst. En þegar hann kemst að því að það eru fjórir spilarar á borðinu, þá kemst hann að því að það er verið að spila sama leikinn og hann byrjaði fyrir 26 árum. Og nú er það í höndum þeirra að klára spilið fyrir fullt og allt. Jumanji var ein stærsta mynd ársins 1995. Hún var rosalega stór í sniðum það ár, hún var meiriháttar skemmtun og hentaði fyrir alla. Ég sá hana 3 í bíóhúsunum því ég var svo heillaður af útliti hennar, hvernig stíllinn á myndinni var og hvernig myndin hélt manni spenntum út allan tímann. Robin Williams leikur Alan Parish eins og honum er einum lagið og alltaf gaman að honum(nema í Flubber). Bonnie Hunt er með ágæta takta í hlutverki hinnar taugaveikluðu Söru. Svo eru Kirsten Dunst(sem var nánast óþekkt þarna) og Bradley Pierce mjög góð í hlutverkum Judy og Peter. Einnig er Jonathan Hyde skemmtilegur í hlutverki veiðimannsins Van Pelt. Sviðsmyndin er flott og tæknibrellurnar magnaðar, og fær maður að sjá það best í atriðinu með dýrahjörðinni. Handritið er ágætt og leikstjórn Joe Johnston(Jurassic Park 3) er í fínum höndum. Svo finnst mér plottið sem kemur alveg í enda myndarinnar mjög sniðugt. Þó hún sé ekki að feta í sömu fótspor og Indiana Jones, Star Wars, Harry Potter o.fl góðar ævintýramyndir, þá stendur Jumanji samt uppi sem frábær bíómynd og skemmtun sem allir eiga vera búnir að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Prýðismynd sem segir frá spilinu Jumanji sem gerir allt vitlaust einn dag í smábæ í Nýja Englandi árið 1995. Robin Williams leikur Alan Parrish sem hefur verið fastur í spilinu(sjáið myndina þá fattiði) síðan 1969 en eftir tuttugu og sex ára fjarveru snýr hann aftur þökk sé Judy(Kirsten Dunst) og Peter(Bradley Pierce) sem frelsa Alan með því að halda spilinu áfram þar sem frá var horfið. Ljón, apakettir, kóngulær og fleira ganga berserksgang og nú er að klára spilið svo allt komist í samt lag. Já, fín gamanmynd sem fellur aldrei í þá gryfju að vera leiðinlega súrrealísk heldur er kaldhæðnislega fyndin og það er alltaf plús. Robin Williams er góður í sínu hlutverki, að vísu ekki eins góður og í Insomnia og One hour photo en er samt hér frekar alvarlegur og gerir það mjög sannfærandi. Einnig er Kirsten Dunst alveg frábær þó að hún hafi verið svona ung þegar myndin var gerð. Leikkona sem ég fíla vel. Ég vil þó setja út á myndina fyrir þann stóra galla að það er ekkert útskýrt hvaðan þetta spil kom upprunalega og hver bjó það til. Ef að það hefði verið gert og um leið hefði einhverskonar plot twist fylgt með þá hefði ég sennilega gefið myndinni þrjár og hálfa stjörnu. En fyrst að þessi mikilvæga spurning er skilin eftir ósvöruð þá verð ég að mínusa hálfa stjörnu. Samt sem áður, pottþétt skemmtun sem allir ættu að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd um strák sem finnur galdraspil sem hefur verið falið. Hann fer svo með það heim og spilar það við vinkonu sína svo þegar hann kastar þá koma stafir á einhvern grænan blett sem er í miðjunni og hann sogast inní græna bletti. Og stelpan verður skíthrædd og hleypur heim. Robin Williams fer á kostum. Já ég mæli mikið með að þið takið þessa mynd á vídeóleigu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir

Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn