Náðu í appið
Jumanji

Jumanji (1995)

"It's a jungle in there!"

1 klst 44 mín1995

Myndin fjallar um dularfullt spil sem heitir Jumanji og býr yfir yfirnáttúrulegum kröftum.

Rotten Tomatoes55%
Metacritic41
Deila:
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Hvar má horfa

Söguþráður

Myndin fjallar um dularfullt spil sem heitir Jumanji og býr yfir yfirnáttúrulegum kröftum. Þeir sem leika leikinn þurfa að vera undir það búnir að mæta hættum sem eru ekki af þessum heimi. Hér þýðir ekkert hálfkák og þrautirnar eru margar. Hér má ekki slá slöku við. Þeir sem leika þurfa að klára leikinn þótt það taki 26 ár eins og hjá söguhetjunni Alan Parrish. Myndin hefst árið 1969, þegar Parrish er 12 ára. En þar sem honum tókst ekki að ljúka leiknum verður hann fórnarlamb Jumanji-spilsins. Hann innilokast í heimi handan þessa heims og þarf að berjast gegn allskyns hættum og ógnum sem leynast í frumskógi einum sem uppfullur er af allskonar hindrunum sem hetjan þarf að yfirstíga. En 26 árum síðar uppgötvast hið dularfulla og ógurlega spila Jumanji af annarri söguhetju, Judy. Judy ásamt bróður sínum, Peter, kasta Jumanji- spilateningunum og opnast þeim þá ný vídd sem skilur að þennan heim frá sérstökum frumskógarheimi sem búinn er að vera heimkynni Alans. Alan hefur að vísu elst um 26 ár en er feginn að fá hina óvæntu liðshjálp. Gamla kærasta Alans mun líka skerast í leikinn og til samans leggja þau til atlögu við bandbrjálaða apa, ljón, nashyrninga, fíla og fleiri ógurleg og vígaleg dýr.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

TriStar PicturesUS
Interscope CommunicationsUS
Teitler FilmUS
PolyGram Filmed EntertainmentUS

Verðlaun

🏆

Kirstein Dunst fékk verðlaun sem besta nýja unga leikkonan á Young Artist Awards

Gagnrýni notenda (3)

Myndin fjallar um Alan Parish. Einn dag þegar skólafélagar hans hafa barið hann í klessu, fer hann að heyra einhver einkennileg hljóð úr fjarska. Og því lengra sem hann fer, því sterkara ...

★★★★☆

Prýðismynd sem segir frá spilinu Jumanji sem gerir allt vitlaust einn dag í smábæ í Nýja Englandi árið 1995. Robin Williams leikur Alan Parrish sem hefur verið fastur í spilinu(sjáið myn...

Frábær mynd um strák sem finnur galdraspil sem hefur verið falið. Hann fer svo með það heim og spilar það við vinkonu sína svo þegar hann kastar þá koma stafir á einhvern grænan blett...

Myndir í sömu seríu