Náðu í appið
128
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Blair Witch Project 1999

Frumsýnd: 12. nóvember 1999

In October of 1994 three student filmmakers disappeared in the woods near Burkittsville, Maryland, while shooting a documentary...A year later their footage was found.

86 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 81
/100

Heather Donahue, Michael Williams og Joshua Leonard, sem eru nemar í kvikmyndagerð, taka upp heimildarmynd um flökkusöguna, the Blair Witch, eða Blair nornina. Mörg börn hurfu á fimmta áratug síðustu aldar í skógunum nálægt Burkittsville í Maryland, og fólk forðast enn að fara langt inn í skóglendið. En kvikmyndagerðarfólkið ákveður að reyna að sanna... Lesa meira

Heather Donahue, Michael Williams og Joshua Leonard, sem eru nemar í kvikmyndagerð, taka upp heimildarmynd um flökkusöguna, the Blair Witch, eða Blair nornina. Mörg börn hurfu á fimmta áratug síðustu aldar í skógunum nálægt Burkittsville í Maryland, og fólk forðast enn að fara langt inn í skóglendið. En kvikmyndagerðarfólkið ákveður að reyna að sanna eða afsanna flökkusöguna, og hefur með í för tvær myndavélar og smá útilegubúnað. Í fyrstu þá finna þau litlar steinahrúgur sem hljóta að hafa verið hlaðnar af fólki, og síðar þá uppgötva þau að þau eru týnd í skóginum. Skelfileg hljóð um kvöldið og fleiri steinahrúgur á stöðum þar sem þau hafa ekki komið á áður valda mikilli skelfingu hjá þríeykinu. Og kvöld eitt, nokkrum dögum eftir að þau áttu að vera komin aftur heim, þá hverfur Josh. Einu ári síðar finnast myndavélarnar og þá sér fólk hvað gerðist í raun og veru í skóginum.... minna

Aðalleikarar


The Blair witch project er mjög öðruvísi mynd og það kemur aðallega út af því að hún var gerð eins og þetta væri alvöru þ.e.a.s. heimildarmynd en svo fékk maður fljótlega að vita að þetta var leikið. Nóg um það. Ég vil ekki kalla þessa mynd einhverja ofboðslega hrollvekju því að það eina sem hún er að byggja upp allan tímann er endirinn sem er það besta við myndina og þegar hún kemst á almennilegt flug lýkur henni. Þangað til er hefur hún nokkur dularfull atriði sem vekja áhuga hjá áhorfandanum og nær hrollvekju kemst hún ekki. Miðað við hvað það er lítið að gerast í þessari mynd þá kemur á óvart hvað hún er skemmtileg. Strangt til tekið þá er hún grunn og innantóm en það vegur upp á móti skemmtanagildsins þannig að eftir stendur leikin heimildarmynd sem er áhorfsins verð. Og ég ítreka það að lokaatriðið bjargar alveg myndinni og það er leitt að hún skyldi ekki hafa haldið áfram. Tvær og hálf stjarna segi ég.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þann 21. Október héldu 3 ungmenni frá Montgomry háskóla út í Black hills skóginn að festa 200 ára goðsögn um Blair nornina, ekkert hefur spurts til þeirra síðar. Ári seinna fundust upptökur þeirra. Þegar ég sá hana út í Bandaríkjunum þá skyldi ég hana svo lítið, en þegar mér var sagt frá henni og ég sá hana á Íslandi þá skálf ég af hræðslu. Og þegar hún var í sjónvarpinu fór það að minnka. Þetta fjallar um 3 krakka sem hverfa út í skógi og það er 1 stelpa 2 strákar, strákarnir enda með því að þeir treysta henni ekki alveg og síðan týna þau kortinu og verða að eilífu villt. En einn daginn vakna þau við það að einn af þeim er horfinn, og um nóttina heyra þau í honum og um morguninn finnast mannleyfar í poka fyrir utan tjaldsins, og endar með því að það verður rödd sem þeir fylgja sem er inni í húsi Rustin Parrs (sem myrti börn um fjórða áratuginn að skipun blair nornina) og fara þau niður í kjallara og enda þar niðri og deygja. Þetta er enginn mynd með tæknibrellum eins og í flestum hrollvekjum, heldur er þetta allt saman tekið með video tökuvélum og gerist myndin í skógi en myndin byrjar með því að ungmennin fara og taka viðtal við fólk varðandi við söguna um Blair nornina. Og þau gista eina nóttina áður en farið er inn í skóginn, og um næturnar heyra þau einhver einkennileg hljóð að eitthvað sé á gangi þarna úti. Og þessi mynd gerist í einni viku eða 8 daga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð hryllingsmynd sem er frekar óhugnaleg. Heather Donahue og hinir leikararnir leika þetta ótrúlega vel og leikstjórnin er frábær. Ef þið eruð hryllingsmynda aðdáendur kaupið þá þessa!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég fór á þessa mynd þá bjóst ég við að hún yrði miklu betri vegna þess að það var verið að tala svo mikið um öll hryllings atriðin í henni. En því miður þá varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Ég bjóst við algjörum hryllingi en fékk í staðinn eina af lélegustu hryllingsmyndum sem ég hef séð. Svo ég segi við fólk "ekki búast við neinu". Sumt var auðvitað óhugnalegt en þetta var ekkert miðað við það sem ég bjóst við.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég segi með óhugnalegri myndum heims. Þetta er sönn saga og þegar hún var í bíó héldu allir að þetta eru alvöru upptökur en þetta er bara leikið. 1994 fóru þrír háskólanemar í skóga Marylands til að gera heimildarmynd um Blair nornina. En þau týndust og komu aldrei aftur. Það var svo gert hörmulegt framhald sem heitir Blair Witch The Book Of Shadows.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn