Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Feel Good mynd
Amélie er frönsk mynd sem var gefin út árið 2001. Hún er sérstaklega falleg í öllum stílnum sínum, hvort sem það er aðalleikonan, söguþráðurinn eða tónlistin. Hún er ofarlega á uppáhalds evrópsku kvikmyndalistum fólks og er ein vinsælasta evrópska mynd allra tíma.
Hún fjallar um Amélie Poulain stórfurðulega stelpu á þrítugsaldrinum sem hefur átt undarlegt líf frá byrjun. Hún ólst upp sem einkabarn hjá föður sínum en mamma hennar dó af stórfurðulegum slysaförum.
Hún hefur aldrei fundið fyrir ást þó hún hafi reynt. Hún býr í París og vafrar um borgina á daginn og finnur sér ævintýri þar. Einn daginn breyttist líf hennar og örlög þegar hún rekst á myndaalbúm og fer að reyna að finna manninn sem á það. Þar með hefst enn annað ævintýri hennar.
Það er bara eitt orð yfir þessa mynd og það er yndisleg. Yann Tiersen samdi tónlistina sem að gerir myndina alveg ævintýralega. Audrey Tatou var óþekkt af heiminum fyrir gerð þessarar myndar og stendur hún sig frábærlega í aðalhlutverki sínu sem Amélie. Myndin er fyndin, sorgleg og kemur manni á óvart. Fólk ætti ekki að láta frönskuna stoppa sig við að horfa á þessa mynd!
Amélie er frönsk mynd sem var gefin út árið 2001. Hún er sérstaklega falleg í öllum stílnum sínum, hvort sem það er aðalleikonan, söguþráðurinn eða tónlistin. Hún er ofarlega á uppáhalds evrópsku kvikmyndalistum fólks og er ein vinsælasta evrópska mynd allra tíma.
Hún fjallar um Amélie Poulain stórfurðulega stelpu á þrítugsaldrinum sem hefur átt undarlegt líf frá byrjun. Hún ólst upp sem einkabarn hjá föður sínum en mamma hennar dó af stórfurðulegum slysaförum.
Hún hefur aldrei fundið fyrir ást þó hún hafi reynt. Hún býr í París og vafrar um borgina á daginn og finnur sér ævintýri þar. Einn daginn breyttist líf hennar og örlög þegar hún rekst á myndaalbúm og fer að reyna að finna manninn sem á það. Þar með hefst enn annað ævintýri hennar.
Það er bara eitt orð yfir þessa mynd og það er yndisleg. Yann Tiersen samdi tónlistina sem að gerir myndina alveg ævintýralega. Audrey Tatou var óþekkt af heiminum fyrir gerð þessarar myndar og stendur hún sig frábærlega í aðalhlutverki sínu sem Amélie. Myndin er fyndin, sorgleg og kemur manni á óvart. Fólk ætti ekki að láta frönskuna stoppa sig við að horfa á þessa mynd!
Var enginn einstakaur die hard aðdáandi evrópskra mynda, en heyrði svo jákvæða umfjöllun um þetta verk að ég ákvað að kaupa DVD útgáfuna. Amelíe er einstök persónutúlkun sem er hvílík í meðförum Audrei Taotuo, enda skaut þessi mynd henni hátt á himinn bæði vestra og í evrópu. Einstök frásögn leikstjórans, mögnuð persónutúlkun þar sem leikstjórinn heldur skemmtilega utan um persónurnar án þess að verða ekki afstrakt út úr yðrum veruleikans. Mæli eindregið með verki þessu, þarft aldeilis ekki að vera aðdáandi evrópskra mynda, þessi mun verða þitt augnakonfekt. Góða skemmtun. Koller ( Ankara Galacticos )
Ég verð eiginlega að segja að ég þurfti að sjá þessa mynd 2.svar.
Hér kemur fram nýtt meistaraverkfrá frakklandi um hina góðu og tryggu Amelíe sem gerir allt sem í hennar valdi stendur til að hjálpa þeim sem óhepnir verða.
Það kemur líka svolítið skemtilegt atvik þegar hún sér að Díana Prinsess hafi látist við það bregður henni svo að hún missir kúlu í fjöl og út kemur gamall hlutur sem annar gamall íbúi íbúðarinnar hefur átt og hún byrjar að leyta að honum ...
Einfaldlega falleg mynd.
Í senn hugljúf og falleg og líka alveg einstaklega vel gerð eins og vaninn er með J.P.J. Hún heldur manni hugföngnum í allar 120 mín. ´Tónlistin var frábær og skapaði alveg einstaka stemmningu í myndinni sem hreif mann með í sögunni. Það er ekki að ástæðulausu sem svona margir skrif vel um sömu mynd. Þessi mynd er komin á topp tíu hjá mér.
Snilldarmynd frá leikstjóra Delicatessen, fjallar um ákaflega furðulega stúlkukind með ótakmarkað ímyndunarafl. Sökum mjög svo óhefðbundins uppeldis er hún ekki alveg einsog fólk er flest, og gjörðir hennar margar allfurðulegar.
Ekki orð um það meir, bara farið og sjáið þessa snilld.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Jean-Pierre Jeunet, Matthew Marsh
Kostaði
$10.000.000
Tekjur
$173.921.954
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
14. desember 2001