Náðu í appið
The Hunted

The Hunted (2003)

"Some men should not be found."

1 klst 34 mín2003

Í skógum Silver Falls í Oregon býr Aaron Hallam, þrautþjálfaður sérsveitarmaður.

Rotten Tomatoes29%
Metacritic40
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Í skógum Silver Falls í Oregon býr Aaron Hallam, þrautþjálfaður sérsveitarmaður. Eftir að hann drepur fjóra veiðimenn á svæðinu, þá leitar alríkislögreglan FBI til L.T. Bonhan, eina mannsins sem getur stöðvað hann. Í fyrstu þráast L.T. við að taka þetta að sér, enda hættur störfum, en hann vann við að þjálfa sérsveitarmenn í að verða fyrsta flokks morðingjar. En þegar hann áttar sig á að drápin eru verk manns sem hann sjálfur þjálfaði, þá finnst honum hann þurfa að stöðva hann. Hann tekur verkið að sér og fer inn í skóginn, þjakaður af samviskubiti yfir að hafa ekki svarað bréfum þessa besta nemanda síns, áður en hann missti vitið. Aaron er brjálaður út í L.T. fyrir að hafa ekki svarað bréfum hans, en er samt viss um að þeir bindast órjúfanlegum böndum.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Alphaville FilmsUS
Lakeshore EntertainmentUS

Gagnrýni notenda (8)

Þetta er ekki neitt til að hrópa húrra yfir en samt alveg ágæt ræma. Benicio Del Toro leikur hermann sem var vitni af hræðilegum atburðum í Serbíu. Þá sturlaðist hann bara og fór að s...

Ágæt spennumynd með svölum tæknibrellum. Aaron Hallam (Benicio Del Toro,The usual suspects,Traffic) er hermaður sem varð klikkaður í Kósóvó stríðinu (held ég) og hættir að verða herm...

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd leikurinn er fínn en handritið er svo ofboðslega leiðinlegt ég get bara ekki lýst því hvað ég varð fyrir milum vonbrigðum ég var að pi...

★☆☆☆☆

William Friedkin (Exorcist, Rules of Engagement)hefði betur mátt sleppa því að leikstýra The Hunted því þessi mynd er alls ekki til þess fallinn að auka hróður hans sem leikstjóra. The H...

Þessi mynd var mér til mikilla vonbrigða þar sem að ég bjóst við góðri mynd miðað við leikaravalið í henni. Hún er eiginlega bara lélegt framhald af The fugitive. Mér fannst samt ver...

Tveir gæðaleikarar slást með hnífum

★★☆☆☆

Miðað við fagmennina sem hér eru um að ræða myndi maður búast við betri mynd, en The Hunted er bara ekki neitt sem maður hefur ekki séð ótal mörgum sinnum áður. Sagan minnir á fyrstu...

Þetta var hin fínasta ræma og vanntaði ekki spennuna. Hún fjallar um sérsveitamannainn Hallam (Benicio Del Toro) sem er sendur í svaðilör en eru minningarnar úr förinni alveg að fara með ...

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd sem ég hafði bundið miklar vonir við. Hún er nánast endurgerða af U.S Marshals því söguþræðirnir eru svo ofboðslega líkir. Myndin lof...