Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Rules of Engagement 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. júní 2000

A hero should never have to stand alone.

128 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 37% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Terry Childers ofursti á að baki 30 ára feril í hernum, margverðlaunaður eftir þjónustu í Víetnam, Beirút og í eyðimerkurstorminum í Persaflóastríðinu. En núna hefur landið sem hann hefur þjónað svo dyggilega, stefnt honum fyrir rétt vegna björgunaraðgerðar sem fór illilega úrskeiðis. Hann velur sjóliðsmanninn og ofurstann Hayes Hodges sem verjanda... Lesa meira

Terry Childers ofursti á að baki 30 ára feril í hernum, margverðlaunaður eftir þjónustu í Víetnam, Beirút og í eyðimerkurstorminum í Persaflóastríðinu. En núna hefur landið sem hann hefur þjónað svo dyggilega, stefnt honum fyrir rétt vegna björgunaraðgerðar sem fór illilega úrskeiðis. Hann velur sjóliðsmanninn og ofurstann Hayes Hodges sem verjanda sinn, en hann er kollegi hans og á honum líf að launa. Hodges er ekki besti lögfræðingurinn í bransanum, en Childers treystir honum eins og herbróður sem veit hvaða það er að taka mikla áhættu þegar mikið liggur við. Bundinn af þegnskyldu og vináttu, þá ákveður Hodges, með semingi þó, að taka málið að sér, og jafnvel þó að hann byrji að hafa efasemdir um þennan mann sem bjargaði lífi hans í Víetnam fyrir þremur áratugum síðan.... minna

Aðalleikarar


Rules of Enagement er um ofursta (Samuel L .Jackson) sem sendur er með lið sitt til Jemen til þess að bjarga sendiherranum þar úr landi, óeirðir hafa brotist þar út meðal múslima sem einfaldlega hata Bandaríkjamenn, sendiförin endar þannig að ofurstinn skipar mönnum sínum að skjóta á múslimina, 83 saklausir borgarar falla í valnum. Upphefst þá mikið plott, gegn ofurstanum sem hafði engan rétt á að drepa fólkið. Tommy Lee Jones kemur þá til sögunnar sem lögfræðingur Samuels. Of amerísk mynd en hljóðið og leikurinn hjá Samuel, Tommy og Guy Pearce er góður. Hækkar um hálfa stjörnu útaf MI2 trailerinum á undan myndinni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er kannski ekki rétti maðurinn til að kasta steini, þar sem ég fór út í hléi (eitthvað sem ég hef aldrei á ævi minni gert áður). Hins vegar finnst mér ég vera tilneyddur til að vara fólk við að fara á þessa mynd í blindni og trausti á leikara og leikstjóra, sem svo sannarlega mega muna sinn fífil fegurri. William Friedkin verður seint fyrirgefið fyrir að leggja nafn sitt við álíka bull, og Jones og Jackson ættu fara heim og skammast sín. Þrátt fyrir að hafa ekki þraukað út myndina fékk ég að heyra sögulok frá félaga mínum (sem hefur meira þol en ég). Ég get ekki annað greint en að boðskapurinn sem myndin skilji eftir sé þessi: "Það er allt í lagi að myrða 83 Jemena undir ákveðnum aðstæðum en gæta skal ýtrustu varkárni og valda ekki truflun á friði." Jæja já. Eitt enn......Samuel L. Jackson segir: "Takið Ameríska fánann með yður, hvert sem förinni er heitið".
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það olli mér miklum vonbrigðum hvað þessi mynd var innihaldslítil. Miðað við fólkið sem er viðriðið þetta klúður (Tommy Lee Jones, Samuel L. Jackson, Ben Kingsley, Anne Archer, William Friedkin) er þetta algjör vesalingur. Sagan af herforingjanum sem er sakaður um morð þegar hann skipar mönnum sínum ad skjóta á vopnaða mótmælendur í Yemen hefði getað orðið helvíti góð spennumynd. Í staðinn eru bæði Jones og Jackson algjörlega flatir, og Archer og Kingsley eru svo illa nýtt að það er hálf grátlegt. Og William Friedkin ætti ad skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur. Guy Pearce (L.A. Confidential), sem er ástralskur, er með einhvern undarlegan gervihreim sem er ekki nokkur leið að vita hvað á að vera. Vonbrigði... efniviðurinn bauð upp á svo miklu, miklu meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn