Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Endurgerð á samnefndri mynd sem kom út einu ári á undan endrgerðinni og frá sama leikstjóra en að þessu sinni framleiðir Sam raimi(Evil dead myndirnar,Spiderman myndirnar).Upprunalega myndin var góð 3stjörnu mynd því miður allt of ógeðsleg fyrir minn smekk.
Að því að þetta er frá sama leikstjóranum þá ætti endyrgerðin að vera jafn ef ekki betri heldur en sú upprunalega en því miður er það ekki.
Karen(Sarah Michelle Gellar)er hjúkrunfræðingur sem býr í Tokyo og fær það verkefni að hjálpa hálf lamaðri gamalli Amerískri konu sem býr þar með syni sínum og eiginkonu hans en svo finnur Karen strák læstann inn í skáp og sér undarlega sem drepur þá gömlu.Húsið hefur þá bölvun að allir sem fara þangað deyja eða gufa upp.Hvað gerðist þar og er hægt að rjúfa bölvuninni og mun Karen lifa af.
Svo inní þetta blandast saga prófessors nokkurs(Bill Pullman).
Myndataka er öðruvísi,myndatakan í upprunaleg var góð en þessi mikið verri.
Hnadritið er líka verra og leikstjórnin,allavega höfum við Söruh Michelle Gellar(sem er ekki nærri eins þokkafull og í cruel intentions eða I know...).
Sem betur fer eru viðurstyggilegu atriðin í upprunalegu myndinni ekki í þessari en Ný komin í staðinn og ekki eru þau mikið fallegri.
leikarinn sem leikur lögreglumanninn er töluvert verri en sá sem lék sömu persónuna í fyrri myndinni.
Alla vega höfaði Grudge ekki til mín en vonandi til einhverja aðra.
Minni á góða trailera beggja myndanna sem eru www.apple.com/trailers.
Þetta er ein besta hrollvekja sem ég hef nokkurn tímann séð!
Maður er alveg að deyja alla myndina...!!!!
Ég mæli verulega mikið með henni ef þú villt deyja úr hræðslu!!
Ég fór á the grudge til að sjá allmennilega hryllingsmynd en mér fannst hún ekki mjög góð, það er lélegur söguþráður í myndinni og höfundurinn reynir að gera myndina meira spennandi með því að fara alltaf til fortíðarinnar en það gerir myndina ruglingslegri og bara leiðinlega. the grudge er mjög lík the ring að mörgu leiti. Þó að það séu mörg bregðu atriði í grudge er hún ekki nógu hræðileg og mér finnst ring miklu meira scary. Þannig að það má segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd.
Kristján :)
Góð bregðumynd, engin Ring samt sem áður. Er einnig búinn að sjá japönsku forvera þessarar myndar JU-ON og finnst mér þessi ameríska endurgerð betri. Ekkert meira en bara ágæt hrollvekja, kemur aldrei til með að verða sígild.
Jæja,jæja... Ef ykkur fannst The Ring góð, fariði þá á þessa mynd... Ég hef sjaldan orðið fyrir jafn miklum vonbrigðum og á þessari mynd, ja nema kannski þegar ég sá The Ring! Fór á myndina og það reyndist vera nokkuð gott crowd í salnum, og svona to be honest þá hló allur salurinn út myndina! Eina scary atriðið varð drepfyndið þegar ein stelpan í salnum brá svo mikið, að hún missti kúlurnar sínar í gólfað svo glumdi í! En svona í alvörunni... Japanir eru þekktir fyrir sínar Anime myndir, þær meiga vera unreal, af því að þær eru teiknimyndir. Það sem gerir hryllingsmyndir scary er það að þær gætu (svona með ákveðnum fyrirvara) gerst. Ekki þessi... Ferlegt :(
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Takashi Shimizu, Stephen Susco
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
12. nóvember 2004
VHS:
28. febrúar 2005