Náðu í appið
The Rock

The Rock (1996)

"Alcatraz. Only one man has ever broken out. Now five million lives depend on two men breaking in."

2 klst 16 mín1996

Stanley Goodspeed býr í Washington D.C.

Rotten Tomatoes68%
Metacritic58
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Stanley Goodspeed býr í Washington D.C. í Bandaríkjunum, og er lífefnafræðingur og vinnur fyrir alríkislögregluna, FBI. Fljótlega eftir að kærasta hans, Carla Pestalozzi, tilkynnir honum að hún sé ófrísk, þá fær Stanley hringingu frá yfirmanni FBI, James Womack. Womack segir Stanley að búið sé að taka hið fyrrum alræmda Alcatraz fangelsi í San Fransisco í gíslingu ásamt 81 ferðamanni sem þar voru að skoða fangelsið. Sá sem er höfuðpaurinn í gíslatökunni er fyrrum sjóliðsforinginn Francis Xavier Hummel, sem í mörg ár hefur mótmælt því að ríkisstjórnin vilji ekki greiða bætur til fjölskyldna stríðshetja, sem dáið höfðu á vígvellinum. Andlát eiginkonu Hummels, Barböru, ýtti honum fram af bjargbrúninni, og hann lét verða af illvirkinu. Nú heldur hann fullt af fólki í gíslingu, til að koma sjónarmiði sínu á framfæri. Womack þarfnast Stanley af því að Hummel stal VX eiturefnavopnum, og hefur tilkynnt að hann muni skjóta þeim á San Fransisco og valda gríðarlegum hörmungum, nema að menn gangi að kröfum hans. Stanley kann að aftengja efnavopnin, en honum vantar aðstoð frá einhverjum sem þekkir Alcatraz nógu vel til að hann komist þangað inn ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Don Simpson/Jerry Bruckheimer FilmsUS
Hollywood PicturesUS
Buena Vista Pictures

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hljóð. Vann MTV verðlaun fyrir besta tvíeyki í bíómynd: Sean Connery og Nicolas Cage

Frægir textar

"Mason: Your best? Loosers always whine about their best. Winners go home and fuck the prom-queen! "

Gagnrýni notenda (18)

Ein besta mynd allra tíma!!

★★★★★

The Rock er algjör hetjumynd frá árinu 1996, gulláratugur kvikmyndasögunnar, þessi mynd segir frá Stanley Goodspeed og John Patrick Mason en þeir eru fengnir af FBI til að stöðva hryðjuver...

Hrein Snilld

★★★★★

Þetta er uppáhalds spennu/hasarmyndin mín. Önnur mynd Michael Bay ( Bad Boys myndirnar, Transformers myndirnar) og hans besta. Í myndinni leika Nicolas Cage (National Treasure myndirar, Ghost Rid...

★★★★☆

Sannkölluð klassík. Segir í stuttu máli frá vandamálum alríkislögreglunnar þegar hópur af landgönguliðum hertekur Alcatraz fangelsið ásamt nokkrum tugum gísla. Sean Connery leikur fyrr...

Nicholas Cage var upp á sitt besta á þessum tíma, 3 stórgóðar myndir komu út á stuttum tíma og urðu að algjöru meistaraverki. Stanley Goodspeed(Cage) er venjulegur lífeðlisefnavopnaf...

Án efa ein af bestu spennumynd sem gerð hefur verið. Sean Connery og Nicolas Cage. GEÐVEIK MYND !!!!!!!!!!!!

Tvímælalaust besta spennumynd sem ég hef nokkurntíman séð. Ógeðslega góð tónlist og geðveikt action. Taka þessa mynd, hún er mergjuð.

★★★★★

The Rock er ein af þeim fáu myndum sem Michael Bay hefur gert sem eru frammúrskarandi algjör snilld (líka bad boys). Snilldar kvikmyndartaka, mjög vel unnið hljóð, karaktervinnslan í handrit...

★★★★★

Þetta er besta spennumynd sem ég veit um með rosalegum leikurum og spennandi hasar og músíkin er frábær. Myndin byrjar með Gen. Hummel sem stelur helling af V-H poison gas eða eitruðun efni...

Frábær saga, flottur hasar, skemmtilegir leikarar, góður endir, gott illmenni. The Rock er bara frábær í alla staði og ég hef mælt með henni síðan ég sá hana fyrst. Nicholas Cage er tö...

Þetta er með þeim bestu myndum sem ég hef. Ef maður byrjar að horfa á hana verður ekki snúið við, maður verður að horfa á hana alla.

Þetta er hasarmynd sem heldur manni spenntum allan tímann. Sean Connery og Nicholas Cage eru fínir þótt maður hafi nú séð þá betri. Sean Connery leikur glæpamann en Nicholas Cage lögreglu...

Virkilega þreytt hasarmynd þar sem glóran víkur með öllu fyrir átökunum. Sean Connery, Ed Harris og Nicholas Cage eru allir úrvalsleikarar, en engum þeirra tekst að bjarga myndinni fyrir ho...

Frábær mynd. Fjallar um fyrrverandi njósnara (Sean Connery) sem var settur í fangelsi og hafði sloppið úr fangelsi sem var sagt ósigrandi en honum var náð aftur. Nokkrum árum seinna höfðu...