Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd er gjörsamlega misheppnuð. Leikararnir eru stífir sem lík og samtölin eru svo hallærisleg að engin venjuleg manneskja gæti látið þessi orð falla. Það er talað um að drepa fólk eins og elda kvöldmatinn. Þar sem engum í myndinn er sama um þetta fólk af hverju ætti áhorfendum að vera það. Myndin fjallar sem sagt um hóp af ungu krufningarfólki sem finnst gaman að leika þann leik að drepa einhvern og láta hina giska hvernig hann fór að því. Nýji gaurinn og aðalpersónan er leikin af Milo Ventimiglia. Mér er alveg sama þótt ég heyri aldrei um hann aftur. Anyway, hann ákveður án þess að hugsa neitt um það að taka þátt í leiknum og tilheyrandi veseni. Ég var ekki að kaupa þetta fyrir 5 aura. Þessi mynd hefði getað orðið nýja Flatliners en er í staðinn eitthvað óskilgreint bull sem enginn ætti að eyða tíma sínum í.
"There are 6.5 million people in the city, Ted. Trust me, this asshole will not be missed."
Pathology fjallar um ungt læknafólk á líkhúsi sem myrðir hina og þessa og notar kunnáttu sína til að nást ekki. Alveg fín mynd, þrælspennandi og tekst jafnvel að vera myrk á köflum en því miður líður hún fyrir verulega slappan leik(flesta leikaranna kannaðist ég lítið við fyrir utan leikkonuna úr Charmed þáttunum) og handritið er hálf klisjulega skrifað. En það sem kom mér stórlega á óvart voru öll ógeðsatriðin sem eiginlega minna talsvert á Saw. Jább. Pathology er á yfirborðinu býsna skemmtileg og flott mynd en hana skortir karaktera sem ná til manns og eins og ég segi þá er handritið klisjulega skrifað þó það sé í sjálfu sér kannski ekki 100% klisja. En svona vel tekin og drulluskemmtileg mynd verður bara að fá einkunn yfir meðallagi og því segi ég tvær og hálf stjarna eða 7/10 í einkunn.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
MGM
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
3. október 2008