Þessi mynd er gjörsamlega misheppnuð. Leikararnir eru stífir sem lík og samtölin eru svo hallærisleg að engin venjuleg manneskja gæti látið þessi orð falla. Það er talað um að drepa f...
Pathology (2008)
"Hver getur framið hið fullkomna morð?"
Pathology segir frá hinum bráðskarpa læknanema Ted Grey (Milo Ventimiglia), sem er að hefja starfsnám í Washingtonborg.
Bönnuð innan 16 áraSöguþráður
Pathology segir frá hinum bráðskarpa læknanema Ted Grey (Milo Ventimiglia), sem er að hefja starfsnám í Washingtonborg. Hann er að læra að verða réttarlæknir og vinnur með öðrum nemum með sama metnað. Hinir nemarnir líta Ted hornauga til að byrja með, en þegar hann sýnir hæfni sína við krufningar og greiningu á líkum er hann samþykktur af hinum samhenta hóp sem vinnur með honum. Þegar hann byrjar að eyða tíma með hópnum kemst Ted hins vegar að því að starfsfélagar hans eiga sér mjög skuggalegt áhugamál – þau skiptast á að fremja morð, sem hinir verða svo að ráða fram úr hvernig var framið, auk þess sem þau lifa mjög frjálslegu kynlífi. Brátt er Ted neyddur af Jake Gallo (Michael Weston), nokkurs konar leiðtoga hópsins, til að taka þátt hinum sjúku leikjum sem þau stunda, ellegar eiga á hættu að verða næsta fórnarlamb hinna færu en siðlausu réttarlæknanema. Hann þarf því að gera upp við sig hvort hann vill ná frama í draumafagi sínu, með óheyrilegum fórnarkostnaði, eða láta undan þrýstingi unnustu sinnar og reyna að sleppa út úr slæmum félagsskap sínum. Það getur þó reynst erfiðara en virðist að sleppa.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Plaköt
Framleiðendur


Gagnrýni notenda (2)
Pathology fjallar um ungt læknafólk á líkhúsi sem myrðir hina og þessa og notar kunnáttu sína til að nást ekki. Alveg fín mynd, þrælspennandi og tekst jafnvel að vera myrk á köflum en...





























