Náðu í appið
Jaws

Jaws (1975)

Ókindin

" If you forgot what terror was like...its back."

2 klst 4 mín1975

Það er heitt sumar á Amity eyju, litlu samfélagi sem hefur viðurværi sitt að mestu af ferðamönnum og heimsóknum á strendurnar á eyjunni.

Rotten Tomatoes97%
Metacritic87
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:HræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Það er heitt sumar á Amity eyju, litlu samfélagi sem hefur viðurværi sitt að mestu af ferðamönnum og heimsóknum á strendurnar á eyjunni. Þegar nýr lögreglustjóri, Martin Brody, uppgötvar leifar af fórnarlambi hákarlaárásar, þá bregst hann strax við með því að loka ströndunum þannig að fólk sé ekki að synda í sjónum. Þetta leggst illa í bæjarstjórann Larry Vaughn og nokkra athafnamenn í bænum. Brody neyðist til að afturkalla ákvörðun sína, en sér svo eftir því þegar ungur drengur lendir í kjaftinum á hákarli. Móðir drengsins ákveður að setja lausnargjald til höfuðs hákarlinum og ekki líður á löngu þar til úir og grúir af hákarlaveiðimönnum af ýmsu tagi og fiskimönnum sem vonast til að ná sér í pening, með því að fanga ókindina. Fiskimaður í bænum með mikla reynslu af því að veiða hákarla, Quint, býðst til að veiða skepnuna gegn myndarlegri þóknun. Bráðlega eru Quint, Brody og Matt Hooper, frá hafrannsóknarstofnuninni, komnir út á sjó til að reyna að veiða ófreskjuna. Eftir að þeir komast í tæri við hákarlinn, sér Brody að þeir þurfa að útvega sér stærri bát.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

The Zanuck/Brown CompanyUS
Universal PicturesUS

Verðlaun

🏆

Vann 3 Óskarsverðlaun, fyrir hljóð, tónlist og klippingu. Var einnig tilnefnd sem besta mynd.

Gagnrýni notenda (7)

★★★★☆

Flott mynd og spennandi nema þá fannst mér hún of löng seinasta partinn. Flott umhverfi og rosa flott atriði en já langdregin seinasta partinn. Hún er ekki beint meistara verk og á til ...

Þetta er stórmyndin sem kom Steven Spielberg á kortið og hún er mjög góð. Fyrst þegar ég sá hana var ég of ungur til að sjá virkilega gory atriðin og hélt fyrir augun, en nú eldri og ...

Meistaraverk,að mínu mati besta mynd Spielbergs. Risastór mannætuhákarl ógnar strönd smábæjar. Þegar hann er búinn að drepa eitthvað fólk ætla þrír menn að ná honum.Lögreglustjóri...

Jaws er myndin sem Steven Spielberg (E.T., Schindler´s List, Saving Private og Minorty Report) sló í gegn með. Hún er byggð á metsölu bók Peter Benchley. Handritið er mjög gott og er enginn...

Klassísk kvikmynd og einnig ein mesta, besta og allra frægasta spennumynd síðustu áratuga. Hún segir frá friðsælum baðstrandarstað á austurströnd Bandaríkjanna sem verður fyrir árás m...

Þetta verður að teljast ein af bestu myndum sem Steven Spielberg hefur nokkurn tímann gert. Myndin fjallar um þrjá menn sem að ætla að reyna að ná stórum, hvítum hákarli sem að hafði d...

Gagnrýni