Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Jaws 1975

(Ókindin)

If you forgot what terror was like...its back.

124 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
The Movies database einkunn 87
/100
Vann 3 Óskarsverðlaun, fyrir hljóð, tónlist og klippingu. Var einnig tilnefnd sem besta mynd.

Það er heitt sumar á Amity eyju, litlu samfélagi sem hefur viðurværi sitt að mestu af ferðamönnum og heimsóknum á strendurnar á eyjunni. Þegar nýr lögreglustjóri, Martin Brody, uppgötvar leifar af fórnarlambi hákarlaárásar, þá bregst hann strax við með því að loka ströndunum þannig að fólk sé ekki að synda í sjónum. Þetta leggst illa í bæjarstjórann... Lesa meira

Það er heitt sumar á Amity eyju, litlu samfélagi sem hefur viðurværi sitt að mestu af ferðamönnum og heimsóknum á strendurnar á eyjunni. Þegar nýr lögreglustjóri, Martin Brody, uppgötvar leifar af fórnarlambi hákarlaárásar, þá bregst hann strax við með því að loka ströndunum þannig að fólk sé ekki að synda í sjónum. Þetta leggst illa í bæjarstjórann Larry Vaughn og nokkra athafnamenn í bænum. Brody neyðist til að afturkalla ákvörðun sína, en sér svo eftir því þegar ungur drengur lendir í kjaftinum á hákarli. Móðir drengsins ákveður að setja lausnargjald til höfuðs hákarlinum og ekki líður á löngu þar til úir og grúir af hákarlaveiðimönnum af ýmsu tagi og fiskimönnum sem vonast til að ná sér í pening, með því að fanga ókindina. Fiskimaður í bænum með mikla reynslu af því að veiða hákarla, Quint, býðst til að veiða skepnuna gegn myndarlegri þóknun. Bráðlega eru Quint, Brody og Matt Hooper, frá hafrannsóknarstofnuninni, komnir út á sjó til að reyna að veiða ófreskjuna. Eftir að þeir komast í tæri við hákarlinn, sér Brody að þeir þurfa að útvega sér stærri bát.... minna

Aðalleikarar


Flott mynd og spennandi nema þá fannst mér hún of löng seinasta partinn.

Flott umhverfi og rosa flott atriði en já langdregin seinasta partinn.

Hún er ekki beint meistara verk og á til að vera pínu klisjukennd en auðvitað eftir Speilberg sem er meistari í klisjum og það skrítna er að allir elska þær en þetta er góð mynd á skilið þessar 3 stjörnur en kannski ekki meira en það(segi ég sem gaf american pie 4 stjörnur,það voru líka mistök)og svo þoldi ég ekki persónurnar ekki velskrifaðar og hélt ekkert með þeim,svolítið pirrand.

Myndin segir frá partýi á strönd í litlum strand og túrista bæ þar sem hópur af unglingum eru að djamma einn strákur hittir stelpu sem hann verður hrifinn af og þau

ætla að fara að synda saman og já kannski gera eitthvað annað og hún hleypur í sjóinn og strákurinn langt á eftir henni og þegar hún er komin langt í sjóinn ræðst á hana hákarl en strákurinn finnur hana ekki og finnst það skrítið að hún er bara horfin og svo fréttist ekkert af henni og daginn eftir þá tilkynnir hann lögunni um málið og fer með aðalpersónunni lögreglustjórabæjarins niður á strönd og þeir finna hálf étið og illa farið lík og hann sér að þetta hafi verið hákarlaárás.

Löggan fær ekki leyfi að tilkynna bænum um að hákarlaáráshættur vegna þess að þeir halda að aðsóknin minki svo hann neyðist til að standa aðgerðarlaus ámeðan hákarl ógnar ströndinni og er ekki fyrr en ráðist er á lítið barn að bæjarbúar reyna aðgera eitthvað í málinu.

Inn í þetta blandast svo skrítinn sjómaður sem ætlar sér að drepa skepnuna og svo ríkur hákarla sér fræðingur eða eitthavð álíka.

Góð Hollymynd þrátt fyrir þessa galla sem áður komu fram en ekki búast við að fá neitt meistaraverk en þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er stórmyndin sem kom Steven Spielberg á kortið og hún er mjög góð. Fyrst þegar ég sá hana var ég of ungur til að sjá virkilega gory atriðin og hélt fyrir augun, en nú eldri og búin að sjá hana alla mæli ég með að allir sem kunna að synda eða hafa farið oní vatn eða sjó farið á hana. Gætið ykkar samt í sjónum eftir á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Loksins er ég búinn að sjá myndina sem kom Steven Spielberg á kortið og þar er enginn smá mynd á ferðinni. Myndin fjallar um friðsælan og róglegan baðstrandsstað á austurströn Bandaríkjana sem verður skyndilega fyrir árásum frá risa stórum manætuhákarli. Lögreglustjórinn bæjarins, Martin Broody (Roy Scheider) verður mjög áhyggjufullur og þegar þrjár manneskur hafa látið lífið ákveður hann að leita hákarlinn uppi og koma honnum fyrir kattarnef. Hann fær í lið með sér gamla sjómanninn Quint (Robert Shaw) og nátturufræðinginn Matt Hooper (Richard Dreyfuss). Og eftir það fylgist maður með spennandi eltingaleik milli þeirra félaga og hákarlisins. Þetta er topp spenumynd sem fær hárin á manni til að rísa. Myndin sló í gegn á sínum tíma og hreppti hún þrenn óskarsverðlaun en þau voru fyrir bestu klippingu, besta hljó og fyrir bestu tónlist. Einnig var myndin tilnefnd til verðlaunana sem besta mynd ársins. Það kom mér á óvart að komast að því að Steven Spielberg var ekki einnu sinni tilnefndur fyrir leikstjórn sína en að mínu mati er hún í hæsta gæðaflokki. Leikurinn í myndini er mjög góður og fara þeir Roy Scheider,Robert Shaw og Richard Dreyfuss þar fremstir í flokki. Tónlistin í myndini er einn af sterku þáttm myndarinar og magnar hún spennuna í myndini. Kvikmyndatakan er líka í sér flokki og er það fáránlegt að hún fékk ekki einnu sinni tilnefningu til óskarsverðlaunana. Jaws er einn af þessum gömlu klassísku myndum sem eingin má láta fram hjá sér fara. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Meistaraverk,að mínu mati besta mynd Spielbergs. Risastór mannætuhákarl ógnar strönd smábæjar. Þegar hann er búinn að drepa eitthvað fólk ætla þrír menn að ná honum.Lögreglustjórinn (Roy Scheider,The Marathon Man) harðskeyttur sjóari (Robert Shaw,The Sting,From Russia With Love) og ungur sjávarfræðingur (Richard Dreyfuss,Close Encounters Of A Third Kind) en eltingaleikurinn verður mikill og eflaust deyja einhverjir. Sumum finnst hákarlinn vera illa gerður en mér finnst hann vera mjög vel gerður og ekki miðað við að myndin sé frá 1975. En aðrir hafa sínar skoðanir en Jaws er eflaust ein besta spennuhrollvekja síðustu ára.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jaws er myndin sem Steven Spielberg (E.T., Schindler´s List, Saving Private og Minorty Report) sló í gegn með. Hún er byggð á metsölu bók Peter Benchley. Handritið er mjög gott og er enginn galli við það.

Myndin segir frá baðstrandabænum Amity. Þar er hættulegur hákarl er á sveimi í sjónum. Lögreglustjórinn bæjarins, Martin Broody (Roy Scheider) er mjög áhyggjufullur. Og eftir tvö dauðsföll ákveður hann að fara að drepa hákarlinn. Í lið með sér fær hann sjómanninn Quint (Robert Shaw) og nátturufræðinginn Matt Hooper (Richard Dreyfuss). Eftir það sjáum við spennandi einvígi milli hákarlsins gegn þeim félögum.

Tónlistin er frábær og tryggir meiri taugaspennu. Eini galinn sem ég finn við þessa mynd er að hákarlinn er ekki nógu raunverulegur. Sem er nátturúlega eðlilegt því myndin er frá 1975. En þessi mynd er ein af bestu myndum Spielberg´s með mörgum öðrum reyndar. En þetta er spennumynd sem allir ættu að hafa gaman af.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Umfjallanir af öðrum miðlum

Svipaðar myndir

Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn