Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ágætlega leikin en þó með uppiskroppa handriti eftir John Ridley. Sean Penn leikur gaur sem fer einhvert upp í Mexíkó til að sleppa frá mafíósum sem hann skuldar pening. En hann hittir konuna sem Lopez leikur og þau verða ástfanginn og byrja að drepa eitthvað fólk og eitthvað. Ekki endilega það góð mynd en þó vel leikin.
Myndin er um (minnir mig) að einhver gaur (Sean Penn, Mystic river) fer út í Mexíkó til að sleppa frá mafíósum sem hann skuldar mikin pening eða að fara að ná í pening,ég man það ekki. En hann hittir persónuna sem Jennifer Lopez leikur og þau verða ástfangin og byrja að drepa einhverja sem hafa gert þeim lífið leitt. Ég vona að þetta sé rétti söguþráðurinn því ég man lítið eftir þessari mynd en hún var samt ofbeldsifull og mikið að blóta í myndinni en samt alveg ágæt mynd.
Þetta er nú held ég bara ein alversta ''svarta kómedía'' sem ég hef á ævinni séð. Það skemmir nú heldur betur þegar það er ekið yfir kött í byrjun og ekkert skilið eftir nema nokkur rifbein og líffæri. Síðan er nartað í dauðann hund í sama atriði ! Þegar þetta gerist þá vitið þið á hverju þið eigið von á !
U-turn er ein af bestu Ruglaðu-mig-í-hausnum myndum sem ég hef séð.Oliver Stone er í pottþéttum málum með þessa mynd,fullt af geðveikum leikurum og ágætis plott í gangi.Sean Penn er mjög góður í þessari mynd,en það sem er skemmtilegast við þessa mynd eru aukaleikararnir.Má þar nefna Joaquin Phoenix sem overprotectar kærustu sína(Claire Danes)og Jon Voight sem heimilisleysinginn.Það þarf ekkert að analysa karakterana í þessari mynd(þeir eru allir SNARGEÐVEIKIR)hvort sem það er lögreglustjórinn eða maðurinn á bílaverkstæðinu sem by the way er leikinn frábærlega af hinum magnaða Billy Bob Thornton.Ef þig langar að sjá mynd sem er í geggjaðri kantinum taktu þá þessa.
Hvað eru allir að pæla með því að dissa Oliver Stone? U-Turn sannar enn og aftur að Stone er kóngurinn. Myndin er afskaplega vel tekin og skapar smá film-noir stemming sem sakar ekki. Sean Penn stendur sig æðislega og ekki má gleyma Nick Nolte, Claire Danes, Jon Voight og að sjálfsögðu Billy Bob Thornton. Handritið er geðveikt og endurinn kemur á óvart. U-Turn er einstök flétta sem ætti ekki valda vonbrigðum.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
8. maí 1998
VHS:
28. október 1998