Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þrususpennandi og flott
Það er greinilegt að Michael Bay hefur hlustað á gagnrýnisraddirnar sem ómuðu eftir síðustu mynd, því þessi er margfalt betri og að sumu leyti sú besta að mínu mati.
Sagan er góð og inniheldur nokkur skemmtileg tvist og handritið er fínt. Myndin er dekkri en þær fyrri og það er mun alvarlegra andrúmsloft sem vofir yfir, en það er þó ekki langt í húmorinn og meira að segja hann hefur tekið jákvæðum breytingum, þ.e. ekki eins smábarnalegir eða þvingaðir brandarar og í hinum myndunum. Þá eru leikararnir að gera fína hluti hér, Shia LeBeouf fær að sýna meira litróf í tilfinningum og gerir það vel, John Turturro er skemmtilegri en áður, Frances McDormand og Patrick Dempsey koma sterk inn og John Malkovich er þrusufyndinn í sínu litla hlutverki. Mér finnst þó rétt að hrósa nærfatamódelinu Rosie Huntington Whiteley fyrir að komast nokkuð vel frá sinni frumraun, en mér finnst hún mun viðkunnanlegri heldur en Megan Fox, þó svo sú síðarnefnda sé nokkuð heitari. Hennar persóna gerir meira fyrir myndina heldur en bara vera augnkonfekt og er það vel.
En aðalstjörnur myndarinnar eru vissulega vélmennin sjálf og eru þau sem áður virkilega flott og nýjar persónur eins og Sentinel Prime og Laserbeak koma flottar inn. Þá er ég sérstaklega ánægður með að fá loksins að sjá hvað er að gerast, en heldur hefur dregið úr Bayhem stílnum og hver rammi af vélmenna bardögum nýtur sín því til fulls. Þrívíddin er flott og augljóst að Bay umgengst tæknina af sömu virðingu og James Cameron, því hún er aldrei of áberandi en kryddar samt myndina út í gegn. Þegar ég spái í göllum detta mér í raun fáir í hug, það er helst að nefna of mikla tónlistarnotkun, en hún yfirgnæfir oft önnur hljóð þannig að það er stundum eins og maður sé að horfa á flott tónlistarmyndband frekar en bíómynd. Mér fannst lokabardaginn líka nokkuð snubbóttur, en kannski er bara ágætt að fá ekki alltof stóran skammt af látunum í einu.
Af öllu framansögðu get ég ekki annað en gefið þessari mynd topp einkunn fyrir frábært skemmtanagildi sem er vel aðgangseyrisins virði. Takk fyrir mig Bay, þú ert á réttri leið með þessari.
Það er greinilegt að Michael Bay hefur hlustað á gagnrýnisraddirnar sem ómuðu eftir síðustu mynd, því þessi er margfalt betri og að sumu leyti sú besta að mínu mati.
Sagan er góð og inniheldur nokkur skemmtileg tvist og handritið er fínt. Myndin er dekkri en þær fyrri og það er mun alvarlegra andrúmsloft sem vofir yfir, en það er þó ekki langt í húmorinn og meira að segja hann hefur tekið jákvæðum breytingum, þ.e. ekki eins smábarnalegir eða þvingaðir brandarar og í hinum myndunum. Þá eru leikararnir að gera fína hluti hér, Shia LeBeouf fær að sýna meira litróf í tilfinningum og gerir það vel, John Turturro er skemmtilegri en áður, Frances McDormand og Patrick Dempsey koma sterk inn og John Malkovich er þrusufyndinn í sínu litla hlutverki. Mér finnst þó rétt að hrósa nærfatamódelinu Rosie Huntington Whiteley fyrir að komast nokkuð vel frá sinni frumraun, en mér finnst hún mun viðkunnanlegri heldur en Megan Fox, þó svo sú síðarnefnda sé nokkuð heitari. Hennar persóna gerir meira fyrir myndina heldur en bara vera augnkonfekt og er það vel.
En aðalstjörnur myndarinnar eru vissulega vélmennin sjálf og eru þau sem áður virkilega flott og nýjar persónur eins og Sentinel Prime og Laserbeak koma flottar inn. Þá er ég sérstaklega ánægður með að fá loksins að sjá hvað er að gerast, en heldur hefur dregið úr Bayhem stílnum og hver rammi af vélmenna bardögum nýtur sín því til fulls. Þrívíddin er flott og augljóst að Bay umgengst tæknina af sömu virðingu og James Cameron, því hún er aldrei of áberandi en kryddar samt myndina út í gegn. Þegar ég spái í göllum detta mér í raun fáir í hug, það er helst að nefna of mikla tónlistarnotkun, en hún yfirgnæfir oft önnur hljóð þannig að það er stundum eins og maður sé að horfa á flott tónlistarmyndband frekar en bíómynd. Mér fannst lokabardaginn líka nokkuð snubbóttur, en kannski er bara ágætt að fá ekki alltof stóran skammt af látunum í einu.
Af öllu framansögðu get ég ekki annað en gefið þessari mynd topp einkunn fyrir frábært skemmtanagildi sem er vel aðgangseyrisins virði. Takk fyrir mig Bay, þú ert á réttri leið með þessari.
Stutt umfjöllun
Mjög flottar tæknibrellur, 1klst of löng.
Verður að sjá þessa í bíó, virkar ekki á DVD.
6 af 10
Mjög flottar tæknibrellur, 1klst of löng.
Verður að sjá þessa í bíó, virkar ekki á DVD.
6 af 10
Poppkornsmynd eins og engin önnur!
Ég gjörsamlega skil ekki fólk sem kallar Micheal Bay slæman kvikmyndagerðarmann. Þótt hann sé kannski ekki alltaf með plottið á hreinu kann hann svo sannarlega að skemmta fólki og um það snýst bíó. Auðvitað er gott að horfa á einhver aðeins þyngri myndir eða ekki beint poppkornsmyndir en inn á milli verður að sjá eitthvað líflegra og það gerist ekki líflegra en Transformers-serían. Gagnrýnendur hafa verið frekar harkalegir sem ég skil einfaldlega ekki.
Dark of the Moon er klárlega besta myndin í seríuna og gríðarlegt stökk upp á við hinni ágætu Revenge of the Fallen. Dark of the Moon byrjar með ágætlega skemmtilegu plotti um að geimskip Autobots hafi lent á tunglinu og menn eru sendir til að skoða það (Fyrsta tungl-lendingin), meira segi ég ekki en svo flækist þetta verulega og Dark of the Moon er með besta plott myndanna. Kannski ekki frábært, en mjög fínt til að tengja saman sjúkustu hasaratriðin.
Fyrri helmingur myndarinnar er mjög skemmtilegur, fylltur með húmor og ágætum söguþræði. Vélmennin eru líka miklu svalari hérna en áður og Optimus Prime er fully upgraded sem er náttúrúlega endalaust geðveikt! Mér fannst samt heratriðin ekkert svakaleg í fyrri helmingnum, þá beið ég bara eftir atriðum með Shia LaBeouf og co.
Seinni helmingurinn, eða seinasti klukkutíminn, er kliiiikkaður! Slow-motion er oft notað en ég hef ekkert neikvætt um það að segja því það var svo flott og vel gert (tæknibrellurnar þá, ásamt töku). Maður var oft mjög nálægt átökunum og sitjandi í Egilshöll og í 3D kom það geðveikslega út, maður var bara í miðjum átökunum. Gæsahúð var ekki fjarverandi þennan klukkutíma og ákveðið atriði með Optimus Prime nálægt endalokunum er eftirminnilegt og hreinlega AWESOME!
Leikararnir eru allir skítsæmilegir og standa sig í sínu. Shia LaBeouf er Shia LaBeouf og mér líkar alveg við hann, hann er fyndinn, hann kann að hlaupa. Hvað þarf meira í svona mynd? Hergæjarnir eru bara eins og alltaf, alveg eins. Rosie Huntington-Whiteley kom smá á óvart. Hún var ekki besta leikkonan en svakalega sjarmerandi og heldur ekkert ljót. Ken Jeong kom með húmorinn ásamt John Malkovich en Ken hafði samt mun meira að gera, plott-wise. John Malkovich var bara... frægt andlit. Það er samt Alan Tudyk sem stelur senunni á þeim stutta skjátíma sem hann fær sem þýski hjálparinn sem virðist vera geðveikur á sumum tímapunktum.
Myndin er geðveikt, langbesta myndin í seríunni og langsvalasta. Seinasti klukkutíminn er GEÐVEIKUR og ég skil ekki hvernig þeir höfðu tíma að gera þessa mynd á 2 árum eða svo.
8/10
Gjörsamlega klikkuð mynd sem ætti að skemmta öllum nema fúlu fólki (ehem... Fréttablaðsgaurinn) sem skilja ekki að maður eigi að skemmta sér í bíó og fíla örugglega bara Brúðgumann eða eitthvað annað sull.
Ég gjörsamlega skil ekki fólk sem kallar Micheal Bay slæman kvikmyndagerðarmann. Þótt hann sé kannski ekki alltaf með plottið á hreinu kann hann svo sannarlega að skemmta fólki og um það snýst bíó. Auðvitað er gott að horfa á einhver aðeins þyngri myndir eða ekki beint poppkornsmyndir en inn á milli verður að sjá eitthvað líflegra og það gerist ekki líflegra en Transformers-serían. Gagnrýnendur hafa verið frekar harkalegir sem ég skil einfaldlega ekki.
Dark of the Moon er klárlega besta myndin í seríuna og gríðarlegt stökk upp á við hinni ágætu Revenge of the Fallen. Dark of the Moon byrjar með ágætlega skemmtilegu plotti um að geimskip Autobots hafi lent á tunglinu og menn eru sendir til að skoða það (Fyrsta tungl-lendingin), meira segi ég ekki en svo flækist þetta verulega og Dark of the Moon er með besta plott myndanna. Kannski ekki frábært, en mjög fínt til að tengja saman sjúkustu hasaratriðin.
Fyrri helmingur myndarinnar er mjög skemmtilegur, fylltur með húmor og ágætum söguþræði. Vélmennin eru líka miklu svalari hérna en áður og Optimus Prime er fully upgraded sem er náttúrúlega endalaust geðveikt! Mér fannst samt heratriðin ekkert svakaleg í fyrri helmingnum, þá beið ég bara eftir atriðum með Shia LaBeouf og co.
Seinni helmingurinn, eða seinasti klukkutíminn, er kliiiikkaður! Slow-motion er oft notað en ég hef ekkert neikvætt um það að segja því það var svo flott og vel gert (tæknibrellurnar þá, ásamt töku). Maður var oft mjög nálægt átökunum og sitjandi í Egilshöll og í 3D kom það geðveikslega út, maður var bara í miðjum átökunum. Gæsahúð var ekki fjarverandi þennan klukkutíma og ákveðið atriði með Optimus Prime nálægt endalokunum er eftirminnilegt og hreinlega AWESOME!
Leikararnir eru allir skítsæmilegir og standa sig í sínu. Shia LaBeouf er Shia LaBeouf og mér líkar alveg við hann, hann er fyndinn, hann kann að hlaupa. Hvað þarf meira í svona mynd? Hergæjarnir eru bara eins og alltaf, alveg eins. Rosie Huntington-Whiteley kom smá á óvart. Hún var ekki besta leikkonan en svakalega sjarmerandi og heldur ekkert ljót. Ken Jeong kom með húmorinn ásamt John Malkovich en Ken hafði samt mun meira að gera, plott-wise. John Malkovich var bara... frægt andlit. Það er samt Alan Tudyk sem stelur senunni á þeim stutta skjátíma sem hann fær sem þýski hjálparinn sem virðist vera geðveikur á sumum tímapunktum.
Myndin er geðveikt, langbesta myndin í seríunni og langsvalasta. Seinasti klukkutíminn er GEÐVEIKUR og ég skil ekki hvernig þeir höfðu tíma að gera þessa mynd á 2 árum eða svo.
8/10
Gjörsamlega klikkuð mynd sem ætti að skemmta öllum nema fúlu fólki (ehem... Fréttablaðsgaurinn) sem skilja ekki að maður eigi að skemmta sér í bíó og fíla örugglega bara Brúðgumann eða eitthvað annað sull.
Stórskemmtileg brelluorgía
Michael Bay þarf alltaf að toppa sig. En það er hins vegar með ólíkindum hvað hann nær að gera það vel. Þegar fyrsta Transformers-myndin kom út var maður orðlaus yfir brellusýningunni og hvorki vantaði hávaðann né brjálæðið. Svo kom framhaldið út tveimur árum seinna sem lét forvera sinn líta út eins og upphitun. Bay hækkaði í öllu og jók magnið á hverju einasta hráefni. Ég lét það að vísu ekkert koma mér á óvart. Hann gerði svipað með Bad Boys II. Transformers: Dark of the Moon er fyrsti þristurinn sem hann gerir á ferlinum sínum og menn geta aðeins rétt ímyndað sér hversu langt hann gengur til að sjá til þess að markhópurinn fái miklu stærri skammt af fjörinu sem borgað er fyrir. Fyrsta myndin er t.d. farin að líta út eins og Woody Allen-mynd í samanburði við þessa.
Kannski ég taki það stutt fram að ég var mikið Transformers-barn í æsku. Ég átti eitthvað af leikföngunum og horfði mikið á teiknimyndirnar sem í dag þykir mér afskaplega hallærislegar - þótt barnið inni í mér neiti að viðurkenna það. Bíómyndirnar finnst mér betri vegna þess að hasarsenurnar bjóða upp á alls kyns absúrdleika sem manni hefði aldrei dreymt um að sjá áður en tölvutæknin varð eins og hún er í dag. Fyrsta myndin var skemmtileg en sýndi alltof lítið af vélmönnunum og of mikið af leiðinlegum persónum til að gera hana nógu fullnægjandi. Bayhem-stíllinn þjónaði heldur ekki hasarnum oft vel, sérstaklega í endann. Myndavélin var stanslaust að pana út í allar áttir á óþæginlegum hraða og klippingin reyndi oft á þolinmæðina. Ég þurfti að horfa á myndina í annað eða þriðja sinn til að sjá sumstaðar hverjir börðust við hverja. Vélmennin líta oftast eins út þegar þú sérð hvern og einn í rétt svo sekúndu.
Ég er ábyggilega sá eini í heiminum sem líkaði aðeins betur við hina marghötuðu Revenge of the Fallen. Ástæðan er einfaldlega sú að hún fækkaði heilmikið í mennsku persónunum, hafði mun stabílli tökustíl og meira af vélmönnum til að slást um athyglina. Ég skil samt fullvel af hverju mörgum finnst sú mynd vera drasl; Sagan var svo illa úthugsuð að Optimus Prime sjálfur hefði getað keyrt í gegnum plottholurnar. Bay reyndi líka aðeins of mikið að ná til allra aldurshópa með húmor sem var bæði smábarnalegur og ónauðsynlega grófur. Ég fékk samt allt sem ég vildi út úr mynd sem er fyrst og fremst byggð á leikföngum, og ef mynd setur sér ekki æðra markmið en að vera heilalaus skemmtun þá nenni ég ekki að kryfja hana of mikið. Leikstjórinn hefur samt sjálfur viðurkennt mistök sín með framhaldsmyndina og í kjölfarið lofaði hann að þriðja myndin yrði mun betri. Hann stóð svo sannarlega við það loforð.
Það þarf ekki að hugsa sig tvisvar. Dark of the Moon er lang, LANGbesta myndin í seríunni. Það segir kannski ekki neitt fyrir suma en ég get lofað ykkur að hún er miklu sjálfsöruggari, metnaðarfyllri, heilsteyptari og myrkari en hinar tvær. Bay minnkar heiftarlega í barnaskapnum og pirrandi aukakarakterum og bætir mikilvægu hráefni inn í þennan kostnaðarsama brellugraut sem hefur mikið vantað áður: spennu! Ég er heldur ekki frá því að þetta sé best heppnaða hasarmyndin frá Bay (ásamt The Rock) og með öllum líkindum mest "intense" myndin hans síðan Armageddon.
Ekki samt halda að ýmis dæmigerð einkenni leikstjórans séu ekki á sínum stað, og til að geta notið myndarinnar til fulls þarf maður að þola frekar pínda rómantík, ýmsa bjánalega frasa, fullt af (Lenovo) auglýsingum, stórskrítin móment frá hinum furðulegustu leikurum og MJÖG mikla lengd miðað við þunna sögu. Myndin er líka svo lengi að drulla sér í gang að maður er við það að missa þolinmæðina. Það er í fyrstu óvenjulegt hversu lítill hasar er í fyrri helmingnum en um leið og maður finnur fyrir hvert allt þetta stefnir veit maður að Bay er að geyma allt það besta þangað til í seinni hlutanum, og þar sleppir hann sér lausum sem aldrei fyrr. Ég grínast ekki með það, allur seinni hlutinn á þessari mynd er með því brjálaðasta sem báðir Michael Bay og Steven Spielberg hafa snert. Myndin breytist úr hægfara samsærismynd í einhverja klikkuðustu og sennilega eina skemmtilegustu mynd sem ég hef séð um geimveruinnrás. Ég sat alveg stjarfur yfir þessu ofbeldi og fékk varla tíma til þess að anda inn á milli. Þetta er ekkert ósvipað lokahasarnum úr fyrstu myndinni nema að hann er lengri, flottari, grimmari, fjölbreyttari, miklu betur unnin og eyðileggingin er svona fimmfalt meiri. Í hnotskurn er þetta allt það sem ég hefði viljað fá út úr Battle: Los Angeles en fékk aldrei.
Þar sem þetta fjallar hvort eð er um risavaxin vélmenni frá geimnum er leikstjórinn strax orðinn meðvitaður um að áhorfandinn viti að raunsæi er ekki til í þessum heimi og þess vegna býr hann til alveg rosalega yfirdrifnar aðstæður sem samt ná að trekkja á manni taugarnar. Öll senan með hrynjandi bygginguna er án efa það magnaðasta sem ég hef séð í öllum þremur Transformers-myndunum, og klárlega sú sena sem er mest spennandi. Ég lifði mig inn í hana vegna þess að þar fylgjumst við meira með mannfólkinu heldur en vélmennum. Hræðslan er trúverðug og þetta hefði alveg eins getað komið úr hvaða annarri Michael Bay-mynd. Handritið (sem er einungis skrifað af Ehren Kruger í þetta sinn – sem er venjulega glataður penni) treður einnig óvenjulega mikið af tilfinningum í þessa mynd og af óskiljanlegum ástæðum kemur það ekkert alltof illa út. Ýmsar senur reyna aðeins of mikið en engu að síður sést langar leiðir að Bay sýndi áhuga fyrir því að græja sögunni smá sál. Hinar reyndu það en úr því varð bara kjánahrollur.
Leikararnir hafa aldrei heldur verið skemmtilegri í Transformers-mynd. Megan Fox er farin, Ramon Rodriguez er farinn (mörgum til mikillar ánægju) og Witwicky-foreldrarnir fá ekkert annað en gestahlutverk (aftur – mörgum til mikillar ánægju). Shia LeBeouf er áfram ofvirkur en langt frá því að vera leiðinlegur eða óþolandi. Sama saga með John Turturro. Nýju andlitin eru síðan meira en velkomin. Frances McDormand og John Malkovich gerðu reyndar ósköp lítið en ég skal viðurkenna að hafa notið þess að hafa Patrik Dempsey, Ken Jeong og Alan Tudyk í litlum hlutverkum. Tudyk fannst mér drepfyndinn í flestum sínum atriðum sem þýsk, samkynhneigð hjálparhella með "skuggalega" fortíð ("zat is ze old me..."). Victoria's Secret-fyrirsætan Rose Huntington-Whitely hleypur í skarðið fyrir Fox og er að mínu mati örlítið betri leikkona en hún þótt persónuleiki sé í algjöru lágmarki. Sem skraut gegnir hún hlutverki sínu andskoti vel. Í fyrsta skotinu hennar er myndavélin nánast á milli lappana á henni og þess vegna finnst mér ekkert að því að góna á útlínur hennar. Fyrst kvikmyndatökumaðurinn má það, af hverju ekki ég?
Hvað brellubrjálæði varðar er Transformers: Dark of the Moon það flottasta sem ég hef séð síðan Avatar, sem þýðir að enginn á að sætta sig við annað en að sjá hana á risastórum skjá með dúndur hljóðkerfi. Myndin er auðvitað ekkert annað en grunn, hávær og skrípaleg vitleysa en ég ítreka það enn og aftur að þetta er mynd byggð á LEIKFÖNGUM, og sem slík held ég að það sé ómögulega hægt að gera betur en þetta. Ef þú hefur ekki skemmt þér yfir hinum myndunum (eða a.m.k. nr. 1) þá er ekki séns í logandi helvíti að þú fáir mikið út úr þessari þótt þú munir óneitanlega viðurkenna að hún sé sú best heppnaða. Gagnrýnendur og kvikmyndasnobb munu fyrirlíta þennan þríleik, en þetta er hvort eð er hreinræktað, vitfirt poppkornsbíó frá A-Ö, og sérsniðið handa krakkafíflinu í okkur öllum. Farið nú og skemmtið ykkur! Búið ykkur samt undir langa setu.
8/10
(Ath. Tæp átta)
Eitt samt: Stafræni Kennedy-inn var ansi vond hugmynd.
Michael Bay þarf alltaf að toppa sig. En það er hins vegar með ólíkindum hvað hann nær að gera það vel. Þegar fyrsta Transformers-myndin kom út var maður orðlaus yfir brellusýningunni og hvorki vantaði hávaðann né brjálæðið. Svo kom framhaldið út tveimur árum seinna sem lét forvera sinn líta út eins og upphitun. Bay hækkaði í öllu og jók magnið á hverju einasta hráefni. Ég lét það að vísu ekkert koma mér á óvart. Hann gerði svipað með Bad Boys II. Transformers: Dark of the Moon er fyrsti þristurinn sem hann gerir á ferlinum sínum og menn geta aðeins rétt ímyndað sér hversu langt hann gengur til að sjá til þess að markhópurinn fái miklu stærri skammt af fjörinu sem borgað er fyrir. Fyrsta myndin er t.d. farin að líta út eins og Woody Allen-mynd í samanburði við þessa.
Kannski ég taki það stutt fram að ég var mikið Transformers-barn í æsku. Ég átti eitthvað af leikföngunum og horfði mikið á teiknimyndirnar sem í dag þykir mér afskaplega hallærislegar - þótt barnið inni í mér neiti að viðurkenna það. Bíómyndirnar finnst mér betri vegna þess að hasarsenurnar bjóða upp á alls kyns absúrdleika sem manni hefði aldrei dreymt um að sjá áður en tölvutæknin varð eins og hún er í dag. Fyrsta myndin var skemmtileg en sýndi alltof lítið af vélmönnunum og of mikið af leiðinlegum persónum til að gera hana nógu fullnægjandi. Bayhem-stíllinn þjónaði heldur ekki hasarnum oft vel, sérstaklega í endann. Myndavélin var stanslaust að pana út í allar áttir á óþæginlegum hraða og klippingin reyndi oft á þolinmæðina. Ég þurfti að horfa á myndina í annað eða þriðja sinn til að sjá sumstaðar hverjir börðust við hverja. Vélmennin líta oftast eins út þegar þú sérð hvern og einn í rétt svo sekúndu.
Ég er ábyggilega sá eini í heiminum sem líkaði aðeins betur við hina marghötuðu Revenge of the Fallen. Ástæðan er einfaldlega sú að hún fækkaði heilmikið í mennsku persónunum, hafði mun stabílli tökustíl og meira af vélmönnum til að slást um athyglina. Ég skil samt fullvel af hverju mörgum finnst sú mynd vera drasl; Sagan var svo illa úthugsuð að Optimus Prime sjálfur hefði getað keyrt í gegnum plottholurnar. Bay reyndi líka aðeins of mikið að ná til allra aldurshópa með húmor sem var bæði smábarnalegur og ónauðsynlega grófur. Ég fékk samt allt sem ég vildi út úr mynd sem er fyrst og fremst byggð á leikföngum, og ef mynd setur sér ekki æðra markmið en að vera heilalaus skemmtun þá nenni ég ekki að kryfja hana of mikið. Leikstjórinn hefur samt sjálfur viðurkennt mistök sín með framhaldsmyndina og í kjölfarið lofaði hann að þriðja myndin yrði mun betri. Hann stóð svo sannarlega við það loforð.
Það þarf ekki að hugsa sig tvisvar. Dark of the Moon er lang, LANGbesta myndin í seríunni. Það segir kannski ekki neitt fyrir suma en ég get lofað ykkur að hún er miklu sjálfsöruggari, metnaðarfyllri, heilsteyptari og myrkari en hinar tvær. Bay minnkar heiftarlega í barnaskapnum og pirrandi aukakarakterum og bætir mikilvægu hráefni inn í þennan kostnaðarsama brellugraut sem hefur mikið vantað áður: spennu! Ég er heldur ekki frá því að þetta sé best heppnaða hasarmyndin frá Bay (ásamt The Rock) og með öllum líkindum mest "intense" myndin hans síðan Armageddon.
Ekki samt halda að ýmis dæmigerð einkenni leikstjórans séu ekki á sínum stað, og til að geta notið myndarinnar til fulls þarf maður að þola frekar pínda rómantík, ýmsa bjánalega frasa, fullt af (Lenovo) auglýsingum, stórskrítin móment frá hinum furðulegustu leikurum og MJÖG mikla lengd miðað við þunna sögu. Myndin er líka svo lengi að drulla sér í gang að maður er við það að missa þolinmæðina. Það er í fyrstu óvenjulegt hversu lítill hasar er í fyrri helmingnum en um leið og maður finnur fyrir hvert allt þetta stefnir veit maður að Bay er að geyma allt það besta þangað til í seinni hlutanum, og þar sleppir hann sér lausum sem aldrei fyrr. Ég grínast ekki með það, allur seinni hlutinn á þessari mynd er með því brjálaðasta sem báðir Michael Bay og Steven Spielberg hafa snert. Myndin breytist úr hægfara samsærismynd í einhverja klikkuðustu og sennilega eina skemmtilegustu mynd sem ég hef séð um geimveruinnrás. Ég sat alveg stjarfur yfir þessu ofbeldi og fékk varla tíma til þess að anda inn á milli. Þetta er ekkert ósvipað lokahasarnum úr fyrstu myndinni nema að hann er lengri, flottari, grimmari, fjölbreyttari, miklu betur unnin og eyðileggingin er svona fimmfalt meiri. Í hnotskurn er þetta allt það sem ég hefði viljað fá út úr Battle: Los Angeles en fékk aldrei.
Þar sem þetta fjallar hvort eð er um risavaxin vélmenni frá geimnum er leikstjórinn strax orðinn meðvitaður um að áhorfandinn viti að raunsæi er ekki til í þessum heimi og þess vegna býr hann til alveg rosalega yfirdrifnar aðstæður sem samt ná að trekkja á manni taugarnar. Öll senan með hrynjandi bygginguna er án efa það magnaðasta sem ég hef séð í öllum þremur Transformers-myndunum, og klárlega sú sena sem er mest spennandi. Ég lifði mig inn í hana vegna þess að þar fylgjumst við meira með mannfólkinu heldur en vélmennum. Hræðslan er trúverðug og þetta hefði alveg eins getað komið úr hvaða annarri Michael Bay-mynd. Handritið (sem er einungis skrifað af Ehren Kruger í þetta sinn – sem er venjulega glataður penni) treður einnig óvenjulega mikið af tilfinningum í þessa mynd og af óskiljanlegum ástæðum kemur það ekkert alltof illa út. Ýmsar senur reyna aðeins of mikið en engu að síður sést langar leiðir að Bay sýndi áhuga fyrir því að græja sögunni smá sál. Hinar reyndu það en úr því varð bara kjánahrollur.
Leikararnir hafa aldrei heldur verið skemmtilegri í Transformers-mynd. Megan Fox er farin, Ramon Rodriguez er farinn (mörgum til mikillar ánægju) og Witwicky-foreldrarnir fá ekkert annað en gestahlutverk (aftur – mörgum til mikillar ánægju). Shia LeBeouf er áfram ofvirkur en langt frá því að vera leiðinlegur eða óþolandi. Sama saga með John Turturro. Nýju andlitin eru síðan meira en velkomin. Frances McDormand og John Malkovich gerðu reyndar ósköp lítið en ég skal viðurkenna að hafa notið þess að hafa Patrik Dempsey, Ken Jeong og Alan Tudyk í litlum hlutverkum. Tudyk fannst mér drepfyndinn í flestum sínum atriðum sem þýsk, samkynhneigð hjálparhella með "skuggalega" fortíð ("zat is ze old me..."). Victoria's Secret-fyrirsætan Rose Huntington-Whitely hleypur í skarðið fyrir Fox og er að mínu mati örlítið betri leikkona en hún þótt persónuleiki sé í algjöru lágmarki. Sem skraut gegnir hún hlutverki sínu andskoti vel. Í fyrsta skotinu hennar er myndavélin nánast á milli lappana á henni og þess vegna finnst mér ekkert að því að góna á útlínur hennar. Fyrst kvikmyndatökumaðurinn má það, af hverju ekki ég?
Hvað brellubrjálæði varðar er Transformers: Dark of the Moon það flottasta sem ég hef séð síðan Avatar, sem þýðir að enginn á að sætta sig við annað en að sjá hana á risastórum skjá með dúndur hljóðkerfi. Myndin er auðvitað ekkert annað en grunn, hávær og skrípaleg vitleysa en ég ítreka það enn og aftur að þetta er mynd byggð á LEIKFÖNGUM, og sem slík held ég að það sé ómögulega hægt að gera betur en þetta. Ef þú hefur ekki skemmt þér yfir hinum myndunum (eða a.m.k. nr. 1) þá er ekki séns í logandi helvíti að þú fáir mikið út úr þessari þótt þú munir óneitanlega viðurkenna að hún sé sú best heppnaða. Gagnrýnendur og kvikmyndasnobb munu fyrirlíta þennan þríleik, en þetta er hvort eð er hreinræktað, vitfirt poppkornsbíó frá A-Ö, og sérsniðið handa krakkafíflinu í okkur öllum. Farið nú og skemmtið ykkur! Búið ykkur samt undir langa setu.
8/10
(Ath. Tæp átta)
Eitt samt: Stafræni Kennedy-inn var ansi vond hugmynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$195.000.000
Tekjur
$1.123.794.079
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
29. júní 2011
Útgefin:
10. nóvember 2011
Bluray:
10. nóvember 2011